Þjóðarspegillinn 2021 - Skráning

Leiðbeiningar fyrir gerð ágripa

  • Ágrip skulu vera að lágmarki 170 orð eða að hámarki 220 orð. (Vinsamlegast virðið viðmiðið).
  • Tilgreina skal titil erindis, nafn eða nöfn höfunda.
  • Tilgreina skal heiti málstofu hafi höfundur upplýsingar um slíkt.
  • Ágrip skulu vera prófarkalesin og tilbúin til birtingar í ágripabók.
  • Vanda skal til orðfæris og efnistaka í ágripum, hugtök skýrð og allar skammstafanir útskýrðar og reynt að stilla þeim í hóf.
  • Fjalli ágrip um framkvæmd rannsóknar skal skýra greinilega frá markmiði, tilgátu, aðferð, framkvæmd ásamt túlkun helstu niðurstaða eða lærdóm sem dreginn er af rannsókninni.
  • Ágrip innan sömu málstofu skulu vera tilgreind með nafni málstofunnar og gæta skal að nafn málstofu sé eins á milli ágripa.
  • Ágrip innan sömu málstofu skulu hafa skýr tengsl sín á milli. Skeri ágrip sig mikið úr að mati starfsfólks Þjóðarspegils, áskilur það sér rétt til að finna ágripinu annan viðeigandi vettvang innan dagskrár.
  • Ágrip verða metin samkvæmt matsblaði sem höfundar fá sent ef þörf er á endurskoðun ágrips. Bregðist höfundar ekki við athugasemdum innan þess tíma sem uppgefinn er má hafna ágripi.
  • Vinsamlega athugið að ófullnægjandi ágripum verður hafnað.

Skráningarform

Thjodarspegill_stubbur 2 2021