Stjórnun, vinnuumhverfið og vinnutengd líðan I
Málstofustjóri: Inga Jóna Jónsdóttir
Í málstofunni verða kynntar nýjar rannsóknir þar sem varpað er ljósi á upplifun og reynslu starfshópa og stjórnenda á íslenskum vinnumarkaði af vinnuumhverfi þeirra með tilliti til þátta sem hafa áhrif á vinnutengda líðan. Einnig verður fjallað um hugtakaramma og mælitæki til að rannsaka sálfélagslegan stuðning í vinnunni og niðurstöður heimildagreiningar á áhrifum slíks stuðnings á vinnutengda líðan stjórnenda.
Rannsókn á starfsánægju lyfjafræðinga á íslenskum vinnumarkaði
Samanburður þriggja starfsvettvanga
Starfsánægja lyfjafræðinga hefur talsvert verið rannsökuð erlendis og áhugi verið fyrir að kanna hvað það er í eðli starfs og starfsumhverfi lyfjafræðinga sem hefur áhrif á ánægju þeirra í starfi. Enn skortir rannsóknir á starfsánægju lyfjafræðinga á Íslandi. Í þessari rannsókn er skoðuð upplifun lyfjafræðinga af ánægju í starfi á ólíkum starfsvettvangi þeirra og hvaða þættir í starfsumhverfinu hafa áhrif þar á. Þýði rannsóknarinnar eru lyfjafræðingar sem starfa hjá a) sjálfstætt einkareknum lyfjabúðum, b) lyfjabúðum sem reknar eru af apótekskeðjum og c) lyfjafyrirtækjum þar sem fram fer að minnsta kosti lyfjaframleiðsla, lyfjaþróun, lyfjaskráning og/eða markaðssetning lyfja. Gagna var aflað með spurningakönnun sem hönnuð var með þrjú mælitæki starfsánægju sem fyrirmyndir. Alls svöruðu 106 lyfjafræðingar spurningakönnuninni af 177 lyfjafræðingum sem fengu könnunina senda í tölvupósti. Svarhlutfallið er því 59,9%. Niðurstöður sýna að almenn ánægja í starfi mælist mest hjá lyfjafræðingum sem starfa hjá sjálfstætt einkareknum lyfjabúðum. Þá gefa niðurstöðurnar vísbendingar um að þættir eins og sveigjanleiki í starfi, upplifun af mikilvægi starfsins, laun, vinnuaðstæður og samskipti við viðskiptavini hafi áhrif á starfsánægju lyfjafræðinga. Marktækur munur var þó á áhrifum einstakra þátta eftir starfsvettvangi svarenda.
How to assess the impact of social support on work-related wellbeing?
A case study of line managers
Current knowledge on work-related wellbeing and health of line managers is scarce. Prior studies have, in general, provided unclear and inconsistent results about the buffering effect of workplace social support on job demands, job strain and work-related wellbeing of line manages. In this presentation, I argue that there is a need to further develop constructs, models and measurements of previous research on the impact of workplace social support on work-related wellbeing and health symptoms of line managers. The purpose here is to investigate tenets behind key concepts to develop appropriate conceptual research framework and models for data gathering and analysis. Further, to analyse the state of the art from previous research-based literature to be able to investigate and further the understanding of the impact of workplace social support on line managers‘ work-related wellbeing. The findings may be helpful for both researchers and practitioners.
Impact of community, central management and leadership skills on job satisfaction and success
Companies and organizations need to constantly meet new challenges. Work framing is ever-changing that requires new knowledge on how to respond to the environment of rapid social change. Managers must be able to respond to a dynamic work environment to ensure maximum performance at any given time. It brings to mind the importance of continuing education, job satisfaction and work environment. One of the most populated organizations in Iceland is the National Church. In 2009, pastors were interviewed to examine the essential leadership characteristics that led to success and growth in their work. Results appeared in the author’s doctoral thesis „In green pastures“ – A study of leadership characteristics of Icelandic pastors and congregational growth. The aim of this study is to compare the leadership characteristics that were then considered effective with the leadership characteristics that take into account social change ten years later. Pastors in the capital area with more than ten years work experience were interviewed. Qualitative research methodology and content analysis were used. Preliminary findings can be useful in identifying the qualities that managers need to have in order to meet the challenges of a changed community, also in organizing a positive work environment, education and retraining. It will contribute to a continuous and systematic improvement process that will lead to success and systematic improvement.
„Ég er allavegana góð fyrirmynd“ Upplifun kvenna í topp stjórnunarstöðum af að koma jafnvægi á krefjandi störf og heimilislíf.
Miklar kröfur og ábyrgð fylgja því að sinna toppstjórnunarstöðu og foreldrahlutverki. Lengst af hefur fjölskylduábyrgðin legið mest á herðum kvenna vegna staðalímynda og gamalla viðhorfa um hlutverk kynjanna og virðist það hafa áhrif enn í dag. Markmið þessarar rannsóknar er að öðlast skilning á upplifun og reynslu kvenstjórnenda á þeim kröfum og ábyrgð sem fylgir krefjandi stjórnunarstöðu og foreldrahlutverkinu og hvort eða hvernig þær ná jafnvægi þar á milli. Rannsóknin er mikilvæg viðbót við aðrar rannsóknir á möguleikum kvenna til að samræma atvinnu og einkalífi.Tekin voru tólf djúpviðtöl við konur í topp stjórnunarstöðum í meðalstórum og stórum fyrirtækjum á Íslandi sumarið 2017. Viðtölin voru greind samkvæmt fyrirbærafræðilegri aðferðafræði sem leitast við að öðlast góðan skilning á upplifun einstaklinga. Notast var við túlkunarfyrirbærafræði í þemagreiningu í þremur stigum: lýsingu, samþættingu og túlkun. Helstu niðurstöður sýna að konurnar finna fyrir togstreitu á milli starfs, heimilislífs og fjölskyldu. Þær finna fyrir þrýstingi, frá samfélaginu og tengslaneti sínu, á að uppfylla staðalímynd hinnar fullkomnu móður sem tekur fjölskylduna fram yfir starfsframann. Niðurstöður leiða einnig í ljós að ekki reyndist möguleiki fyrir konurnar að ná jafnvægi á milli atvinnu og einkalífs. Sem toppstjórnendur völdu þær að setja starfið nánast alltaf í forgang á meðan að maki þeirra tók að sér ábyrgðina innan heimilisins.
Erla S. Kristjánsdóttir, Þóra H. Christiansen og Anna Björg Þorvaldsdóttir
Vinnuálag í tengslum við vaktavinnu og vinnutíma á íslenskum vinnumarkaði
Vinnuálag starfsmanna hefur verið mikið til umræðu á undanförnum misserum hérlendis, einkum í tengslum við vinnutíma og vaktavinnu. Markmið rannsóknarinnar var að kanna þessi tengsl meðal starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði. Rannsóknin byggir á heilbrigðiskönnum meðal slembiúrtaks fullorðinna Íslendinga á aldrinum 18-75 ára sem svöruðu spurningalista á pappír eða á netinu á árinu 2015. Spurningarnar í listanum vörðuðu meðal annars vinnutíma í klst., umfang vaktavinnu (að engu leyti, að hluta, eða öllu leyti), og vinnuálag, sem metið var með stöðluðu 10 atriða mælitæki. Alls svöruðu 1599 einstaklingar spurningalistanum og voru heimtur tæp 60%. Meira vinnuálag greindist meðal karla en kvenna, yngri starfsmanna samanborið við hina eldri, og háskólamenntaðra samanborið við þá sem ekki höfðu háskólamenntun. Þegar litið var til vinnutíma var vinnuálagið mest meðal starfsmanna sem unnu að jafnaði 50 stunda vinnuviku eða meir, en minnst meðal starfsmanna í hlutastarfi. Vaktavinna tengdist auknu vinnuálagi, og tengdist það ekki síst þeim starfsmönnum sem eingöngu unnu á vöktum. Bæði vinnutími og vaktavinna höfðu sjálfstæð áhrif á vinnuálag og því var ekki um samspilsáhrif (e. interaction) að ræða milli þeirra. Mikilvægt er að leita leiða til að draga úr óhóflegu vinnuálagi starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði, m.a. vegna tengsla vinnuálags við vanlíðan, vanheilsu og veikindafjarvistir starfsmanna. Aðgerðir til að draga úr vinnuálagi ættu meðal annars að beinast að styttingu vinnutíma og leiðum til að draga úr neikvæðum áhrif vaktavinnu.