Stétt, menntun og mótmæli

Málstofustjóri: Berglind Rós Magnúsdóttir
Félagslegt réttlæti í tónlistarnámi á Íslandi

Skipulagt tónlistarnám á Íslandi á sér ekki langa sögu. Greint verður frá áhrifum laga um tónlistarfræðslu, sem sett voru um miðja 20. öldina, á fyrirkomulag tónlistarmenntunar í landinu. Rýnt verður í opinber töluleg gögn um þátttöku í tónlistarnámi og aðgengi að tónlistarnámi á Íslandi skoðað. Sérstaklega verður litið til þess hvernig framkvæmd og útfærsla laga um tónlistar­fræðslu á Íslandi endurspeglar menntapólitíska sýn á markmið og gildi tónlistarnáms. Gengið er út frá nýlegum hugmyndum um mikilvægi tónlistarnáms fyrir allan almennan þroska og menntun barna. Með lögum um fjárhagslegan stuðning við tón­listar­skóla (1963) var starfsemi tónlistarskóla tryggð og stuðluðu lögin að bættu aðgengi að hljóðfæranámi vítt og breitt um landið. Tónlistarskólar eru tæplega 90 talsins með um 15.000 nemendur en hlutfall barna á grunnskólaaldri sem stunda nám í tónlistarskólum er afar mismunandi eftir landshlutum. Í Reykjavík er hlutfall barna í tónlistarnámi um 15% en á lands­byggðinni er ekki óalgengt að hlutfallið sé umtalsvert hærra. Tón­listarskólar í Reykjavík eru reknir af einkaaðilum með samningi við borgina en á landsbyggðinni er algengt að sveitar­félög reki tónlistarskólana. Samkvæmt aðalnámskrá tónlistar­skóla er hlutverk þeirra að veita öllum, sem þess æskja, færi á að kynnast tónlistarnámi af eigin raun. Ólíkt aðgengi barna að tón­listarnámi vekur spurningar um það hvort kerfisbundið óréttlæti sé með einhverjum hætti innbyggt í fyrirkomulag tónlistar­kennslu á Íslandi.

Helga Rut Guðmundsdóttir

The intersection of class, race, gender and ability: Analysis of social networks and power relations in diverse classroom settings in Reykjavík

In this paper, we investigate patterns of social interactions based on capital and symbolic power among students and teachers as important components of social inclusion in schools. The classroom, as well as the school community, is an institutional social structure and thus an ideal place to examine the interdependent nature of social, gendered, ethnic, and academic positions that create advantages or disadvantages, and help shape socially-just pedagogies. We incorporate a Social Network Analysis (SNA), supported by ethnographic data, to visualize the intricate social and spatial relationships that occur in a typical classroom setting in comprehensive schools in Reykjavík. The ethnographic data is provided by participant observation and interviews from students, parents, teachers, and staff from two urban school settings in Reykjavík, with a focus on pedagogic practices that impact social inclusion. Findings show that social positions among students are linked to production of school knowledge and expressed in complex groupings, but most visibly in gender, special interests, or heritage language commonalities. These classroom cultures have powerful ramifications on creating a sense of community and inclusion for learning. We are most interested in how these grouping practices might contribute to future distributions of power through educational choices or hierarchies in the inclusive school framework.

Elizabeth Lay and Berglind Rós Magnúsdóttir

Mótun millistéttarsjálfsins í Menntaskólanum: Að þróa sjálfsmynd frá upprunavettvangi dreifbýlis og/eða lægri stétta

Félagslegur hreyfanleiki (social mobility) hefur mikil áhrif á sköpun sjálfsmyndar. Sjálfið er í átökum við ólíka hópa og í sömu andrá í átökum innbyrðis, við sjálft sig. Algengt er að nemendur sem eru að hreyfast upp um stétt (upward mobility), upplifi það að vera á „röngum stað“ en samt á réttri leið og að það þurfi að sýna á sér ólíkar hliðar í félagslegum samskiptum eftir því hver á í hlut. Hér verður skyggnst inn í upplifanir fram­halds­skólanema úr lægri stéttum og/eða dreifðari byggðum af þeirri menningarmótun og –umbreytingu sem þeir hafa gengið í gegnum með veru sinni í Menntaskólanum og varpað ljósi á þau tilfinningaátök sem skapast. Hugtakið Menntaskólinn vísar til þeirra bóknámsskóla sem upphaflega höfðu það hlutverk að mennta „æðri“ stéttir. Gagnasöfnun fór fram árin 2017-2019 og var út­skriftarárgangi til stúdentsprófs í öllum tilfellum fylgt eftir. Tekin voru djúpviðtöl við nemendur. Af orðum nemendanna má sjá að þeir þroska sjálf og sjálfsmynd að gildum og viðmiðum sem tíðkast á skólavettvangi meðal menntaskólavinanna og á sama tíma verða mjög gagnrýnin á lífsmáta og hugmyndir á upp­runa­vettvangi. Þetta ferli getur verið sársaukafullt og markast bæði af skömm og stolti.

Berglind Rós Magnúsdóttir and Unnur Edda Garðarsdóttir

Stétt og fjöldamótmæli

Rannsókn okkar beinir sjónum að því hvernig stéttaandstæður birtast í fjöldamótmælum í samtímanum. Átök milli stétta þjóð­félagsins hafa lengi verið félagsfræðingum hugleikin, enda geta slík átök brotist út með margvíslegum hætti og jafnvel hrundið af stað stórum þjóðfélagsbreytingum, eins og dæmin sanna. Á fyrri hluta 20. aldar voru stéttaátök miðlæg í mótmæla­hreyfingum, einkum í verkalýðshreyfingunni. En á seinni hluta tuttugustu aldar spruttu upp mótmælahreyfingar gegn menningar­­legri mismunun (t.d. kvennahreyfingin) og gróða- og neyslu­­hyggju (t.d. umhverfishreyfingin), en þessar hreyfingar áttu sér rætur í reynsluheimi ört vaxandi millistétt háskóla­mennt­aðra sérfræðinga. En undanfarinn áratug, einkanlega í kjöl­far efnahagskreppunnar, hafa fjöldamótmæli í vestrænum ríkjum aftur tekið að snúast um stéttaójöfnuð. Mótmælin hafa beinst að auknum efnahagsójöfnuði og forréttindum eignafólks. Þessi þróun vekur spurningar um hvernig fjöldamótmæli af þessu tagi grundvallast á þjóðfélagsstétt. Rannsókn okkar skoðar stéttabakgrunn þeirra sem styðja og taka þátt í fjölda­mót­mælum af þessu tagi á Íslandi. Við notumst þannig við könnun á þátttöku og stuðningi meðal höfuðborgarbúa við mót­mælin sem brutust út í miðbæ Reykjavíkur í kjölfar Panama­lekann í apríl 2016. Litið verður til helstu kenninga um við­fangs­efnið og notast verður við margvítt stéttalíkan Daniels Oesch. Niður­­stöður leiða í ljós að fjármagnseigendur og eigendur smárra og stórra fyrirtækja sýndu marktækt minni stuðning við mót­­mælin en aðrar stéttir. Þessi niðurstaða er ein sú fyrsta um langa hríð sem styður marxíska kenningu um fjöldavirkjun í mót­mæli.

Jón Gunnar Bernburg og Guðmundur Æ. Oddsson

Upplýsingar
  • Málstofa hefst
    01/11, 2019 13:00
  • Málstofu lýkur
    01/11, 2019 14:45
Höfundar erinda
Aðjúnkt / Adjunct Lecturer
Háskóli Íslands / University of Iceland
Prófessor / Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Prófessor / Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Dósent / Associate Professor
Háskólinn á Akureyri / University of Akureyri
Doktorsnemi / PhD student
Háskóli Íslands / University of Iceland
Prófessor / Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Upplýsingar
  • Málstofa hefst
    01/11, 2019 13:00
  • Málstofu lýkur
    01/11, 2019 14:45