Endurskoðunarnefndir

Málstofustjórar: Einar Guðbjartsson og Jón Snorri Snorrason

Ath: Þessi málstofa hefst klukkan 16:00

Virkni endurskoðunarnefnda

Endurskoðunarnefndir gegna mikilvægu hlutverki er varðar gagnsæi og reikningsskil fyrirtækja og stofnana. Tilgangur rannsóknar er að skoða virkni endurskoðunarnefnda út frá tíðni funda og gæði fundargagna. Könnun var gerð 2016 meðal nefndarmanna endurskoðunarnefnda hjá einingum tengdum almannahagsmunum. Könnunin veitir ákveðna innsýn í starfs­umhverfi endurskoðunarnefnda og skoðanir nefndar¬manna. Þessi rannsókn snýr að störfum endurskoðunarnefnda með tilliti til fjölda funda, fundargagna og umræðna. Störf og starfsum­hverfi endurskoðunarnefnda hefur lítið verið rannsökuð og er greinin framlag í þá umræðu. Til að meta gæði fundargagna voru settar fram þrjár spurningar; hvort gögn komi með nægjanlegum fyrirvara, hvort  gögn séu sett fram á fullnægjandi hátt og hvort gagnrýnar umræður fari fram á fundum. Nefndar­menn endurskoðunarnefnda mátu sjálfir þessa þrjá þætti. Áhrifa­ríkasta tölugildi til að segja til um virkni endurskoðunar­nefnda er fjöldi funda og notaðar eru því breytur er tengjast fundum endurskoðunarnefnda, – annars vegar fjöldi nefndar­funda og hins vegar fjöldi funda endurskoðunarnefnda með ytri endurskoðanda. Til að kanna möguleg frávik á gæðum fundar­gagna voru breyturnar krosskeyrðar; Fjöldi nefndarfunda, fjöldi funda með ytri endurskoðanda og allar þrjár breyturnar er til­heyra gæðum fundargagna. Settar voru fram tvær tilgátur. Niðurstaðan er sú að vísbendingar séu um það að fjöldi nefndar­funda hafi tengsl við gæði fundargagna og umræðu en ekki fjöldi funda endurskoðunarnefnda með ytri endurskoðanda.

Einar Guðbjartsson, Jón Snorri Snorrason og Eyþór Ívar Jónsson

Lykilorð: reikningsskil, endurskoðun, endurskoðunarnefndir

Stjórnarhættir endurskoðunarnefnda

Tilgangur endurskoðunarnefnda er að tryggja að gæði og áreiðanleiki fjárhagsskýrslna og fjárhagsupplýsinga sé sem mestur, hvort sem um er að ræða skýrslur til stjórnenda félagsins eða til hagsmunaaðila utan félagsins. Tilvist endurskoðunar­nefnda tengist því beint góðum stjórnarháttum. Umgjörð og fyrirkomulag endurskoðunarnefnda hefur mikið að segja um hvort þessum tilgangi verði náð eða ekki. Hér er áhersla lögð á að skoða fjölbreytni, sérfræðiþekkingu og sjálfstæði nefndar-manna. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á endurskoðunar­nefndum á Íslandi sem miða að því að skoða þætti eins og samsetningu nefnda m.t.t. markvirkni endurskoðunarnefnda. Bornar eru saman tvær kannanir, annars vegar frá 2012 og hins vegar frá 2016, sem gerðar voru með sambærilegum hætti og er því góður grunnur fyrir samanburð. Rannsóknin bendir til þess að fjölbreytni og sérfræðiþekking hvað varðar samsetningu endurskoðunarnefnda á Íslandi sé viðundandi og að hún stuðli að markvirkara starfi þeirra. Samsetning er einn af þeim þáttum er stuðla að markvirkni. Þetta er grundvallaratriði í að skipu­leggja og byggja upp starf endurskoðunarnefnda í eftirlits­kerfi góðra stjórnarhátta sem byggist á forsendum í umboðskenning­unni.

Jón Snorri Snorrason og Einar Guðbjartsson

Lykilorð: stjórnhættir fyrirtækja, umboðskenningin, endurskoðunarnefndir

Upplýsingar
  • Málstofa hefst
    30/10, 2020 16:00
  • Málstofu lýkur
    30/10, 2020 16:45
  • Zoom meeting id: 612 4664 9041
Höfundar erinda
Lektor
Annað / Other
Dósent
Háskólinn á Bifröst / Bifröst University
Dósent / Associate Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Upplýsingar
  • Málstofa hefst
    30/10, 2020 16:00
  • Málstofu lýkur
    30/10, 2020 16:45
  • Zoom meeting id: 612 4664 9041