Byggðafræði I: Ungt fólk í dreifðum byggðum

Málstofustjóri: Þóroddur Bjarnason

Á undanförnum árum hafa fjölmargar rannsóknir beinst að lífskjörum og líðan ungs fólks á Íslandi.  Þótt staða ungs fólks sé að mörgu leyti sambærileg um land allt eru ýmis tækifæri og áskoranir ólíkar milli þéttbýlis og dreifbýlis. Í þessari málstofu verður sjónum beint að ungu fólki í dreifbýli með sérstakri áherslu á stöðu kynjanna og ungs fólks af erlendum uppruna.

Sjá ágrip erindanna hér fyrir neðan.

Líðan unglinga í dreifbýli

Á Íslandi hafa lengi verið skiptar skoðanir um kosti og galla þess að búa í dreifbýli. Annars vegar horfa menn til hins rómantíska einfaldleika fámennisins og hins vegar til allra tækifæranna sem felast í þéttbýli. Þetta á ekki síst við þegar kemur að börnum og unglingum og spurningunni um það hverjar séu kjöraðstæður fyrir þau að vaxa og þroskast í. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvernig líðan barna og unglinga mælist á mismunandi landsvæðum og skoða hugsanlega áhrifaþætti. Notuð voru gögn úr rannsókninni Heilsa og lífskjör skólabarna (Health Behaviour in School-Aged Children – HBSC). Frá árinu 2006 hefur þessi rannsókn verið lögð fyrir á Íslandi og í síðustu fyrirlögn veturinn 2017–2018 og fengust svör frá 7.159 nemendum. Niðurstöður mælinga á depurð voru mjög mismunandi milli landshluta, en voru einnig breytilegar eftir kyni og aldri. Ekki var hins vegar að sjá skýran mun á tíðni depurðar eftir búsetu í dreifbýli eða þéttbýli. Þannig sögðust 3,7% nemenda í 6. bekk á Austurlandi finna daglega fyrir depurð, samanborið við 10,9% á Norðurlandi vestra og 5,9% á Höfuðborgarsvæðinu. Meðaltalið fyrir landið allt í þessum aldurshóp var 6,4%. Tíðni daglegrar depurðar jókst með hækkandi aldri þegar horft er til alls landsins og var 9,1% í 10. bekk. Í þeim aldurshópi mældist hún lægt á Norðurlandi vestra (3,1%), en hæst á Norðurlandi eystra (14,5%). Greinilegt er að búseta hefur áhrif á líðan barna og unglinga en tengist flóknari fyrirbærum en búsetuþéttleika.

Ársæll Arnarsson

Lykilorð: búseta, unglingar, líðan

„Hvað ef ég vil vera hér?“

Nýheimar þekkingarsetur hefur á undanförnum árum unnið að innlendum sem og fjölþjóðlegum samstarfsverkefnum þar sem málefni ungs fólks hafa verið til umfjöllunar. Vinna setursins hófst árið 2015 með fjölþjóðlegu samstarfsverkefni sem fjallaði um atgervisflótta ungs fólks frá dreifðari byggðum. Frá því hafa verkefni setursins náð til um 150 ungmenna á Hornafirði. Helstu samstarfsaðilar hafa verið Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS), nemendafélag FAS, Ungmennaráð Hornafjarðar og Grunnskóli Hornafjarðar.

Í verkefnum sínum hefur setrið framkvæmt viðhorfskannanir meðal ungmenna auk þess að standa fyrir jafningjafræðslu, valdeflandi námskeiðum og viðburðum fyrir hópinn. Viðhorf ungmenna hafa verið könnuð með einstaklingsviðtölum og rýnihópum. Meðal annars hefur verið fjallað um samfélagsþátttöku ungs fólks, sýn þeirra á tækifæri til menntunar og atvinnu, búsetuval og lýðræðisþátttöku.

Áhugaverður samhljómur hefur verið meðal ungmenna hvað varðar upplifun þeirra af samfélaginu, stöðu ungs fólks og þeirra þátta sem helst ákvarða viðhorf þeirra til framtíðar búsetu á staðnum. Kynntar verða helstu niðurstöður viðhorfskannanna og fjallað um mögulegar leiðir til að sporna við atgervisflótta ungs fólks af landsbyggðinni. Sérstaklega verður fjallað um tengsl tækifæra til menntunar og búsetuvals sem og tengsl námsvals og búsetu á landsbyggðinni.

Hugrún Harpa Reynisdóttir

Lykilorð: ungt fólk, samfélagsþátttaka, búseta

Participation and well-being of young immigrants in rural areas in Iceland

Prior studies indicate that first generation immigrant youth often face challenges regarding their well-being and inclusion in the receiving society. This particularly applies to young immigrants living in rural areas who have been found to often intend to migrate to urban areas. The number of immigrants in Iceland has increased significantly in recent years and today immigrants of all ages are living in Iceland. Drawing on a survey conducted amongst migrants in Iceland in 2018 (N=2,139), I investigate differences in satisfaction with life, experiences of discrimination, and social inclusion in the receiving society amongst immigrants of different ages in Iceland. I further highlight the characteristics of immigrant youth living in rural areas of Iceland (18-25 years old), investigating their motivations moving to Iceland, overall satisfaction with life in Iceland, and involvement in the local community. Additionally, this paper investigates migration intentions of immigrant youth regarding their intended length of stay in the municipality in which they live and intended length of stay in Iceland. Based on this analysis, I make suggestions for policy makers and social services regarding the needs of immigrant youth in rural areas of Iceland.

Lara Wilhelmine Hoffmann

Lykilorð: immigration, rural, youth

Staða og líðan ungra karlmanna í landsbyggðarsamfélagi

Í fyrirlestrinum verður fjallað um rannsóknarverkefnið „Staða og líðan ungra karlamanna í landsbyggðarsamfélagi“ en verkefnið var styrkt af Atvinnu- og rannsóknarsjóði Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Nýsköpunarsjóði námsmanna árið 2021.  Meginmarkmið verkefnisins var að kanna á hvaða hátt samfélagsleg gildi og orðræða hefði áhrif á frammistöðu og líðan ungra karlmanna í því samfélagi sem þeir búa og hvernig það birtist í námsgengi þeirra, líðan og framtíðaráformum.

Um var að ræða; í fyrsta lagi öflun gagna með einstaklings- og rýnihópaviðtölum í Sveitarfélaginu Hornafirði og í öðru lagi var lögð fyrir ungt fólk í sveitarfélaginu rafræn spurningakönnun en sá verkþáttur var styrktur af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Þeir þættir sem leitast var við að fá svör við voru upplifun ungs fólks, einkum ungra karlmanna, á samfélaginu, viðhorf til náms, eigin frammistöðu og árangurs í námi og líðan auk upplifunar ungs fólks á viðhorfi samfélagsins til kynjanna.

Megin niðurstaða rannsóknarinnar var að samfélagsleg gildi og orðræða um ríkjandi karlmennsku hefur áhrif á líðan ungs fólks, sérstaklega unga karlmenn. Sú orðræða birtist m.a. í þeirri samfélagslegu kröfu að ungir karlmenn eigi að vinna mikið hvort sem þeir eru í námi, íþróttum eða ekki og eigi jafnframt að standa sig vel á öllum sviðum. Þeir viðhalda orðræðunni með því að reyna að standa undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðar, þó þeir séu ekki sammála þeim.

Óskar Kristjánsson og Anna Guðrún Edvardsdóttir

Lykilorð: ungir karlmenn, líðan, samfélag

Upplýsingar
  • Málstofa hefst
    29/10, 2021 11:00
  • Málstofu lýkur
    29/10, 2021 12:45
Höfundar erinda
Fræðimaður
Háskólinn á Hólum / Hólar University
Annað / Other
Háskóli Íslands / University of Iceland
Verkefnisstjóri
Annað / Other
Prófessor / Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Doktorsnemi / PhD student
Háskólinn á Akureyri / University of Akureyri
Upplýsingar
  • Málstofa hefst
    29/10, 2021 11:00
  • Málstofu lýkur
    29/10, 2021 12:45