Sustainability and Business

Málstofustjóri: Fe Amor Parel Guðmundsson

This seminar will delve on topics important for advancing the sustainability of economic sectors.

Sjá ágrip erindanna hér fyrir neðan.

A sustainable business perspective on the drivers and barriers for the adoption of new technologies – the case of hydrogen fuel cells

The transition towards zero-emission transport systems is driven by clear environmental commitments. However, sometimes new technologies face barriers to enter the market and become cost-competitive. To understand these barriers, companies in the energy and transport sectors have begun to develop, test, and adopt new technologies. This is the case of hydrogen fuel cells which are currently being tested for transportation applications. While the drivers for hydrogen fuel cells as a zero-emission technology have been covered by the literature, the specific barriers for their adoption for the maritime sector seem to be missing. Therefore, the objective of this presentation is to share the preliminary findings of a research project that has identified the drivers and barriers for the adoption of hydrogen fuel cells for Nordic shipping. The findings suggest that: 1) the drivers go beyond environmental commitments and point out to additional motivations such as branding and reputation, the anticipation of upcoming regulations, social license to operate, and strategic business decisions; 2) the barriers include economic, regulatory, social, and technical aspects such as the high cost of production, the lack of regulations, the negative social perception of hydrogen, and safety concerns for the storage of hydrogen onboard vessels. The findings provide a broader perspective on the drivers and barriers for the adoption of hydrogen fuel cells from a sustainable business perspective, aspects that are crucial for the market inclusion of zero-emission technologies.

Mauricio Latapí

Lykilorð: hydrogen fuel cells, sustainable business, technology innovation

Græn skuldabréf – reynsla og horfur

Ákvarðanir um fjárfestingar taka ekki einungis mið af væntri ávöxtun og áhættu. Á undanförnum árum hafa fjárfestar í auknum mæli einnig horft til umhverfisáhrifa, samfélagslegra þátta og stjórnarhátta hjá útgefendum – með svokallaðri ESG fjárfestingarstefnu. Í þessu samhengi eru græn skuldabréf í síauknum mæli vinsæll fjárfestingarkostur, en það eru skuldabréf sem ætluð eru til fjármögnunar verkefna sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið, t.d. með minni losun gróðurhúsalofttegunda eða mótvægisaðgerðum vegna loftslags¬breytinga.

Alþjóðlegur samanburðar leiðir hins vegar í ljós að lítill munur er á ávöxtunarkröfu grænna og annarra skuldabréfa, að öðru óbreyttu, öfugt sem ætla mætti miðað við mikinn áhuga fjárfesta. Hér er fjallað um nýja rannsókn á innlendum skuldabréfamarkaði þar sem niðurstaðan er sambærileg. Álag á verð grænna skuldabréfa (eða afsláttur af ávöxtunarkröfu) mælist mjög lágt á eftirmarkaði með íslensk skuldabréf og er í fæstum tilvikum marktækt.

Að teknu tilliti til þess að útgáfa grænna skuldabréfa er almennt kostnaðarsamri en almenn skuldabréfaútgáfa eru því horfur um framtíðarútgáfur tvísýnar. Vísbendingar eru um að fyrirtæki geti notið ávinnings af grænum útgáfum því þær geta skilað sér í hærra verði hlutabréfa. Ef slík áhrif eru almenn má reikna með fjölgun útgefenda á grænum skuldabréfum jafnvel þó að umfang útgáfu einstakra aðila gæti verið takmarkað.

Jón Þór Sturluson

Lykilorð: skuldabréf, ávöxtunarkrafa, umhverfismál

Er hringrásarhugsun í mannvirkjagerð lykillinn að því að Ísland nái settum loftslagsmarkmiðum?

Hingað til hefur þáttur byggingariðnaðarins í loftslagsbókhaldi Íslands verið vanmetinn og lítið til umræðu. Eins og staðan er í dag þá er byggingariðnaðurinn að mestu byggður á línulegu hagkerfi, þ.e.a.s. byggingarvörur eru framleiddar, notaðar og svo að lokum er þeim fargað. Það er þessi línuleiki byggingahagkerfisins sem veldur því að byggingariðnaðurinn á heimsvísu er ábyrgur fyrir u.þ.b. 40% af hráefna- og auðlindanotkun, 40% af kolefnislosun og yfir 40% af manngerðum úrgangi. Það er mikilvægt að skoða og þróa aðferðir til þess að færa Íslenskan byggingariðnað yfir í lokaða hringrás. Helstu sérfræðingar heims í þessum málefnum (eins og Ellen MacArthur Foundation) áætla að það sé hægt að minnka kolefnislosun frá byggingariðnaði um allt að 38% með innleiðingu hringrásarhugsunar. Í erindinu verður farið yfir virðiskeðju íslenska byggingariðnaðarins og staðan kortlögð eins og hún er í dag. Það eru margir hagaðilar í virðiskeðjunni (t.d. hönnuðir, verktakar, eigendur) og allir verða að taka þátt til þess að hægt sé að færa byggingariðnaðinn úr línulegu- yfir í hringrásarhagkerfi. Helstu möguleikar á breytingum verða rýndir og hlutverk hvers hagaðila verður útskýrt. Byggingariðnaðurinn hefur lykil hlutverki að gegna í því að tryggja sjálfbærni komandi kynslóða.

Sigríður Ósk Bjarnadóttir

Lykilorð: hringrásarhagkerfi, loftslag, sjálfbærni

Upplýsingar
  • Málstofa hefst
    29/10, 2021 13:00
  • Málstofu lýkur
    29/10, 2021 14:45
Höfundar erinda
Dósent
Háskóli Íslands / University of Iceland
Dósent
Háskóli Íslands / University of Iceland
PhD
Háskóli Íslands / University of Iceland
Upplýsingar
  • Málstofa hefst
    29/10, 2021 13:00
  • Málstofu lýkur
    29/10, 2021 14:45