Afbrot og löggæsla

Málstofustjóri: Snorri Örn Árnason

Sjá ágrip erindanna hér fyrir neðan.

Efficiency at any cost? The human rights concerns related to the use of automated technology in policing

Digital technology has infiltrated every sphere of modern society and impacted both crime and policing. At the same time, there is a strong call for economic efficiency in the operational running of police, as in other democratically important institutions, while the police undertakes bigger and more complex tasks partly due to technological advancement in society. Tools like predictive policing, face recognition and other data-rich and automated tools can contribute to more efficiency in policing, but present major challenges to the protection of individual rights due to their invasive nature. Further, there is a risk such invasive measures can place a tear in the social fabric of open democratic societies like Iceland, as it introduces public surveillance on scale. Drawing on examples from European practice and case law from the European Court on Human Rights, the paper discusses lessons from deployment of automated solutions in police operations. It focuses on the human rights challenges posed by such deployment, with the aim of highlighting what considerations could contribute to a human rights focused deployment of automation in policing.

María Rún Bjarnadóttir

Lykilorð: human rights, policing, automation

„Nobody wants you here, you better go back to your fucking country“. Upplifun íbúa af pólskum uppruna af hatursglæpum og upprunatengdri mismunun

Pólverjar eru fjölmennasti hópur innflytjenda hérlendis eða rúmlega 5,5% landsmanna. Þó hagir íbúa af pólskum uppruna hérlendis hafi nokkuð verið rannsakaðir er enn lítið vitað um hvort íbúar af pólskum uppruna upplifa hatursglæpi á grundvelli uppruna. Til að varpa ljósi á upplifun þeirra var lögð fyrir spurningakönnun, á pólsku, sumarið 2021 þar sem innflytjendum af pólskum uppruna, 18 ára og eldri, var gefinn kostur á því að svara hvort þeir hefðu upplifað hatursglæpi, þ.m.t. haturstjáningu og/eða mismunun á grundvelli uppruna hérlendis. Horft var til ákvæða 233 gr. a og 180 gr. almennra hegningarlaga auk þess sem haturglæpur var skilgreindur sem verknaður sem brýtur í bága við almenn hegningarlög og ásetningur brotsins er neikvætt viðhorf til m.a. þjóðernis. 989 einstaklingar af pólskum uppruna svöruðu könnuninni sem stóð yfir í fjórar vikur. Í þessu erindi verða frumniðurstöður könnunarinnar kynntar sem sýna m.a. að tæp 60% svarenda höfðu upplifað haturstjáningu og 20% svarenda höfðu upplifað hatursglæp sem rekja mátti til pólsks uppruna þeirra. Flestir þolendur höfðu upplifað hatur og mismunun ítrekað. Þá höfðu mjög fáir leitað til lögreglu vegna þessa brota (tæp 13%), þrátt fyrir að um hegningarlagabrot væri um að ræða.

Eyrún Eyþórsdóttir og Eva María Ingvadóttir

Lykilorð: hatursglæpir, mismunun, pólskir innflytjendur

Afstaða Íslendinga til fíkniefnalöggjafarinnar og neysla á kannabis

Ísland hefur fylgt refsistefnu í fíkniefnamálum einsog önnur norræn ríki og flestar aðrar vestrænar þjóðir. Neysla á algengasta fíkniefninu, kannabis, hefur reglulega verið mæld hér á landi einkum meðal ungmenna. Í erindinu verður greint frá niðurstöðum nokkurra mælinga sem Félagsvísindastofnun HÍ hefur framkvæmt á síðustu árum í samvinnu við höfunda. Byggt er á þjóðmálakönnunum stofnunarinnar og stuðst við netpanel þátttakenda eldri en 18 ára af öllu landinu sem valdir voru með tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá. Spurt var um afstöðu til löggjafarinnar, einkum afnám refsinga fyrir vörslu á fíkniefnum til eigin nota og hvort lögleiða eigi kannabis. Einnig var spurt hvort auðvelt sé að nálgast fíkniefni eða ekki og hversu margir hafa prófað kannabisefni og hversu oft. Helstu niðurstöður eru að fleiri svarendur voru fylgjandi afnámi refsinga fyrir vörslu á fíkniefnum vorið 2021 en áður hefur mælst í sambærilegum mælingum. Meirihluti var andvígur lögleiðingu kannabisefna eins og áður. Meirihluti svarenda telur að ekki sé erfitt að nálgast fíkniefni á Íslandi. Rúmlega þriðjungur sagðist hafa prófað kannabis einhvern tíma á lífsleiðinni en um 5% á síðustu sex mánuðum fyrir mælinguna. Í erindinu verða niðurstöðurnar greindar eftir kyni og aldri og þróunin síðustu ár metin.

Helgi Gunnlaugsson og Jónas Orri Jónasson

Lykilorð: fíkniefni, afglæpun, neysla á kannabis

„þetta reddast“ Reflections on the transition from police academy to the University in Iceland and the United Kingdom

In 2003, following the publication of the Stephen Lawrence Inquiry Report (1999) and the airing of the BBC television documentary ‘The Secret Policeman’ which highlighted and exposed racism within the UK police service and police academies, the British Government closed all Police Academies in England and Wales. The initial training of police officers was transferred to public Universities or Colleges in 2006. Leicestershire Police entered into a partnership with De Montfort University, with the first cohort of police students enrolling in August 2006. In 2015 a similar decision, but for different reasons, was made by the Icelandic Government, and in August 2016, the first cohort of police students was enrolled at the University of Akureyri. One common factor links the transitions from Police Academies to University-level in the United Kingdom and Iceland. This being the minimal lead-in time provided to develop and deliver the new programmes. This was exacerbated by minimal guidance being provided by the Executive(s). Both programmes shared a number of common challenges and barriers to effective transition; some were practical whilst others are better understood in the context of cultural theory. This presentation will explore some of the common issues experienced by both Programmes and will take the form of personal reflections linked to the wider literature, stakeholder feedback and evaluation reports.

Andrew Paul Hill

Kynferðisleg áreitni á íslenskum vinnumarkaði

Erindið greinir frá viðamikilli rannsókn á kynferðislegri áreitni á íslenskum vinnumarkaði.  Ítarlegur spurningalisti var lagður fyrir  tilviljunarúrtak fólks á aldrinum 18 til 68 ára. Í úrtakinu eru bæði innflytjendur og fólk með íslenskan uppruna. Hingað til hafa flestar rannsóknir á kynferðislegri áreitni hérlendis notað hentugleikaúrtak og einblínt á einn ákveðinn vinnustað eða starfsvettvang og því er erfitt að draga af þeim almennar ályktanir um eðli og algengi kynferðislegrar áreitni. Í rannsókninni eru prófaðar tilgátur um tengsl milli stöðu á vinnumarkaði og reynslu af því að hafa orðið fyrir áreitni með beinni mælingu (þar sem spurt er „hefur þú orðið fyrir kynferðislegri áreitni“) og óbeinni mælingu (spurningar um reynslu af móðgandi og ógnandi kynferðislegri hegðun). Rannsóknin skoðar einnig hvort munur sé á neikvæðum afleiðingum af áreitni eftir því hvort viðkomandi skilgreinir sjálfa(n) sig sem þolanda eða ekki. Niðurstöður sýna meðal annars að nokkuð stór hópur fólks á íslenskum vinnumarkaði verður fyrir kynferðislegri áreitni í starfi sem hefur neikvæðar afleiðingar á líðan þeirra, afleiðingar sem eru óháðar því hvort fólk skilgreini sig sem þolanda.

Margrét Valdimarsdóttir 

Lykilorð: kynferðisleg áreitni, #metoo, íslenskur vinnumarkaður

Upplýsingar
  • Málstofa hefst
    29/10, 2021 15:00
  • Málstofu lýkur
    29/10, 2021 16:45
Höfundar erinda
MA/MS nemi
Háskólinn á Akureyri / University of Akureyri
Háskólinn á Akureyri / University of Akureyri
Aðjúnkt
Háskólinn á Akureyri / University of Akureyri
Dósent
Háskólinn á Akureyri / University of Akureyri
Sérfræðingur / Specialist
Háskóli Íslands / University of Iceland
Prófessor / Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Lektor / Assistant Professor
Háskólinn á Akureyri / University of Akureyri
Upplýsingar
  • Málstofa hefst
    29/10, 2021 15:00
  • Málstofu lýkur
    29/10, 2021 16:45