Þjóðarspegillinn-banner-rannsóknir

Rannsóknir í félagsvísindum

CENTRINNO – Nýsköpun og umbreyting í anda sjálfbærni og hringrásarhagkerfisins

Um rannsóknina

Verkefnið er alþjóðlegt samstarf þar sem nýsköpunar- , tækni- og hönnunarsmiðjur verða efldar til að mæta helstu umhverfisáskorunum samtímans og auka möguleikana á sjálfbærri framleiðslu og hringrásarhagkerfi. Hluti Íslands snýst um textíl en ull og textíll hafa skipt sköpum í sögu Íslendinga. Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi verður efld sem miðstöð þróunar og sköpunar í textíl og Háskóli Íslands rannsakar sögu og bakgrunn textíls, menningararf og handverksþekkingu, með áherslu á framlag og frumkvöðlastarfsemi kvenna. Sérstök áhersla er á ull og umhverfisvæna nýtingu hennar.

Markmið verkefnisins er að blása lífi í menningarsögulega mikilvæg atvinnusvæði í Evrópu og nýta fyrirliggjandi menningararf sem innblástur fyrir framtíð í anda hringrásarhagkerfis og sjálfbærni. Kynja- og jafnréttisvíddin í verkefninu hetfur það markmið að rýna kynjavíddina þegar kemur að sjálfbærni og hringrásarhagkerfi. Meðal annars er spurt hvernig textíllinn og handverkið geta tekið skrefið inn í framtíðina á umhverfisvænan og sjálfbæran hátt.

Textíll er fjórði stærsti umhverfisþáttur einstaklinga á eftir húsnæði, samgöngum og matvælum. Með hraðtískunni hefur framleiðsla á fötum stóraukist á sama tíma og þau enda sífellt hraðar í ruslinu. Það er mikilvægt samfélagslegt markmið að sporna við þeirri þróun og finna haldbærar lausnir til framtíða

Rannsóknarteymið

Þorgerður J. Einarsdóttir prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands og Laufey Axelsdóttir nýdoktor í kynjafræði við Háskóla Íslands. Textílmiðstöðin á Blönduósi, Elsa Arnardóttir forstöðumaður, Katharina Schneider verkefnisstjóri, Margrét Katrín Guttormsdóttir umsjónarmaður TextílLab.

Fjármögnun og samstarfsaðilar

Styrkveitandi er ERC Evrópska rannsóknaráðið, H2020 styrkur frá 2020 til 2024. 25 stofnanir, félög og háskólar í Mílanó, París, Kaupmannahöfn, Amsterdam, Genf, Tallinn, Zagreb og Blönduósi.

Thjodarspegill_stubbur 2 2021