Þjóðarspegillinn-banner-rannsóknir

Rannsóknir í félagsvísindum

DARE – Disability Advocacy Research in Europe

Um rannsóknina

DARE er viðamikið Evrópuverkefni sem hefur það markmið að mennta nýja kynslóð fræðafólks á sviði mannréttinda fatlaðs fólks. Alls taka 14 doktorsnemar þátt í verkefninu og stunda nám við háskólastofnanir í sjö Evrópulöndum.

Verkefnið er þverfræðilegt og samþættir fötlunarfræði, mannréttindalögfræði og fleiri fræðigreinar í rannsókn á stöðu og aðstæðum fatlaðs fólks í Evrópu með það markmið að vinna að félagslegu réttlæti fyrir þennan hóp. Jafnframt er markmiðið að setja fram tillögur um þróun og nýsköpun á sviði löggjafar, stefnumótunar og starfsemi sem stuðlað getur að auknum mannréttindum, sjálfstæðu lífi og aukinni samfélagsþátttöku fatlaðs fólk.

Rannsóknarteymið

Rannveig Traustadóttir prófessor í fötlunarfræðum leiðir verkefnið hér á landi. Tveir doktorsnemar innan verkefnisins stunda nám við Háskóla Íslands: Eliona Gjecaj, sem hefur unnið að rannsókn um ofbeldi gegn fötluðum konum og aðgengi þeirra að réttlæti og Megan Lee Smith, sem hefur beint sjónum að stefnumótun og framkvæmd varðandi barneignir, snemmómskoðanir og fósturgalla. 

Fjármögnun og samstarfsaðilar

Verkefnið er styrkt af Marie Curie áætlun Evrópusambandins sem er hluti af rannsóknar- og nýsköpunaráætlun þess Horizon 2020 

Thjodarspegill_stubbur 2 2021