Covid-19, tónlist, tækni og samfélag
Áhrif COVID-19 faraldursins á vinnuaðstæður starfsfólks íslenskra sveitarfélaga
Höfundar: Hjördís Sigursteinsdóttir
Ágrip:
Að vinna að heiman á meðan COVID-19 faraldurinn stóð yfir voru skilaboð sem stjórnvöld sendu til að stöðva útbreiðslu hans. Markmið þessarar þversniðsrannsóknar var að kanna starfsaðstæður starfsfólks íslenskra sveitarfélaga á tíma COVID-19 faraldursins. Netkönnun var framkvæmd í maí 2021 meðal starfsfólks 14 sveitarfélaga. Spurningalistinn var sendur í tölvupósti til 8.049 starfsmanna og eftir þrjár áminningar höfðu 4.980 svarað spurningalistanum að hluta eða öllu leyti (62% svarhlutfall). Niðurstöðurnar sýndu að 20% starfsfólksins skýrðu frá breytingum sem gerðar voru vegna COVID-19 og höfðu bein áhrif á starf þeirra. Helstu breytingarnar fólust í nýjum verkefnum innan sömu deildar og þau störfuðu áður í (43%) og aukið vinnuálag (37%). Þegar spurt var beint hvort að vinnuálag hefði aukist, minnkað eða verið það sama svöruðu 65% því til að vinnuálag hefði aukist, 3% að það hefði minnkað og 32% að vinnuálag væri það sama nú og áður. Um 59% starfsfólksins unnu heima að hluta til eða alfarið. Um 21% svöruðu því til að vegna eðli starfs þeirra þá gætu þeir ekki unnið starfið heima þó að faraldur eins og COVID-19 ætti sér stað. Þetta voru aðallega leikskólakennarar og starfsfólk sem vann í umönnunarstörfum á dvalarheimilum fyrir aldraða eða sambýlum fyrir fólk með geðræn vandamál og fólk með fötlun. COVID-19 faraldurinn leiddi til aukins vinnuálags fyrir marga og því er mikilvægt fyrir stjórnendur og þá sem bera ábyrgð á heilsu og vellíðan á vinnustað að íhuga vandlega hvernig bregðast skuli við þar sem aukið vinnuálag getur, til lengri tíma litið, haft skaðlegar afleiðingar fyrir starfsfólk.
Efnisorð: COVID-19, vinnuaðstæður, vinnuálag
Hvaða áhrif höfðu hömlur vegna Covid-19 á félagslegan stuðning á vinnustöðum grunnskólakennara á Íslandi?
Höfundar: Fjóla Karlsdóttir, Hjördís Sigursteinsdóttir
Ágrip:
Áhrifa Covid-19 gætir víða í íslensku samfélagi og kannski ekki síst í skólasamfélaginu. Kennurum í grunnskólum var skipt upp í svæði og var lítill sem enginn samgangur á milli svæða stóran hluta þess tíma sem Covid-19 faraldurinn geysaði í íslensku samfélagi. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort að félagslegur stuðningur á vinnustöðum grunnskólakennara hafi breyst á umræddum tíma og hvernig hann birtist grunnskólakennurum á þessum erfiðu tímum. Tekin voru 6 rýnihópaviðtöl við grunnskólakennara á vordögum 2022. Helstu niðurstöður sýna að grunnskólakennarar upplifðu meiri félagslegan stuðning í faraldrinum sem og meiri samheldni sín á milli og sterk vináttubönd mynduðust milli grunnskólakennara sem unnu á sama svæði. Pirringur og nöldur minnkaði umtalsvert og kennarar sem voru saman á deildum studdu hvorn annan bæði í starfi og í einkalífi meira en áður, jafnvel þó að það þýddi meira álag á þá sjálfa varðandi vinnuskyldu á vinnustað. Draga má þann lærdóm af þessari rannsókn að á erfiðum tímum þegar þjóðin og vinnustaðir standa frammi fyrir erfiðu og áður óþekktu verkefni standa grunnskólakennara saman, styðja hvern annan, bæði vinnulega og tilfinningalega og finna lausnir til að takast á við ógn eins og COVID-19 faraldurinn.
Efnisorð: COVID-19, félagslegur stuðningur, grunnskólakennarar
„Feitir bólkar á palli“: Samanburður á tónlistarsamfélögum Íslands og Færeyja
Höfundar: Arnar Eggert Thoroddsen
Ágrip:
Erindið byggist á rannsóknum höfundar á dægurtónlistarsamfélögum Íslands og Færeyja sem ná yfir tæplega tvo áratugi. Rannsóknirnar hafa verið framkvæmdar í gegnum doktorsritgerðaskrif, þátttökurannsóknir og greinaskrif af ýmsum toga. Meginfræðin sem liggja að baki þessu erindi eru í formi doktorsritgerð höfundar, Dægurtónlist við ysta haf: Ísland og þorpsheilkennið (2019), sem var skrifuð við Edinborgarháskóla undir leiðsögn Simon Frith og svo MA ritgerð kanadíska fræðingsins Joshua Green sem fjallaði um tónlistarsamfélög í Færeyjum. Um samanburðarrannsókn er að ræða, þar sem sameiginleg einkenni samfélaganna eru dregin fram um leið og munurinn á þeim er settur undir mæliker. Aðferðir makró-kenninga innan félagsfræða eru nýttar, til að sjá hvernig stofnanir eins og útvarp, tónlistarhátíðir og útflutningsskrifstofur styðja við virkni þessara tveggja landa í tónlistarlegu tilliti. Mikilvægur þáttur í rannsókninni er einnig staða landanna á heimsvísu, þar sem eitt er sjálfstætt en hitt ekki, og nýlendufræði og -hyggja vomir því óneitanlega yfir líka ásamt spurningum um þjóðarímynd. Veruleiki þessara landa sem örþjóða markar þeim líka ákveðinn stað í tengslum við hin Norðurlöndin, eitthvað sem þarf að taka tillit til einnig. Aukinn skilningur á vélavirki þessara landa í tónlistarlegu tilliti stuðlar eðlilega að bættu tónlistarumhverfi sem síðan styður við aukna lýðheilsu á endanum. Til að gera þetta rannsóknarsnið öflugra þyrfti líka að bæta þriðja landinu, Grænlandi, við og endar erindið á vangaveltum um hvernig best væri að bera sig að hvað það varðar. Öflug samanburðarrannsókn á þessu þrennu væri í góðum takti við áherslu Vestnorræna ráðsins t.a.m.
Efnisorð: Félagsfræði, Tónlist, Ísland, Færeyjar
Social Magic A theoretical application
Höfundar: Viðar Halldórsson
Ágrip:
Social magic is a distinctive and enriching experience derived from social interaction. The experiences of social magic are essential for our overall well-being and our collective perceptions of imagined communities. Social magic thus establishes relationships, creates social capital and builds communities for the greater good of community and individuals. However, social magic is under threat, as one of the unintended consequences of modernity is the decadence of social magic. The decadence of social magic thus marks a critical, but I believe a realistic, vision of our loss of place and community, as well as of human agency, and human fulfillment, in a post-modern society. This paper thus highlights the importance of human-to-human relationships in a world which is hastily turning more towards human-to-object relationships – that is, relationships between a human and a machine. This process of human-to-object relationships, which has accelerated and intensified due to the Covid pandemic, is transforming Western societies to unprecedented levels on technological terms. This paper provides a theoretical application of the concept of social magic and sets out to define the nature of social magic, its relevance for individuals and society, and its recent decadence.
Efnisorð: Social magic, place, community, well-being, humanity, rationalization, technologization, consumerization, post-Covid society
Cyborg Biopower: Smart Devices in Iceland
Höfundar: Marcello Milanezi
Ágrip:
The present research uses data elicited from interviews conducted in Iceland, to paint a picture of the relationship between the individual and their smart devices. It draws from postmodern philosophers such as Jean Baudrillard, Michel Foucault, Donna Haraway, Félix Guattari and Gilles Deleuze, as well as from sociologist Nick Couldry and social psychologist Shoshana Zuboff, to understand how such relationship builds a system of ubiquitous surveillance, behavior nudges and the construction of simulacra. Posthumanism also instructs the paper, by means of Rosi Braidotti and Francesca Ferrando’s wisdom in the relationship between user and 4th Industrial Revolution technology. Furthermore, it explores the often-paradoxical dynamic by which awareness of surveillance doesn’t keep the user away from the desire to engage with their gadgets: in short, desire seems to produce the data that flows to digital platforms, and the promise of rhizomic connection reveals itself to be another method to categorize/colonize the (cybernetic) body. The methodology of situational analysis is applied, in which the situational map includes human agency, smart-technology, capitalism and COVID-19. The collected interviews indicate different uses of smart technology, as well as awareness about surveillance; nonetheless, it seems that awareness is not enough to steady the tide of the rolling digital sea that drowns the cybernetic body.
Efnisorð: Digital colonialism, Postmodernism, Simulacra, Biopower, Autonomy, Sociology, Rhizome, Posthumanism