Fjölbreytileiki, ójöfnuður og heimsmarkmiðin
Tilfinningaleg áhrif á trúariðkun og trúarlega orðræðu
Höfundar: Kristján Þór Sigurðsson
Ágrip:
Ég fjalla um tilfinningalegar hliðar trúarathafna sem ég upplifði í vettvangsvinnu minni meðal múslíma á Íslandi, sem og neikvæð tilfinningaleg áhrif fordóma gegn múslímum á þá. Rannsóknin byggir á etnógrafískri vettvangsvinnu og viðtölum. Ég mun fjalla um þessa þætti út frá kenningum um „affect“, eða hrifkenningum, og tilfinningaleg áhrif á sjálfan mig og aðra þátttakendur. Meðal múslíma eru sterkar tilfinningar í garð spámannsins (en ekki átrúnaður) og Kóransins, sem kom m.a. í ljós í Múhameðsteikningamálinu svokallaða. Trúarathafnir múslíma eru mjög tilfinningabundnar, þótt svo þær séu einnig mjög staðlaðar. Líkamning bænaathafna múslíma er mikilvæg þar sem líkami, andi og tilfinningar skarast á áhrifamikinn hátt. Því sem lýst hefur verið hér eru jákvæðar hliðar trúariðkunar og hugmynda trúaðra múslíma. Önnur tilfinningaleg áhrif sem tengjast fordómum og and-múslímskum viðhorfum eru neikvæðar og hafa slæm áhrif á daglegt líf múslíma og líðan. Þessa fordóma má skilgreina sem kerfisbundið ofbeldi þar sem eðlilegir og margbreytilegir sjálfumleikar múslíma eru smættaðir og þeir settir undir einfaldar og neikvæðar staðalmyndir, sem hafa lítið sem ekkert að gera með líf þeirra og veru. Með þessu er þeim að vissu leyti neitað um eðlilega mennsku, sem felur í sér flókna og breytilega sjálfumleika. Einnig er mikilvægt að skoða tilfinningaleg áhrif þeirrar neikvæðu og hatursfullu orðræðu sem íslamófóbía, og annar rasismi, felur í sér. Þetta erindi leiðir í ljós að tilfinningaleg áhrif eru mikilvæg þegar kemur að trúariðkunum og orðræðu um trúmál og trúarhópa.
Efnisorð: Trúariðkun, trúarleg orðræða, tilfinningahrif
„Samkvæmt eðli sínu stendur konan milli mannsins og barnsins.“ Barngering kvenna á 20. öld
Höfundar: Ingólfur Gíslason
Ágrip:
Í þessari rannsókn er sjónum beint að því hvernig konur hafa verið barngerðar í fræðiritum og fjöldamenningu á 20. öld. Hugtakið vísar til þess þegar fullorðnar konur eru með beinum og óbeinum hætti settar í sömu stöðu og börn, viðkvæmar, óöruggar og undirgefnar og í þörf fyrir leiðsögn karla. Stuðst er við hugmyndir Erving Goffman um birtingarmyndir kvenna í auglýsingum og kenningar Michel Foucault um orðræðu. Goffman benti á þá ríku tilhneigingu auglýsinga að birta konur með svipuðum hætti og börn, ósjálfstæðar og þolendur meðan karlar birtast sem gerendur. Í kenningum Foucault er bent á hvernig svipuð orðræða innan mismunandi (og ólíkra) sviða getur orðið að sjálfgefnum sannindum í viðkomandi samfélagi. Gögn rannsóknarinnar eru fyrst og fremst fræðirit fyrir almenning sem út komu á íslensku á 20. öld, kvikmyndir og auglýsingar. Fyrstu niðurstöður benda til að barngering kvenna hafi verið nokkuð viðurkenndur þáttur íslenskrar menningar stóran hluta 20. aldar og lítið sem ekkert andæft. Hins vegar hafi dregið hratt úr því á síðustu áratugum aldarinnar samhliða breytingum á samfélagslegri stöðu kvenna.
Efnisorð: Barngering, Konur, Orðræða
The Queer Futures of Young Gay Men in Indonesia: Spatial Material Arrangements, Social Relationships, and Queer Optimisms
Höfundar: Mohammad Naeimi, Jón Ingvar Kjaran
Ágrip:
Drawing on the results of a survey and in-depth interviews with gay identifying Indonesian young men, this paper examines what ‘queer futures’ can and might mean for young gay men living in Indonesia after the heightened anti-LGBT sentiment in 2016. We examine three interrelated aspects that influence young gay men in envisioning their futures, such as 1) spatial and material arrangements; 2) social relationships with families, and other important institutions/ actors (i.e. work colleagues, neighbors, queer communities, friends etc.); 3) affective dispositions arising from their connections with the aforementioned spatial, material, and social arrangements. Primarily drawing on Sara Ahmed’s queer phenomenology, Jose Esteban Munoz’s queer utopia, Lauren Berlant’s analysis of optimism, and Eva Illouz of happiness and love, along with other forms of queer and affect theory, we complicate the binary construction of the empowered vis-a-vis the oppressed by examining the situated agencies of these young gay men that emerge through and within the particular spatial-material-and social arrangements. Equally important, we also aim to explore various forms of ‘affirmative optimisms’ arising from the entanglements between the participants and those spatial-material-social arrangements, which subsequently enable them to envision the particular forms of ‘queer futures´.
Efnisorð: identity, agency, queer futures
“For some reason she just wasn’t able to have an abortion”: Pronatalism, anti-abortion rhetoric and the taboo of regret.
Höfundar: Margaret Johnson, Gyða Margrét Pétursdóttir
Ágrip:
Abortion laws play an integral role in the freedom to make reproductive choices. Yet, even in countries with high levels of gender equality and liberal abortion laws such as Iceland, women feel constrained, influenced by socio-political rhetoric and pro-natalist discourses. This paper focuses on reproductive choice and regret. Drawing from in-depth interviews taken with 35 people in Iceland who have the capacity to bear children, discourse analysis is employed to explore the dichotomy between choosing to remain childfree and regretting motherhood. Access to safe abortion allows women more reproductive freedom, however deeply entrenched pro-natalist and anti-abortion attitudes undermine subjective decision making. Although women who are childfree by choice do not regret their choice, they prefer to remain silent about their abortions to avoid judgement, while those who report regretting motherhood express that for various reasons, they could not end their pregnancies. We argue that conflicting socio-political discourses about abortion and regret create a two-pronged taboo. On the one hand in choosing to have an abortion to remain childfree (my body, my choice), and on the other hand in choosing to become a mother and regretting the choice.
Efnisorð: Anti-abortion rhetoric, childfree choice, regretting motherhood, pronatalism
The Becoming of the Sustainable Development Goals
Höfundar: Jónína Einarsdóttir, Guðrún Helga Jóhannsdóttir
Ágrip:
United Nations launched and guided the post-2015 development agenda to identify new global policy replacing the Millennium Development Goals (MDGs). The complex and multifaceted processes that resulted in the Sustainable Development Goals (SDGs) were informed by The Paris Declaration and recognised failures of the MDGs. This presentation aims to examine the principles applied in formulating the post-2015 development agenda focusing on the national consultations in Senegal. It focuses on donor-recipient power relations, the MDG’s lessons, and how they informed the post-2015 development agenda. Data were collected during 13 months of fieldwork in Senegal and New York from 2011 to 2013. Methods used interviews with development professionals belonging to the international community in Senegal and New York. The presentation concludes that the post-2015 development agenda was a product of global governance through best practices, with the UN steering the process toward its desired outcome. The agenda, concerned with procedures rather than content, legitimised the complex processes with two interlinked best practice arguments. The first argument is rooted in development cooperation and the first principle of the Paris Declaration. The second argument, learning from experience, aimed to avoid reproducing the failures of the MDGs. It calls for improvements in global policymaking through learning from past experiences and questions the globally induced urge for new beginnings. It argues for an increased emphasis on implementation rather than the perpetual formulation of new policies, new beginnings that often bring about already known results.
Efnisorð: Global governance, best practice, national consultations, Senegal