Samfélagsmiðlar og unglingar: aðferðafræðilegar og siðferðislegar áskoranir
A review of research methods with children and adolescents: challenges and lessons learned
Höfundar: Eva Jörgensen, Donna Koller, et.al.
Ágrip:
Children and adolescents worldwide have been majorly impacted by the COVID-19 pandemic. During the initial months of the pandemic, knowledge was needed to gain insights into the effects government interventions have had on this group, which mobilised rapid social and health research enquiries. However, compliance with regulations and guidelines about safety required new approaches to recruitment and engagement of participants, which inevitably led to increased reliance on online platforms such as social media. As a result, new challenges and questions regarding safeguarding research ethics and youth rights as research participants arose and still require resolution. This presentation builds on a recently published literature review carried out by a team of children’s health and rights professionals on research conducted in the initial months of the pandemic. We assessed the methods employed, how youth groups could access participation, how their voices were heard, and which voices were left out. Furthermore, we examined how children’s rights and research ethics were upheld during a challenging time in research by applying a rights-based framework and an ethical lens. The overarching reliance on online platforms and social media created an equity gap in accessing the experiences of children and adolescents from disadvantaged settings. The results further highlight the importance of including them in the research process to ensure the outreach and inclusion of various groups and voices.
Efnisorð: research methods, COVID-19, youth
Prívat og persónulegt fyrir allra augum – kvíðafull kynjuð notkun samfélagsmiðla ungmenna
Höfundar: Þórður Kristinsson
Ágrip:
Nokkrar umræður hafa verið um áhrif samfélagsmiðlanotkunar á velferð barna á Íslandi og m.a. bent á að kvíði meðal stúlkna sem nota mikið samfélagsmiðla hafi stóraukist síðustu ár og að stafræn tækni auki á einangrun og einmanaleika drengja. Þá hefur einnig verið töluverð umfjöllun um það hvernig breytt umhverfi geri börn berskjölduð fyrir skaðlegum áhrifum til dæmis kláms og ofbeldis. Í þessu sambandi hefur verið talað um kynlífs- og jafnvel klámvæðingu. Í erindinu er fjallað um áhrif samfélagsmiðla á líðan og sjálfsmynd unglinga sem tóku þátt í eigindlegri rannsókn á samfélagsmiðlanotkun unglinga þar sem stuðst var við vinahópa-viðtöl, sögulokaaðferð og netnógrafíu. Þarna eru dregnar fram orðræður um líðan unglinganna og hvernig samfélagsmiðlar virka sem vettvangur tilfinninga. Þá verður einnig komið inn á þær áskoranir sem komu upp í rannsóknarferlinu og reynt að svara spurningum um hvernig sé hægt að tryggja persónuvernd, upplýst samþykki, trúnað og virka þátttöku í rannsókn með unglingum á sama tíma og lög um persónuvernd taka breytingum og heimsfaraldur skellur á. Samfélagsmiðlar í dag vekja töluverðan kvíða hjá lang flestum þátttakendum í rannsókninni en veitir sumum þeirra vettvang til þess að opna á sársaukafullar tilfinningar. Tilfinningalíf unglinga á netinu reynist vera mjög kynjað, ekki síður en hugmyndir um lífstíl, útlit og árangur.
Efnisorð: Samfélagsmiðlar, Unglingar, Tilfinningar, Eigindlegar
Aukin vanlíðan sem tengist netnotkun unglinga
Höfundar: Kristján Ketill Stefánsson
Ágrip:
Málum hjá bráðateymi Barna- og unglingageðdeildar (BUGL) fjölgaði um 25% á árunum 2019 – 2021 og eru flest málanna tilkomin vegna alvarlegrar sjálfsskaða- eða sjálfsvígshættu. Erlendar yfirlitsrannsóknir hafa sýnt fram á sterk tengsl milli eineltis og geðrænna vandamála s.s. þunglyndis, kvíða, og sjálfsskaðahugsana. Tilgangur rannsóknarinnar var skoða hvort greina mætti aukningu á vanlíðan sem tengist netnotkun unglinga á undanförnum árum í ljósi aukins málafjölda hjá BUGL og aukinnar netnotkunar ungs fólks. Vanlíðan sem tengist netnotkun má túlka sem eina af birtingarmyndum neteineltis. Rannsóknin er eftirvinnsla (e. post-analysis) á gögnum úr Skólapúlsinum sem nýtt hafa verið til innra mats í á annað hundrað grunnskólum á síðustu árum. Mikill meirihluti nemenda í 6. – 10. bekk (um 15 þús. nemendur árlega) hafa svarað könnuninni. Hlutfall þeirra nemenda sem sagðist hafa liðið mjög illa yfir því sem jafningjar þess sögðu um þau eða við þau á netinu síðastliðna 30 daga jókst úr 11% skólaárið 2011-12 og í 24% skólaárið 2021-22. Aukning á neteinelti samhliða auknum geðræðnum vandamálum ungs fólks gefa til kynna að netnotkun sé viðfangsefni sem vert er að taka til sérstakrar skoðunar m.t.t. geðrænna vandamála. Fjallað verður um niðurstöðurnar í tengslum við erlendar rannsóknir sem tengja dalandi andlega líðan unglinga við aukna nýmiðlanotkun (e. new media use).
Efnisorð: Einelti, Samfélagsmiðlar, Líðan, Unglingar
Langir og leiðinlegir kvarðar í spurningalistum fyrir unglinga
Höfundar: Ársæll Arnarsson
Ágrip:
Inngangur: Þegar þátttakendur svara fjölatriða kvörðum í spurningalista, kemur það oft fyrir að þeir merkja við sama svarmöguleikann fyrir öll atriði (straightlining). Það hefur verið talið merki um að listinn sé of langur eða kvarðarnir illa hannaðir. Markmið: Að skoða skort á breytileika í svörum á tveimur kvörðum – Sense of Unity Scale (SUS) og styttri útgáfu Warwick‐Edinburgh Mental Well‐being Scale (SWEMWBS). Aðferð: Notuð voru gögn úr fyrirlögn HBSC-rannsóknarinnar (Health Behaviour in School‐children study) meðal 15 ára unglinga á Norðurlöndunum veturinn 2017–2018. Niðurstöður: Hlutfall þátttakenda sem svaraði SUS alltaf með sama svarmöguleika var 22,8% (frá 5,8% meðal sænskra stúlkna til 46,4% meða finnskra stráka). Sambærilegt hlutfall í svörum á SWEMWBS var 18,4% (frá 5,2% meðal norskra stúlkna til 46,0% meðal finnskra stráka). Fylgni var milli kvarðanna tveggja að þessu leyti. Þeir þáttakendur sem völdu alltaf sama möguleikann fyrir kvarða, komu yfirleitt betur út á öðrum þáttum rannsóknarinnar. Ályktun: Þó skortur á breytileika í svörum á kvörðum hafi í för með sér ýmiskonar aðferðafræðilegar afleiðingar er ekki þar með sagt að svörin geti ekki talist gild.
Efnisorð: Unglingar, Spurningalistar, Aðferðafræði