Upplýsingafræði í almannahag: Þekking til framtíðar
Upplýsingahegðun eldri borgara – Hindranir sem fólk 60 ára og eldra mætir í tengslum við upplýsingar um heilsusamlegan lífsstíl
Höfundar: Ágústa Pálsdóttir
Ágrip:
Í erindinu verður sagt frá könnun sem fjallar um upplýsingahegðun eldri borgara varðandi heilsuupplýsingar þar sem áhersla verður lögð á þann þátt upplýsingahegðunar sem lýtur að upplýsingalæsi. Markmiðið rannsóknarinnar var að skoða hindranir sem fólk 60 ára og eldra upplifir í tengslum við öflun og miðlun upplýsinga um heilsusamlegan lífsstil. Leitað verður svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum: 1) Hvaða hindranir upplifa einstaklingar sem eru 60 ára og eldri í tengslum við heilsuupplýsingar? 2) Hvernig tengjast hindranir menntun, aldri og kyni þátttakenda? Notaðar voru megindlegar aðferðir og var gagna aflað frá 1.800 manna tilviljunarúrtaki fólks 18 ára og eldri í janúar 2019. Svarhlutfall var 42% en alls tóku 165 manns 60 ára og eldri þátt. Rannsóknin gefur til kynna að þessi hópur fólks upplifi hindranir í tengslum við heilsuupplýsingar. Kynntar verða niðurstöður þar sem rýnt verður í mun eftir bakgrunni þátttakenda: 1) aldri þar sem skipt var í tvo hópa, 60 til 67 ára og 68 ára eða eldri; 2) menntun þar sem skoðað var munur á fólki með grunnskólamenntun, framhaldsskólamenntun og háskólamenntuðum; 3) og kyni þátttakenda.
Efnisorð: Upplýsingahegðun, Upplýsingalæsi, Eldri borgarar, Heilsuupplýsingar
Digital Information Environments and Implications for Learning
Höfundar: Natalie Riley
Ágrip:
Digital technology has the potential to revolutionize the education system we have grown accustomed to. With new advances in emerging technologies like virtual and augmented reality, it is now possible to immerse oneself in digital experiences which rival the real world and allow for new depth of exploration. As today’s youth spend more time in these digital information environments, we must determine age-appropriate use guidelines in order to mitigate the risks and increase the opportunities for positive learning outcomes. This presentation summarizes recent digital advances and introduces the study of Information Behavior and Learning Outcomes of Youth in Digital Environments. The aim of this study is to capture information in order to understand how digital information environments are used by youth today; perceive how youth, caregivers and educators feel about current digital information environment usage; and test how digital information environment design and usage can increase positive learning outcomes of youth.
Efnisorð: Virtual Reality, Technology, Education
Bókasöfn í litlum samfélögum – tímaskekkja og óþarfa kostnaður?
Höfundar: Alda Hrannardóttir, Ágústa Pálsdóttir
Ágrip:
Bókasöfn sem hluti af sjálfbærum samfélögum í dreifbýli eru til skoðunar í þeirri rannsókn sem sagt verður frá. Fyrsti hluti hennar fjallar um rekstur almenningsbókasafna í dreifbýli, sem er eitt af lögbundnum verkefnum hvers sveitarfélags en afar misjafnt er hvernig staðið er að þeim rekstri. Rannsókninni er ætlað að varpa ljósi á sýn sveitarstjóra á bókasöfn sem eitt ef lögbundnu verkefnunum, hvernig starfsfólk bókasafnanna upplifir starfið og stuðninginn við söfnin og framtíðarsýn beggja aðila. Markmið rannsóknarinnar er að leiða í ljós viðhorf stjórnenda lítilla sveitarfélaga gagnvart rekstri bókasafna og upplifun starfsfólks á bókasöfnunm, henni er ætlað að vera innlegg í umræðu um sjálfbærni samfélaga í dreifbýli og byggðaþróun á Íslandi. Rannsóknarspurningin er ,,Hafa bókasöfn hlutverki að gegna í sjálfbærum samfélögum í dreifbýli?“. Í fyrsta hluta eru tekin viðtöl við sveitarstjóra og starfsfólk bókasafna í öllum sveitarfélögum á Vestfjörðum, níu talsins. Ljósmyndir eru teknar samkvæmt handriti á bókasöfnunum og greindar. Þar að auki eru opinberar stefnumótanir og áætlanir sem tengjast viðkomandi sveitarfélögum og starfsemi bókasafna til skoðunar. Rannsóknin stendur ennþá yfir en greining þeirra viðtala sem þegar liggja fyrir gefur til kynna að ef ekki væri um lögbundna starfsemi að ræða myndi nokkur fjöldi lítilla sveitarfélaga leggja starfsemi bókasafnanna niður. Einnig kemur fram að sameining sveitarfélega hefur í sumum tilfellum haft slæm áhrif á starfsemi bókasafna í smæstu byggðakjörnum sameinaðs sveitarfélags. Afar misjafnt er hvernig staðið er að rekstri bókasafna á landinu. Fyrirhugað er að kanna aðstæður í nyrstu héruðum Skotlands til samanburðar.
Efnisorð: Almenningsbókasöfn, Sjálfbærni samfélaga, Byggðaþróun
Staða íslenskra fræðitímarita varðandi opinn aðgang árið 2022
Höfundar: Sigurbjörg Jóhannesdóttir
Ágrip:
Lýsing: Íslensk fræðitímarit eru um fimmtíu. Skoðað er hvort þau séu að birta greinar í opnum aðgangi og starfi eftir hugmyndafræði opinna vísinda eða ekki. Markmið: Að vita hvort að íslensk tímarit styðji við útgáfu fræðimanna í opnum aðgangi, hvort þau séu skráð í alþjóðlega gagnagrunna og hvaða samfélagsmiðla þau nýta. Aðferð: Íslensk fræðitímarit eru flokkuð út frá greiningu á afnotaleyfum, birtingarreglum, fræðasviðum og skráningum í alþjóðlega gagnagrunna. Skoðað hvaða kerfi eru notuð fyrir stafrænar útgáfur þeirra og hversu leitarvæn þau eru. Greint hvort þau nýti sér ORCID auðkenni höfunda og DOI númerakerfið, ásamt því hvaða tungumál þau birta efni á og hvort að efni þeirra sé varðveitt í opinberum varðveislusöfnum. Safnað gögnum frá ritnefndum í gegnum tölvupósta og spurningalista. Niðurstöður: Flest íslensk tímarit eru hefðbundin áskriftartímarit og send áskrifendum í prentuðu formi. Þau tímarit sem eru gefin út stafræn eru ýmist í ókeypis eða opnum aðgangi. Flest nýta sér kerfið Open Journal System. Skráningar í alþjóðlega gagnagrunna eru fáar og lítið hlutfall tímaritanna sem nýtir sér DOI númerakerfið. Ályktun: Stærsti hluti tímaritinna birtir efnið á íslensku. Tímarit tengd heilbrigðisvísindum varðveita greinarnar í Hirslu, varðveislusafni Landspítalans, eitt tímarit birtir í Opinvisindi.is og flest eru skönnuð inn og birt á Timarit.is eftir birtingartöf. Aukning hefur orðið á tímaritum sem birta greinar á Internetinu í Open Journal System og nota afnotaleyfi frá Creative Commons. Auka þarf skráningar í alþjóðlega gagnagrunna og notkun á bæði ORCID og DOI auðkenningarkerfunum.
Efnisorð: opinn aðgangur, tímarit, útgáfa