Börn og ungt fólk

 


Þátttaka barna í ákvörðunum um sérstakan stuðning innan grunnskóla

Höfundar: Hervör Alma Árnadóttir, Sigrún Harðardótti

Ágrip:

Innan menntakerfis hefur á síðustu árum verið lögð áhersla á réttindi barna og þátttöku þeirra í málefnum sem þau varða. Niðurstöður rannsókna hafa bent til að almennt sé þátttaka barna að aukast en sá hópur barna sem þarf á sérstökum stuðningi að halda sé enn fremur ósýnilegur og vinna þurfi markvisst að því að auka aðkomu þess hóps að eigin málefnum. Markmið þessara rannsókna var að kanna hvort réttindi barna sem þurfa sérstakan stuðning innan skólakerfisins séu virt. Því var spurt hvort reynsla barna sem njóta sérstaks stuðnings beri merki þess að réttindi þeirra um þátttöku í ákvörðunum sé virt við gerð stuðningsáætlana? Gagna var aflað með hálfstöðluðum einstaklings – og rýnihópaviðtölum við 29 börn á aldrinum 9-15 ára. Gögnin voru þemagreind. Við greiningu ganga var stuðst við líkan L. Lundy um þátttöku þar sem horft er til fjögurra þátta sem eru: rými, rödd, hlustun og áhrif. Fyrstu niðurstöður benda til þess að leggja þurfi aukna áherslu á að fræða börn um rétt þeirra til þátttöku í málefnum um eigið líf. Upplifun barnanna var að ekki hafi verið beitt sérstökum aðferðum til að virkja þau til þátttöku sem leiddi til þess að þau töldu sig lítinn þátt hafa átt í því að vinna að áætlun um stuðning við nám. Það má draga þá ályktun af þessum niðurstöðum að auka þurfi meðvitund fagmanna og barna um réttindi allra barna til virkrar þátttöku í ákvörðunum í eigin lífi og auka færni fagmanna að beita viðeigandi aðferðum til þess að auka þátttöku barna.

Efnisorð: Börn, þátttaka, menntakerfi


Úttekt á notagildi Málavogar: málafjöldi og álag á starfsfólk í barnavernd.

Höfundar: Kjartan Ólafsson, Halldór Sigurður Guðmundsson

Ágrip:

Barnaverndarmálum á Íslandi hefur farið fjölgandi um langt árabil og að sama skapi hafa aukist þau verkefni sem starfsfólk barnaverndar sinnir. Samhliða fjölgun mála eru viðvarandi áhyggjur af vinnuálagi hjá starfsfólki sem sinnir barnaverndarmálum. Slíkar áhyggjur koma meðal annars fram í ársskýrslu Barnaverndarstofu fyrir árin 2004-5 þar sem bent er á að stöðugildum starfsfólks í barnavernd hafi ekki fjölgað í takt við fjölgun barnaverndarmála. Málavog er matstæki til að meta vinnuálag í barnavernd og var þróað í Gautaborg í Svíþjóð og aðlöguð til notkunar á Íslandi af Barnaverndarstofu. Málavogin var fyrst prófuð og innleidd á árinu 2016 og verið í notkun síðan. Í framkvæmdaáætlun í barnavernd til ársins 2022 er fjallað um bætt verklag í barnavernd, og er gert ráð fyrir að hluti þess sé sérstök úttekt á Málavoginni hvað varðar áreiðanleika, uppbyggingu og notkunarmöguleika. Í úttektinni var unnið með heimildir og fyrirliggjandi gögn, viðhorf og reynslu 17 einstaklinga úr hópi starfsfólks og stjórnenda frá sex barnaverndarumdæmum og einnig svör úr könnun sem lögð var fyrir barnaverndarstarfsmenn. Niðurstöður úttektarinnar benda til að bæta þurfi samræmi í fyrirlögn og úrvinnslu og efla fræðslu til starfsmanna og stjórnenda. Þá þurfi að endurmeta viðmið um ásættanlegan fjölda mála á hvern starfsmann, setja fram leiðbeiningar um viðbrögð við álagsmælingum og skoða valkosti rafrænnar rauntímaskráningar á álagi og málafjölda í barnavernd.

Efnisorð: Málavog, barnavernd, matstæki, gagnreynt vinnulag


Lífsréttindi og hefðbundin réttindi barna: Börn sem velja að flytja í Ghana

Höfundar: Þóra Björnsdóttir

Ágrip:

Sáttmálar sem snúa að réttindum barna svo sem Barnasáttmáli Sameinðu þjóðanna og Afríski Barnasáttmálinn gera ráð fyrir að börn hafi rétt á þátttöku og að taka ákvarðanir um málefni sem varða líf þeirra. Þegar hefðbundin réttindi fullnægja ekki þörfum barna skilgreina þau gjarnan sjálf réttindi sem nefnd hafa verið lífsréttindi (e. living rights). Markmið erindis er að varpa ljósi á aðstæður barna sem velja að flytja án fylgdar foreldris eða forráðamanns í Ghana. Áhersla er lögð á raddir þeirra og atbeini og hvernig þau skilja réttindi sín. Niðurstöður eru byggðar á vettvangsrannsókn í Ghana í samtals 14,5 mánuði á árunum 2013-2017. Gögnum var aflað með eigindlegri aðferðafræði og barnvænni nálgun. Þátttakendur voru einstaklingar sem höfðu flutt fyrir átján ára aldur án fylgdar foreldris eða forráðamanns frá Norð-Austur héraði Ghana til höfuðborgarinnar Accra. Lokaákvörðunin barnanna um að flytja átti sé oft langan aðdraganda en ákveðnir atburðir eða aðstæður leiddu til þess að henni var hrint í framkvæmd. Þau töldu að börn ættu ekki að búa við aðstæður þar sem þau þyrftu að taka slíka ákvörðun en voru sammála um að börn eins og þau ættu að hafa rétt á því að til að bæta lífsskilyrði sín. Þau skilgreindu rétt sinn, það er lífsréttindi sín, til að flytja og að vera í höfðuðborginni. Slík réttindi taka mið af raunverulegum aðstæðum barna og geta stangast á við hefðbundin réttindi sem leggja áherslu á vernd. Rannsóknin kallar eftir að taka raddir barna sem velja að flytja án samfylgdar foreldris eða forráðamanns alvarlega.

Efnisorð: Hefðbundin réttindi, Lífsréttindi, Börn, Flutningur barna, Ghana


The effect on health care utilisation by the transition into adult health care – the case of cerebral palsy

Höfundar: Johan Jarl, Darina Steskal

Ágrip:

A challenge shared virtually globally is the transition from the well-organised paediatric healthcare to adult healthcare for individuals with childhood onset medical conditions. There is a concern that the transition leads to suboptimal healthcare use, lower quality of care, reduced health, and reduced societal participation. We therefore study if transition affects healthcare utilisation for individuals with Cerebral Palsy (CP) in two different countries with similar healthcare systems – Norway and Sweden. To estimate the causal effect of transition, we apply a difference-in-differences model comparing difference in pre- and post-transition outcomes among individuals with CP to the same difference in the control group. We check whether pre-trends are parallel by plotting the coefficients from an event study model. For the outcomes where the parallel assumption is rejected, we assume parallel growth. That is, we allow the treatment and control groups have linear trends with different slopes and thus parallel derivatives rather than parallel trends. Preliminary results indicate a substantial drop in total healthcare use in Sweden, driven by outpatient somatic/habilitation episodes, but no corresponding drop in Norway. In both countries, transition leads to an increase in GP/primary care and a reduction in specialised outpatient care as well as planned care. Transition is associated with reduced healthcare use among individuals with CP in Norway and Sweden which is expected to lead to worsening secondary conditions. Effective interventions to facilitate the transition are available and should be considered in the Nordic context to expand societal participation.

Efnisorð: Health economics, Health transition, Cerebral Palsy


Child protection in armed conflict: Child-Friendly Spaces by Save the Children Iceland in South Kivu, Democratic Republic of Cong

Höfundar: Geir Gunnlaugsson

Ágrip:

Save the Children International (SC) has worked in the Democratic Republic of Congo (DRC) for over two decades. Child-Friendly Spaces (CFS) are one of the tools it has developed and implemented to attend to the needs of children in times of crisis. Since 2020, SC has collaborated with SC Iceland to provide CFS services for children living in one of the most conflict-affected areas in eastern DRC. Here the aim was to describe and analyse the implementation of CFS in six villages in South Kivu. Semi-structured qualitative interviews were conducted in February-March 2022 in three of the six villages; three were not accessible because of security issues and difficult geographical access. Seventy-four people involved in the CFS work were interviewed, e.g., managers, social workers, village volunteers and community members, and about 40-50 children who attended the CFS. The child protection activities addressed the needs of children and families in the three visited CFS. They were operational with a mix of activities for both vulnerable children and children seeking activities for play and enjoyment. The children and parents expressed great satisfaction with the activities at their respective CFS; they wanted more of the same and had suggestions for improvement. Child protection is difficult in any setting, not the least in the complex background of eastern DRC. Such activities, as implemented in the three villages visited, can provide short- and medium-term benefits for the beneficiaries, their immediate family, and community members.

Efnisorð: Sub-Saharan Africa, Child Health, Humanitarian Assistance

 

 

Upplýsingar
Upplýsingar