Efnahagsmál og samfélag

 


Öldrun íslenska hagkerfisins

Höfundar: Gylfi Magnússon

 

Ágrip:

Öldrun þjóðarinnar mun hafa veruleg efnahagsleg áhrif næstu áratugi. Í rannsókninni er lagt mat á hve mikil þessi áhrif kunna að verða með greiningu á gögnum og spám um lýðfræðilega þróun, framleiðnivöxt, ýmiss konar leitni í breytum og fleiri þætti. Sérstaklega er reynt að greina hve góð lífskjör þjóðarinnar verða að teknu tilliti til þessarar þróunar. Öldrunin mun hægja á hagvexti en hann getur þó orðið allnokkur ef framleiðniaukning undanfarinna ára heldur áfram, jafnvel þótt ekki verði hægt að auka auðlindanýtingu. Verði land og þjóð ekki fyrir óvæntum hamförum má því vænta þess að lífskjör landsmanna haldi áfram að batna milli kynslóða. Samneysla mun þó vaxa meira en einkaneysla vegna lítils svigrúms til framleiðniaukningar í persónulegri þjónustu. Aukin umsvif í öldrunarþjónustu munu líka verða kostnaðarsöm. Ekki stefnir þó í vanda í fjármálum ríkis og sveitarfélaga, m.a. vegna þess að hið opinbera mun fá verulegar tekjur vegna lífeyrisgreiðslna úr sjóðsöfnunarhluta lífeyriskerfisins og spara sér útgjöld í gegnumstreymishlutanum. Vandi vegna vanfjármögnunar lífeyriskerfis opinberra starfsmanna ætti að verða að mestu leystur upp úr miðri öldinni. Spár um hlutfallslega fækkun fólks á vinnualdri hafa ekki gengið eftir undanfarin ár vegna mikillar fjölgunar innflytjenda. Haldi sú þróun áfram verður lýðfræðileg þróun hagstæðari en gert hefur verið ráð fyrir. Hækkun eftirlaunaaldurs hefði áhrif í sömu átt.

 

Efnisorð: Lýðfræði, hagvöxtur, lífskjör, lífeyriskerfi, opinber fjármál


Víðfeðmni örlánastofnanna

Höfundar: Sigurður Guðjónsson

 

Ágrip:

Þrátt fyrir að fátækt sé viðvarandi vandamál í efnahagslífi heimsins hafa mikilvæg skref verið stigin á síðustu áratugum til að bæta efnahagslega velferð fátækra. Mikilvægur hluti af lausnunum hefur verið uppgangur örlánastofnana (microfinance institutions) sem sérhæfa sig í lánum til þeirra allra fátækustu í heiminum með afar lágum vöxtum og oft engu veði. Eitt af meginmarkmiðum örlánastofnana er því að ná til sem flestra fátækra sem þurfa á lánsfé að halda og veita þeim lán. Hjá fræðimönnum hefur þetta markmið verið nefnt víðfeðmni (outreach).
Nýlegar rannsóknir benda til þess að örlánastofnanir gætu hagnast á meiri þátttöku kvenna í stjórnun þeirra. Þetta hefur verið útskýrt með þeirri kenningu að konur hafi meiri skilning á aðstæðum lántakenda þar sem þeir eru yfirleitt einnig kvenkyns, en konur eru um það bil 70 prósent allra lántakenda örlánastofnana.
Þetta er megindleg rannsókn og notast var við gögn sem samanstanda af 226 örlánastofnunum og aðhvarfsgreining notuð til að einangra tengsl milli kvenkyns stjórnenda og víðfeðmni.
Í þessari grein skoðum við hvort aukið hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum örlánastofnana (stjórnarmeðlimir, forstjórar, milli stjórnendur og lánafulltrúar) hefur áhrif á hversu vel þessar stofnanir ná til fátæks fólks.
Örlánastofnanir þar sem konur eru forstjórar, mikill hluti millistjórnenda voru kvenkyns og þar sem mikið var um kvenkyns lánafulltrúa, náðu betri árangri í að ná til fátæks fólks en þær stofnanir þar sem fáar konur voru í ofangreindum stöðum. Hins vegar virtist það ekki skipta máli hvort stjórnarmeðlimir voru konur eða karlar.

 

Efnisorð: finance, microfinance, management


Migrants navigating the Icelandic financial landscape

Höfundar: Anna Wojtynska and Már Wolfgang Mixa

 

Ágrip:

In current advanced economies, market and financial institution largely regulate everyday welfare of people, often in an inconspicuous way. While, today’s „financial landscapes“ are extensively shaped by the international regulatory framework, they continue to be entrenched in a national context formed by history and social, economic, and political developments. Migrants navigate these complex „landscapes“ of so-called sending and reserving states, making decisions regarding money, savings, and loans. The global financial crash of 2008, that severely affected Icelandic financial institutions, had significant impact on migrants pursuing transnational lives, including their monetary practices. For example, the sudden and substantial decrease of the Icelandic krona in comparison with currencies in migrants’ home countries affected the value of their savings. At the same time, banks introduced new regulations limiting accessibility of some of their products to foreign citizens.
In this presentation we map the financial landscapes in Iceland and to a certain extent Poland, in order to identify whether they differ, as well as to reflect on how financial arrangements in both countries affect migrants’ strategies regarding money and savings.
The presentation is based upon interviews with experts, and analysis of secondary sources, complemented with interviews from a pilot study already conducted among Polish and Lithuanian migrants in Iceland. The main findings of this study should provide a better understanding of migrant´s financial situation in Iceland, which then could provide a path to analyse better their social well-being.

 

Efnisorð: migrants, money, savings, financial institutions


Discards and High-grading in the Icelandic ITQ system; A case control study of on-board vs on-land monitoring of catch

Höfundar: Birgir Runólfsson and Daði Kristófersson

 

Ágrip:

Iceland adopted an ITQ-system for all of its fisheries more than three decades ago. The system has worked well in increasing the economic performance of the fisheries and, at least seemingly, the enforcement of the TACs. The Fisheries Directorate is aware of the potential problem of discards and has from the outset done studies and monitored the level of discards. Monitoring has shown low levels of discards in most fisheries, although the level varies between species. Iceland has in place a comprehensive system to monitor discards. A group of observers alternate between on-board monitoring and on-land monitoring. An on-board observer monitors samples from the catch, the mix of species, the size of individual fish, etc.
On-land observers monitor samples from landings from other trips. Data from the reports are an input into a data bank where it can potentially be analyzed in various ways, such as comparing catch between trips. All analysis shows the level of discards being low. Despite this, there have always been rumors and even video clips seemingly showing “higher levels” of discards. We provide a case-control analysis of on-board monitored catch versus on-land monitored landings of catch. Observations are paired based on all available information, such as vessel, time of year, species and degree of processing. This allows for a systematic estimation of the difference in catch composition between trips with on board observers and where no observer is on board, providing an estimate of the level discard. Results show increased frequency but not in volume.

 

Efnisorð: Fisheries Management, Economics of fisheries, Discards and high-grading in fisheries


Jafnvægi velferðar og valddreifingar í samkeppnisrétti

Höfundar: Haukur Logi Karlsson

Ágrip:

Fræðileg umræða um réttmæti mismunandi normatífra markmiða samkeppnisréttar hefur verið lífleg undanfarin ár. Síðustu áratugi hefur einkum verið einblínt á efnahagslega velferð við framfylgd samkeppnisréttar bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, með sérstakri áherslu á velferð neytenda. Gagnrýni hefur hins vegar farið vaxandi á þær afleiðingar sem af slíkri áherslu leiða, einkum í ljós þess að efnahagslegur ójöfnuður hefur farið vaxandi á sama tíma og fákeppni hefur aukist á mörgum alþjóðavæddum mörkuðum síðustu áratugi. Umræðan í Bandaríkjunum hefur undanfarið snúist um hvort víkka eigi út velferðarviðmiðin sem samkeppnisrétturinn grundvallast á í nútímanum, eða hvort leita eigi aftur í hugmyndir fyrri tíma um áherslu stýringu á skipulagi markaða. Markmiðið með þessari ritgerð er að máta hugmyndir þýskra fræðimanna frá þriðja og fjórða áratug síðustu aldar, sem kenndar eru við Háskólann í Freiburg og Ordoliberalisma, við þá umræðu sem að ofan er lýst með normatífri réttarheimspekilegri nálgun. Sú ályktun er dregin í ritgerðinni að hugmyndir Ordoliberalismans um efnahagslega valdreifingu og umræða hans um skilin á milli hins efnahagslega og hins stjórnmálalega gefi kost á annarri nálgun á normatífan grundvöll samkeppnisréttarins en miðað hefur verið við í framkvæmd síðustu áratugina og þar með á breyttum viðmiðum við framfylgd hans. Slík nálgun kann jafnframt að veita frekari viðspyrnu en núverandi nálgun gerir við þeim vaxandi efnahagslega ójöfnuði sem til umræðu hefur verið.

 

Efnisorð: samkeppnisréttur, Ordoliberalismi, velferð, valddreifing

Upplýsingar
Upplýsingar