Ferðamál í dreifbýli

Málstofustjóri: Anna Vilborg Einarsdóttir
Values, opinions, and perceptions of visitors to inform management at seal watching related sites in Húnaþing vestra

Tourism has increased in Iceland and wildlife tourism is a popular activity. Previous research shows that tourism pressure may lead seals to change their spatial distribution or to be more vigilant, indicating that tourism may disturb the critically endangered population of harbor seals in Iceland. The aim of this study was to investigate how best to manage visitors along the Vatnsnes peninsula in Húnaþing vestra to limit tourists’ impacts on sensitive seal species in Iceland. The objectives were to investigate what types of management actions would be accepted most easily, and if there are differences in acceptance of regulations or awareness of the impacts of seal watching depending on visitors’ level of egoistic and biospheric values. A person’s values act as guiding principles throughout their life; and biospheric and egoistic values determine to what degree a person makes decisions based on their impact on the environ­ment or their own well-being. Visitor surveys were collected at two seal watching spots and a seal museum (n=597). This study finds that seal watching visitors have high biospheric values, low egoistic values, and are open to most regulations. These results will inform managers on which management actions may be the most effective to encourage ethical behavior at seal watching sites and help them in designing a manage­ment strategy for Icelandic seal watching.

Cécile Chauvat, Jessica F. Aquino og Sandra M. Granquis

Lykilorð: seal watching, wildlife management, rural tourism

Tungumál í ferðaþjónustu

Samhliða aukinni ferðaþjónustu á Íslandi hefur sífellt borið meira á því að fyrirtæki taki upp ensk heiti og auglýsingaskilti ferða­þjónustu og vegvísar séu á ensku. Erlendu starfsfólki hefur fjölgað mikið og alloft getur það ekki leiðbeint gestunum og svarað spurningum þeirra á íslensku. Aðalmarkmið þeirrar rannsóknar sem hér er kynnt er að kanna stöðu íslenskrar tungu á ýmsum sviðum ferðaþjónustu. Við gagnaöflun var notuð blönduð aðferðafræði þ.e. bæði eigindleg og megindleg aðferð. Framkvæmd rannsóknarinnar var tvíþætt. Í fyrsta hluta voru tekin 30 viðtöl við ferðaþjónustuaðila á Norður- og Suðurlandi þar sem þeir voru spurðir um tungumálanotkun í fyrirtækjum þeirra. Í öðrum hluta var spurningakönnun send til 1050 ferðaþjónustufyrirtækja um land allt. Að auki voru teknar myndir af auglýsingaskiltum og vegvísum á ensku. Niðurstöður sýna að íslenska virðist ekki vera tungumál ferða­þjónustunnar. Ferðaþjónustuaðilar telja mikilvægara að starfs­fólk geti leiðbeint gestum og svarað spurningum þeirra á ensku en á íslensku. Í viðtölum kom fram að enska er ráðandi tungumál bæði í samskiptum við gesti og í hópi starfsmanna stærri fyrirtækja. Allir viðmælendur telja markaðssetningu á ensku nauð­synlega, einkum vegna þess að bókunarsíður eru á ensku og vefsíður, bæklingar og matseðlar því undantekninga- lítið á ensku. Algengustu ástæður þess að erlent starfsfólk sækir ekki íslenskunámskeið er áhugaleysi, skammur starfstími þeirra hér á landi og að íslenskunám býðst á óheppilegum tíma.

Anna Vilborg Einarsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir og Ágústa Þorbergsdóttir

Lykilorð: ferðaþjónusta, tungumál, ensk heiti fyrirtækja

Hestaferðir sem hefð: Að vera ferðamaður í eigin landi

Í ljósi ferðatakmarkana á landamærum víða um heim, má ætla að óvenju margir Íslendingar hafi á liðnu sumri verið ferðamenn í eigin landi. Fyrir marga eru ferðalög innanlands ákveðin nýlunda en aðrir byggja sín ferðalög á aldagömlum hefðum líkt og raunin er með ferðalög á hestum. Þrátt fyrir að töluverðar rannsóknir séu til á hestaferðaþjónustu sem slíkri, eru rannsóknir á því hvernig áþreifanlegur og óáþreifanlegur menningararfur og hefðir í tengslum við íslenska hestinn og ferðalög Íslendinga á hestum, afar takmarkaðar. Í þessari rannsókn er horft til þeirra hefða og þess menningararfs sem finna má í hestaferðum Íslendinga á eigin vegum um Ísland. Rannsóknin var fram­kvæmd í gegnum þátttöku- og vettvangsrannsókn sem og 11 viðtöl við Íslendinga sem stunda slík ferðalög. Niðurstöður benda til að hefðir og menningararfur fyrri kynslóða hafi veruleg áhrif á ferðalög og upplifun Íslendinga þegar þeir ferðast á eigin vegum á hestum um Ísland. Það að geta riðið um (reið)slóðir forfeðranna í orðsins fyllstu merkingu og að hafa tækifæri til að upplifa það að ferðast með góðum hópi hesta og fólks í íslenskri náttúru, virðist vera aðdráttarafl í sjálfu sér en fjölmargir fara árlega í slíka ferð jafnvel áratugum saman. Það að ríða fornar reiðleiðir og götur er einnig aðdráttarafl og mikilvægur hluti menningararfsins. Með þessu móti eru núlifandi kynslóðir að upplifa menningararfinn og jafnframt að skapa nýjar hefðir fyrir komandi kynslóðir.

Guðrún Helgadóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir

Lykilorð: hefðir, menningararfur, ferðamál

„Það sem ég kann best“: Afdrif brautskráðra nemenda úr ferðamálafræði og viðburðastjórnun við HH og HÍ 2013-2018

Haustið 2018 fór fram viðhorfskönnun meðal brautskráðra nemenda úr ferðamálafræði og viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum (HH) og úr ferðamálafræði við Háskóla Íslands (HÍ). Markmið með könnuninni var að fá upplýsingar um viðhorf og upplifun nemenda af náminu, fá innsýn í afdrif þeirra eftir braut­skráningu og sýn á framtíðarstarfsvettvang. Þýðið, sem könnunin tók til, samanstóð af öllum brautskráðum nemendum á árunum 2013-2018, alls 509 einstaklingar. Svarhlutfall var um 53% frá nemendum brautskráðum frá HÍ og 60% frá nemendum brautskráðum frá HH.  Í þessu erindi verða kynntar niðurstöður varðandi a) afdrif einstaklinganna á vinnumarkaði eftir braut­skráningu, b) um viðhorf þeirra til þróunar á eigin þekkingu, hæfni og færni á skilgreindum sviðum í náminu og c) mögu­leikum og/eða áhuga á starfsframa innan ferðaþjónustu.

Frumgreining á niðurstöðum könnunarinnar sýnir að meirihluti svarenda hefur atvinnu eftir nám og meirihluti er í starfi tengdu ferðaþjónustu. Nokkur breidd er í svörum varðandi það hvort menntunin hafi nýst í núverandi starfi, en flestir eða 60-70% telja að þau muni starfa við ferðaþjónustu eftir þrjú ár.

Laufey Haraldsdóttir og Gunnar Þór Jóhannesson

Lykilorð: brautskráðir, ferðamálafræði og viðburðarstjórnun, afdrif

Aukin verðmætasköpun með framleiðslu á „Grass fed“ afurðum

Umhverfisvernd, sjálfbærni, gæði og rekjanleiki eru hugtök sem koma í vaxandi mæli upp þegar rætt er um matvælaframleiðslu. Aukin krafa er um að matvæli séu framleidd í sátt við náttúru og samfélag, þar sem einnig er tekið fullt tillit til dýraverndar­sjónarmiða. Erlendis eru á markaði kjöt- og mjólkurvörur merktar sem «Grass fed» sem þýðir að um er að ræða afurð af  dýri sem hefur verið grasfóðrað úti í haga og sem fengið hefur ekkert eða lítið af kjarnfóðri. Slíkar vörur eru seldar á hærra verði en «venjulegar» vörur. Á Íslandi er víðast gnótt af grasi á heima­velli og möguleikar á framleiðslu matvæla af grasfóðruðum dýrum á hagabeit ættu því að vera nægir.  Markmiðið með erindinu er að kynna hvað felst í hugtakinu «Grass fed»; hvernig það tengist vistvænni og sjálfbærari matvælaframleiðslu og hver áhrifin eru á gæði afurðanna, m.a.  innihald af vítamínum, andoxunar­efnum og magn æskilegra fitusýra, ss. Omega-3 og CLA. Leitast verður við að varpa ljósi á þá möguleika sem gætu falist í að nýta betur þá auðlind sem íslenskt beitiland er, sem og þá verðmætasköpun sem falist getur í framleiðslu og markaðssetningu á hinum svokölluðu «Grass fed» vörum hérlendis, ekki síst meðal innlendra og erlendra ferðamanna, sem er umhugað um vernd heilsu, náttúru og dýra.

Anna Guðrún Þórhallsdóttir og Laufey Haraldsdóttir

Lykilorð: grass fed, vistvæn matvælaframleiðsla, gæði afurða

Upplýsingar
  • Málstofa hefst
    30/10, 2020 13:00
  • Málstofu lýkur
    30/10, 2020 14:45
  • Zoom meeting id: 619 3773 3934
Höfundar erinda
Aðjúnkt / Adjunct lecturer
Háskólinn á Hólum / Hólar University
Prófessor / Professor
Háskólinn á Hólum / Hólar University
Lektor / Assistant professor
Háskólinn á Hólum / Hólar University
Prófessor / Professor
Háskólinn á Hólum / Hólar University
Lektor / Assistant Professor
Háskólinn á Hólum / Hólar University College
Lektor / Assistant Professor
Háskólinn á Hólum / Hólar University College
Prófessor / Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Verkefnisstjóri / Project manager
Annað / Other
Upplýsingar
  • Málstofa hefst
    30/10, 2020 13:00
  • Málstofu lýkur
    30/10, 2020 14:45
  • Zoom meeting id: 619 3773 3934