Ferðamál

 


The value of rural tourism lifestyle entrepreneurs (TLEs) for community wellbeing and destination development: a critical engagement

Höfundar: Magdalena Falter

 

Ágrip:

TLEs have been criticized for turning a hobby into a business idea, which shows in a lack of professional management skills and restraint to become innovative or digitally active. In contrast, TLEs are also said to be driving forces for innovative and sustainable destination development. This paper aims to explore the multilayered complexity of TLEs. It especially addresses how underlying values of their entrepreneurial activities positively affect the communities, environment and the attractiveness of the area as a tourism destination. I argue that TLEs’ valuing of the area in which they operate, has a major impact on their contribution to sustainability and innovation. This paper follows a qualitative methodology and is based on 34 interviews with TLEs in rural Iceland with varying business intentions ranging from growth-orientation to ideological goals. Despite the official Icelandic Tourism Strategy striving towards increased sustainability in tourism, tourist demand has outrun supply in some regions due to the exponential tourism growth in the past decades. A gap between the ‘happenings on the ground’ and the policy framework in terms of the recent tourism development in Iceland has been identified. I see this gap as the origin of a miscommunication between the authorities and the tourism businesses that hampers a holistic sustainable and innovative tourism development in Iceland. By critically engaging with concepts of lifestyle entrepreneurship, I discuss the imperative of a holistic sustainable tourism development in Iceland that acknowledges small-scaled activities of rural TLEs in the policy framework.

 

Efnisorð: Tourism lifestyle entrepreneurs, place-attachment, underlying values, community wellbeing, drivers for sustainability, communication gap between practice and policies


Lífstílsfrumkvöðlar í ferðaþjónustu – áskoranir á tímum breytinga

Höfundar: Ingibjörg Sigurðardóttir

 

Ágrip:

Flestum eru kunnugar þær breytingar sem átt hafa sér stað í rekstrarumhverfi fyrirtækja í ferðaþjónustu á undanförnum árum. Er þar nærtækast að horfa til áhrifa Covid-19 faraldursins en fleira hefur það komið til. Lítil fyrirtæki sem byggð eru upp í tengslum við lífstíl eigenda/stofnenda þeirra eru algeng í ferðaþjónustu hérlendis sem annarsstaðar. Slík fyrirtæki eru að nokkru leyti frábrugðin stærri fyrirtækjum. Í þessum fyrirlestri er gefið yfirlit yfir helstu þætti sem einkenna slík fyrirtæki auk þess sem að rýnt er í hverjar eru áskoranir slíkra fyrirtækja á tímum breytinga og umróts. Einnig er rýnt í hvaða bjargráð slík fyrirtæki kunna að hafa þegar erfiðleikar skella á. Fyrirlesturinn byggir á gögnum úr tveimum umfangsmiklum rannsóknarverkefnum þar sem bæði var aflað eigindlegra og megindlegra gagna. Leitast er við að draga saman ályktanir sem lúta að eðli slíkra fyrirtækja og seiglu þeirra þegar kemur að erfiðleikum. Fyrstu niðurstöður benda til að lífstílsfyrirtæki séu að jafnaði þrautseig og að þrátt fyrir smæð þeirra, séu þau fremur líkleg til að standa af sér krísur og breytingar í rekstrarumhverfinu. Einnig að þau hafi hæfni til að aðlagast og beita að nokkru marki nýsköpun til að komast af.

 

Efnisorð: Frumkvöðlar, lífstíll, seigla, rekstrarumhverfi


Samsköpun í staðfærslu áfangastaða

Höfundar: Brynjar Þór Þorsteinsson

 

Ágrip:

Í kjölfar tæknibreytinga hafa rannsóknir í vörumerkjastjórnun sýnt fram á að ímynd og merking vörumerkja séu í auknum mæli sköpuð saman (co-created) af hagaðilum þeirra, sér í lagi í gegnum stafræna miðla. Ransóknir benda til þess að vörumerki eru ekki lengur aðeins í höndum vörumerkjastjóra heldur eru sköpuð af neytendum og margvíslegum aðilum á markaðnum og saman móta þeir merkingu vörumerkja í gegnum sífellda og lifandi sköpun. Vörumerki áfangastaða eru ekki undanskilin og fræðimenn skilgreina að helstu hagaðilar þeirra séu fyrirtæki og/eða áfangastaðurinn (markaðsfólk), neytendur/ferðamenn og íbúar þegar kemur að samsköpun (co-creation) á vörumerki og mörkun áfangastaða (place branding). Samsköpun á uppruna sinn að rekja frá kenningum í þjónustustjórnun en hefur þróast á undanförnum árum yfir í sem dæmi vörumerkjastjórnun.
Viðskiptavinir og aðrir hagaðilar eru þannig virkir þátttakendur í að skapa vörumerkjavirði í gegnum samskipti við aðra m.a. með því að lýsa vörumerkjaupplifun sinni á stafrænum miðlum eins og samfélagsmiðlum. Þannig getur samsköpun hagaðila í vörumerkjastjórnun áfangastaða eflt samkeppnisstöðu hans og viðhaldið stöðu hans og haft jákvæð áhrif á ímynd hans.
Tilgangur erindis er að skoða samsköpun í vörumerkjastjórnun og hvernig það tengist staðfærslu áfangastaða. Markmiðið er að skilgreina hvað samsköpun er og hvernig hún nýtist í vörumerkjastjórnun áfangastaða. Rannsóknarspurning sem varpað er fram er: Hvað er samsköpun í vörumerkjastjórnun og hvernig nýtist hún í staðfærslu áfangastaða?

 

Efnisorð: Vörumerkjastjórnun, Samsköpun, Staðfærsla


Responsible Island Tourism/Ábyrg eyjaferðaþjónusta

Höfundar: Ása Marta Sveinsdóttir and Laufey Haraldsdóttir

 

Ágrip:

Grímsey, a small island located north of Iceland, is gaining more attention from travelers due to its Arctic location and abundance of bird species. Tourism in Grímsey is still in early development and quite under-researched. Sparsely populated destinations, like Grímsey, are especially vulnerable to a temporary influx of tourists. Due to the massive and seasonal increase in population on the island, it is important to mitigate the negative impacts of the growing tourism industry and ensure responsible tourism development. With this research, we aim to create a base for a sustainable destination development plan by studying the impact and nature of tourism in Grímsey, in conversation with the community. This we do by exploring residents’ attitudes towards tourism development with focus groups, and visitors’ experiences and behaviour with questionnaires and GPS tracking to map out mobility patterns and spatial behaviour of visitors. These data are compared among visitors arriving by plane, ferry or cruise. As this is an ongoing study, with research data from summer 2022 presently being analysed, no final results are available. However preliminary results indicate that the development of overtourism seems a realistic future scenario for Grímsey island if tourism is allowed to develop without intervention such as responsible destination management.

 

Efnisorð: arctic island, sparsely populated destination, responsible tourism development, Grímsey


Kvikmyndaferðaþjónusta á Íslandi: Tækifæri til nýsköpunar?

Höfundar: Vera Vilhjálmsdóttir

Ágrip:

Undanfarna tvo áratugi hefur Ísland orðið að vinsælum tökustað meðal erlendra kvikmyndaframleiðenda. Viðamiklar tökur hafa farið fram hér á landi á stórum Hollywood-myndum og vinsælum erlendum sjónvarpsseríum. Íslenska ríkið hefur stutt við þessa þróun, m.a. með því að bjóða 25% endurgreiðslu af þeim framleiðslukostnaði sem fellur til við tökur á Íslandi og fyrr á þessu ári samþykkti Alþingi að hækka endurgreiðsluna enn frekar. Það virðist því vilji til að styðja við íslenska kvikmyndagerð og halda þessari þróun áfram. Þetta hefur einnig reynst góð landkynning en um 40% erlendra ferðamanna á Leifsstöð árið 2019 nefndu að íslenskt landslag í erlendu hreyfimyndefni hefði haft áhrif á ákvörðun þeirra um að heimsækja Ísland. Fyrir utan að virka sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn, hefur íslensk ferðaþjónusta verið að nýta tökustaði á Íslandi með beinum hætti?
Í þessu erindi verða ræddar niðurstöður úr sextán viðtölum sem tekin voru við hagaðila innan ferðaþjónustu og kvikmyndaframleiðslu árið 2020. Markmið viðtalanna var að kortleggja ef, og þá hvernig, íslensk ferðaþjónusta nýti tökustaði og hvar helstu tækifærin og áskoranirnar lægju í að þróa kvikmyndaferðaþjónustu hér á landi. Helstu niðurstöður sína að þrátt fyrir að einstaka aðilum hafi tekist að nýta sér tökustaði með góðum árangri, þá séu ferðaþjónustuaðilar heilt yfir ekki að nýta tækifærin á sínum nær svæðum. Í erindinu verður einnig rætt hvaða ástæður gætu legið að þar að baki og hvaða upplýsingar viðmælendur töldu vera ábótavant til að kvikmyndaferðaþjónusta gæti þróast frekar hér á landi.

 

Efnisorð: kvikmyndaferðaþjónusta, nýsköpun, vöruþróun

Upplýsingar
Upplýsingar