Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar

 


Umfjöllun íslenskra vefmiðla um alþingiskosningar

Höfundar: Guðbjörg Hildur Kolbeins

 

Ágrip:

Á upphafsárum almennrar netvæðingar, um miðjan tíunda áratuginn, var þess vænst að vefmiðlar myndu fjalla um fréttir á dýpri hátt en hinir hefðbundnu miðlar höfðu hingað til gert. Fréttir á vefnum væru ekki háðar lengdarmörkum og auðvelt væri að tengja alls konar ítarefni og fróðleiksmola við þær. Sú virðist samt ekki hafa orðið raunin.
Þær niðurstöður sem hér eru kynntar eru hluti af rannsóknarverkefni þar sem fréttir íslenskra fjölmiðla um alþingiskosningarnar 2013, 2016, 2017 og 2021 hafa verið innihaldsgreindar. Markmið rannsóknarinnar var m.a. að kanna hvernig íslenskir vefmiðlar hafa fjallað um kosningarnar. Skoðaðar voru allar kosningafréttir sem birtust á Mbl.is, Vísi og RÚV.is síðustu 25 dagana fyrir kjördag en hér verður sjónum beint að síðustu tvennum kosningum sem fram fóru 28. október 2017 og 25. september 2021.
Frumniðurstöður leiða m.a. í ljós að vefmiðlarnir þrír hafi birt 777 kosningafréttir árið 2017 en „aðeins“ 493 fjórum árum síðar. Þá byggðust 38% fréttanna á efni þar sem engra viðbótarheimilda var aflað af hálfu blaðamanns, en þessi tala var 25% í kosningunum 2017. Bæði árin voru fréttatilkynningar og ályktanir u.þ.b. 10% þeirra heimilda sem notaðar voru. Vitnað var í Facebook í 5% fréttanna árið 2021 en 10% árið 2017 en slá verður þann varnagla að upplýsingar gætu verið nýttar af Facebook-síðum samtaka og stjórnmálamanna þó þess sé ekki sérstaklega getið.
Draga má t.d. þá ályktun af niðurstöðunum að sá mikli munur sem felst í fjölda frétttanna endurspegli að einhverju leyti að kosningabaráttan 2021 hafi verið tiltölulega átakalaus vegna COVID-19.

 

Efnisorð: alþingiskosningar, vefmiðlar, fréttir


Nýjar áskoranir í pólitískri boðmiðlun

Höfundar: Birgir Guðmundsson

 

Ágrip:

Fjölmiðlaumhverfi á Íslandi og í heiminum öllum hefur gjörbreyst á umliðun árum og áratugum ekki síst vegna tilkomu nýrrar tækni og sprengingar í framboði á miðlunargáttum. Notendur fjölmiðla eru nú dreifðir á óteljandi staði og sækja sér það efni sem þeir hafa áhuga á og áhrif einstefnumiðlunar ritstýrðra hefðbundinna miðla hefur minnkað. Engu að síður skipta hefðbundnu miðlarnir máli og starfa í bland við nýjar tegundir miðlunar í blönduðu fjölmiðlakerfi (hybrid media system). Möguleikar stjórnmálamanna til að hafa áhrif á umræðuna hafa vissulega aukist nokkuð, en margfalt erfiðara er að stýra henni og segja fyrir um hvaða stefnu hún tekur eða hvaða mál komast á dagskrá. Þessi nýja staða hefur verið mikil áskorun fyrir stjórnmálin sem þurfa að koma skilaboðum, ímynd og málflutningi til skila til kjósenda þannig að lýðræðislegt ferli geti virkað sem skildi. Vægi sérfræðinga í upplýsingamiðlun og markaðsmanna hefur því aukist í stjórnmálum. Í þessu erindi verður leitað svara við spurningunni hvernig stjórnmálamenn sjálfir meta möguleika sína í pólitískri boðmiðlun og gerð verður grein fyrir niðurstöðum úr könnunum sem framkvæmdar voru fyrir alþingiskosningarnar 2016, 2017 og 2021, þar sem frambjóðendur voru spurðir um þann vanda sem þeir standa frammi fyrir í nýju og breyttu miðlunarumhverfi. Varpað verður fram áleitnum spurningum um hvað niðurstöðurnar þýða fyrir lýðræðið.

 

Efnisorð: Fjölmiðlar, Pólitísk boðmiðlun, Kosningar, Blandað fjölmiðlakefi


Þróun afstöðu Íslenskra blaðamanna til siðferðilegra álitamála

Höfundar: Fridrik Thor Gudmundsson

 

Ágrip:

Markmið erindisins er að varpa ljósi á þróun viðhorfa starfandi blaða- og fréttamanna á Íslandi til siðareglna og ýmissa vinnubragða við öflun upplýsinga sem að öðru jöfnu geta talist á „gráu svæði“, svo sem til notkunar faldra myndavéla, notkunar trúnaðargagna í heimildarleysi og þess að villa á sér heimildir. Tölfræðin að baki felst í svörum blaða- og fréttamanna í Íslandshluta alþjóðlegrar rannsóknar World Journalism Studies (WJS) 2021 og hefur að geyma niðurstöður sem bera má saman við sambærilega rannsókn árið 2012. Fræðigreinin er beint framhald af grein höfundar á Þjóðarspegli 2014 „Siðferðilegur sveigjanleiki íslenskra blaða- og fréttamanna“, en með seinni rannsókninni fæst mikilvæg ný þekking um þróun ofangreindra viðhorfa.
Höfundur skoðar sérstaklega svör við spurningum um siðareglur og önnur siðaviðmið fagsins. Afastaðan gagnvart gildandi siðareglum og hugmyndum um hvernig þær eigi að vera er greind og síðan metið hvort og þá hvernig viðhorf til siðferðilegra álitaefna hafi breyst milli 2012 og 2021. Einkum er hér horft til afstöðunnar til umdeilanlegra aðferða við upplýsingaöflun; hvort þau eru aldrei, stundum eða alltaf réttlætanleg og fleiri breytur skoðaðar sem bæta við myndina; ekki síst viðhorf til hlutverks og mikilvægis fagsins.
Niðurstöðurnar benda nokkuð eindregið til þess að viðhorf starfandi blaða- og fréttamanna á Íslandi hafi þróast í átt að auknum sveigjanleika í vinnubrögðum. Þetta fer og saman við svörin við sérstakri spurningu 2021 um hvernig siðareglur fagsins eigi að vera – þar sem stærsti einstaki svarendahópurinn valdi að siðareglur fagsins lúti að „áþreifanlegum“ vinnubrögðum frekar en matskenndum hugmyndum um t.d. tillitsemi og vandvirkni.

 

Efnisorð: Siðareglur, Vinnubrögð, Blaða- og fréttamenn, World Journalism Studies


FUNCTIONS OF þú veist / þúst / þst IN ICELANDIC TWITTER

Höfundar: Lars Lundsten

 

Ágrip:

The aim of this study is to discuss what (types of) functions the use of the discourse particle “þú veist / þúst / þst” in Icelandic twitter messaging can have. This particle is a translated, pragmatic loan from English/American “you know”.

This study is part of a more comprehensive project around culturally hegemonic discursive patterns in public discourse in Finland, Iceland, and Sweden. The study as well as the project as whole rest heavily on Critical Discourse Analysis (Weiss & Wodak 2007) and Gramsci´s (Williams 2019) infuential theory of hegemonic power.

Historically, the phrase “þú veist” obviously was just an unmarked element of standard Icelandic, meaning literally “you know”. In present-day oral Icelandic, as well as written discourse in social media, the phrase “þú veist” and particularly its abbreviated forms “þúst” and “þst”, has lost most of its traditional semantic value and taken several pragmatic functions.

Twitter was chosen as source of data since it relies more on language – and compact dialogue – than several other social media. In Icelandic society, Twitter has until recently been considered as something of an “elite” platform, for instance compared to Facebook.

In the light of my preliminary data, it seems that “þúst/þst” plays a role in establishing discursive power in an implicit struggle against traditional, purist and thereby supposedly archaic norms in Icelandic society.

 

Efnisorð: social media, Twitter, cultural hegemony, Iceland,critical discourse analysis


Media System Boundaries and Cross-Border Propaganda Loops: Narrative alignment and content-sharing among domestic hyperpartisan and foreign state media

Höfundar: Gordon Neil Ramsay

Ágrip:

Three defining features of the transformation of journalism in the digital era are: the increasingly porous nature of the boundaries of national media systems; the erosion of formal and informal journalistic norms and conventions; and the increasing abundance of available information from which news can be produced. Together, these features create the conditions through which the format of news, detached from considerations of the public interest or the discipline of verification, can instead be used instrumentally as a mechanism to construct and disseminate narratives, including disinformation.

This paper explores how the alignment of interests between domestic news outlets with weak adherence to traditional journalistic norms, and international actors with hostile intent to destabilise political systems, can incentivise mutual patterns of content creation, revision and sharing. A sample of over 100.000 news articles gathered in the three months following the 2020 US Presidential election, from mainstream and hyperpartisan right-wing news sites in the United States as well as English-language news sites linked to the Russian state, will be analysed using computational content analysis software to identify patterns of content-sharing and narrative dissemination between US-based and Russian state media on the topic of voter fraud and the legitimacy of the election result.

The paper will present initial results of this study as well as discussion of the implications for the legal and regulatory frameworks surrounding journalism where the format of news can be appropriated as a vector of disinformation, and where antagonistic foreign state media can play a role in political communication.

 

Efnisorð: Disinformation, Political,Communication, Hyperpartisan,Media

Upplýsingar
Upplýsingar