Fjölmiðlar: Siðareglur, traust og tiltrú

Málstofustjóri: Birgir Guðmundsson

Í þessari málstofu er hugmyndin að fjalla um fagmennsku í fjölmiðlum út frá ýmsum sjónarhornum. Meðal þess sem skoðað verður eru siðareglur, úrskurðir siðanefndar BÍ, og traust almennings og tiltekinna hópa á fjölmiðlum og fagmennsku þeirra. Þetta verður gert í að minnsta kosti þremur erindum.

Alþjóðlegar siðareglur: Nýjar áherslur í fagmennsku

Í sumar samþykkti Alþjóðasamband blaðamanna nýjar siða­reglur sem leysa af hólmi eldri reglur sem verið hafa í gildi frá því árið 1954. Í þessum nýju reglum eru ýmis nýmæli sem koma eiga til móts við breyttan veruleika fjölmiðlafólks og í nýjum reglum endurspeglast nýjar áskoranir sem fjölmiðlafólk stendur frammi fyrir. Í erindinu eru þessar breytingar kortlagðar og dregið fram hvort og hvernig áherslubreytingarnar endurspegla þróun og breytingar sem hafa orðið á hefðbundnum gildum blaða­manna sem fagstéttar.  Ný stafræn tækni, ekki síst sam­félags­miðlar, hafa bæði skipt upp almannarýminu sem hefð­bundnir fjölmiðlar hafa talað inn í  og gefið nýjum aðilum rödd, en það hefur aftur gert hlutverk blaðamanna óljósara og flækt skilgreininguna á því hvað blaðamennska er. Í nýjum alþjóð­legum siðareglum er kastljósinu m.a. beint að réttindum og skyldum blaðamanna og þannig komið til móts við þessa nýju stöðu. Í erindinu verða þessar breytingar ræddar í íslensku sam­hengi og bornar kerfisbundið saman við gildandi siðareglur Blaðamannafélags Íslands, og greiningarramma sem þróaður hefur verið af Birgi Guðmundssyni og Sigurði Kristinssyni um fagmennsku í blaðamennsku m.a. á Íslandi.

Birgir Guðmundsson

Viðmið úrskurða um góð og vinnubrögð blaða- og fréttamanna

Í erindinu lýsir höfundur helstu niðurstöðum greiningar sinnar á því hvað Verðlaunanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur frá 1993 talið til mestrar fyrirmyndar í blaða- og fréttamennsku á Íslandi. Beitt er orðræðugreiningu og rýnt í tilnefningar til verðlauna og verðlaunaðar umfjallanir. Þetta er borið saman við fyrri niðurstöður höfundar um sérstöðu íslenskra siðareglna blaða- og fréttamanna að uppbyggingu og túlkun hvað alvarlegustu brotaúrskurði varðar (slæm vinnubrögð).

Niðurstöðurnar eru bornar saman við alþjóðlegar gæða­viðmiðanir í faginu sem ekki síst Howard Gardner og félagar hafa útlistað. Meginniðurstaða er að viðmiðanir um góð vinnu­brögð hérlendis eru ekki frábrugðnar erlendum viðmiðunum.

Friðrik Þór Guðmundsson

Traust á íslenskum fréttamiðlum

Traust á fjölmiðlum og fréttaflutningi hefur verið mjög til um­ræðu undanfarin ár, ekki síst í ljósi tæknibreytinga sem gera nær öllum kleift að miðla efni og hafa gert skilin milli hefð­bund­inna fjölmiðla og annars konar miðlunar óskýrari en áður. Alþjóðlegar rannsóknir benda til þess að það sé mjög misjafnt eftir löndum hversu mikið traust almenningur hefur á frétta­flutningi og virðast Norðurlandabúar skera sig nokkuð úr og bera meira traust til sinna fjölmiðla en gengur og gerist. Í þessu erindi verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum rann­sóknar sem gerð var meðal almennings á trausti og tiltrú á frétta­flutningi hefð­bundinna fjölmiðla, sem og samfélags­miðla. Rannsóknin er hluti af viðameiri athugun á fjölmiðla- og fréttanotkun Íslendinga sem lögð var fyrir netpanel Félags­vísinda­stofnunar sumarið 2017. Tekið var 2500 manna tilviljunarúrtak úr netpanelnum og svörunin var um 50%. Spurninga­listinn var fenginn frá Reuters Digital News Survey, alþjóðlegri könnun á fréttanotkun á tímum stafrænnar tækni, sem er ein sú um­fangsmesta og ítarlegasta sinnar tegundar í heiminum. Mikil­vægt þótti að nýta alþjóðlega könnun til þess að geta borið niðurstöður hér á landi saman við önnur lönd. Úrvinnsla þess hluta sem varðar traust stendur yfir og verða fyrstu niðurstöður kynntar á Þjóðar­speglinum og þær ræddar í samhengi við ný­legar rannsóknir.

Valgerður Jóhannsdóttir og Jón Gunnar Ólafsson

Upplýsingar
  • Málstofa hefst
    01/11, 2019 13:15
  • Málstofu lýkur
    01/11, 2019 14:45
Höfundar erinda
Lektor / Assistant Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Nýdoktor / Post Doc
Háskóli Íslands / University of Iceland
Annað / Other
Háskóli Íslands / University of Iceland
Prófessor / Professor
Háskólinn á Akureyri / University of Akureyri
Upplýsingar
  • Málstofa hefst
    01/11, 2019 13:15
  • Málstofu lýkur
    01/11, 2019 14:45

Fjölmiðlar: Siðareglur, traust og tiltrú

Málstofustjóri: Birgir Guðmundsson

Í þessari málstofu er hugmyndin að fjalla um fagmennsku í fjölmiðlum út frá ýmsum sjónarhornum. Meðal þess sem skoðað verður eru siðareglur, úrskurðir siðanefndar BÍ, og traust almennings og tiltekinna hópa á fjölmiðlum og fagmennsku þeirra. Þetta verður gert í að minnsta kosti þremur erindum.

Alþjóðlegar siðareglur: Nýjar áherslur í fagmennsku

Í sumar samþykkti Alþjóðasamband blaðamanna nýjar siða­reglur sem leysa af hólmi eldri reglur sem verið hafa í gildi frá því árið 1954. Í þessum nýju reglum eru ýmis nýmæli sem koma eiga til móts við breyttan veruleika fjölmiðlafólks og í nýjum reglum endurspeglast nýjar áskoranir sem fjölmiðlafólk stendur frammi fyrir. Í erindinu eru þessar breytingar kortlagðar og dregið fram hvort og hvernig áherslubreytingarnar endurspegla þróun og breytingar sem hafa orðið á hefðbundnum gildum blaða­manna sem fagstéttar.  Ný stafræn tækni, ekki síst sam­félags­miðlar, hafa bæði skipt upp almannarýminu sem hefð­bundnir fjölmiðlar hafa talað inn í  og gefið nýjum aðilum rödd, en það hefur aftur gert hlutverk blaðamanna óljósara og flækt skilgreininguna á því hvað blaðamennska er. Í nýjum alþjóð­legum siðareglum er kastljósinu m.a. beint að réttindum og skyldum blaðamanna og þannig komið til móts við þessa nýju stöðu. Í erindinu verða þessar breytingar ræddar í íslensku sam­hengi og bornar kerfisbundið saman við gildandi siðareglur Blaðamannafélags Íslands, og greiningarramma sem þróaður hefur verið af Birgi Guðmundssyni og Sigurði Kristinssyni um fagmennsku í blaðamennsku m.a. á Íslandi.

Birgir Guðmundsson

Viðmið úrskurða um góð og vinnubrögð blaða- og fréttamanna

Í erindinu lýsir höfundur helstu niðurstöðum greiningar sinnar á því hvað Verðlaunanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur frá 1993 talið til mestrar fyrirmyndar í blaða- og fréttamennsku á Íslandi. Beitt er orðræðugreiningu og rýnt í tilnefningar til verðlauna og verðlaunaðar umfjallanir. Þetta er borið saman við fyrri niðurstöður höfundar um sérstöðu íslenskra siðareglna blaða- og fréttamanna að uppbyggingu og túlkun hvað alvarlegustu brotaúrskurði varðar (slæm vinnubrögð).

Niðurstöðurnar eru bornar saman við alþjóðlegar gæða­viðmiðanir í faginu sem ekki síst Howard Gardner og félagar hafa útlistað. Meginniðurstaða er að viðmiðanir um góð vinnu­brögð hérlendis eru ekki frábrugðnar erlendum viðmiðunum.

Friðrik Þór Guðmundsson

Traust á íslenskum fréttamiðlum

Traust á fjölmiðlum og fréttaflutningi hefur verið mjög til um­ræðu undanfarin ár, ekki síst í ljósi tæknibreytinga sem gera nær öllum kleift að miðla efni og hafa gert skilin milli hefð­bund­inna fjölmiðla og annars konar miðlunar óskýrari en áður. Alþjóðlegar rannsóknir benda til þess að það sé mjög misjafnt eftir löndum hversu mikið traust almenningur hefur á frétta­flutningi og virðast Norðurlandabúar skera sig nokkuð úr og bera meira traust til sinna fjölmiðla en gengur og gerist. Í þessu erindi verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum rann­sóknar sem gerð var meðal almennings á trausti og tiltrú á frétta­flutningi hefð­bundinna fjölmiðla, sem og samfélags­miðla. Rannsóknin er hluti af viðameiri athugun á fjölmiðla- og fréttanotkun Íslendinga sem lögð var fyrir netpanel Félags­vísinda­stofnunar sumarið 2017. Tekið var 2500 manna tilviljunarúrtak úr netpanelnum og svörunin var um 50%. Spurninga­listinn var fenginn frá Reuters Digital News Survey, alþjóðlegri könnun á fréttanotkun á tímum stafrænnar tækni, sem er ein sú um­fangsmesta og ítarlegasta sinnar tegundar í heiminum. Mikil­vægt þótti að nýta alþjóðlega könnun til þess að geta borið niðurstöður hér á landi saman við önnur lönd. Úrvinnsla þess hluta sem varðar traust stendur yfir og verða fyrstu niðurstöður kynntar á Þjóðar­speglinum og þær ræddar í samhengi við ný­legar rannsóknir.

Valgerður Jóhannsdóttir og Jón Gunnar Ólafsson

Upplýsingar
  • Málstofa hefst
    01/11, 2019 13:15
  • Málstofu lýkur
    01/11, 2019 14:45
Höfundar erinda
Lektor / Assistant Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Nýdoktor / Post Doc
Háskóli Íslands / University of Iceland
Annað / Other
Háskóli Íslands / University of Iceland
Prófessor / Professor
Háskólinn á Akureyri / University of Akureyri
Upplýsingar
  • Málstofa hefst
    01/11, 2019 13:15
  • Málstofu lýkur
    01/11, 2019 14:45