Fjölmiðlun á krossgötum I

Málstofustjóri: Birgir Guðmundsson

Í málstofunni mun verða fjallað um stöðu frétta og blaðamennsku og fjölmiðlunar almennt á tímum þegar rekstrarforsendur hafa að verulegu leyti brostið. Ný tækni og nýjar tegundir miðla hafa með magvíslegum hætti skorað á hólm  grunnatriði faglegrar blaðamennsku og mun í málstofunni fjallað um sum þessara atriða út frá nýjum rannsóknarniðurstöðum á Íslandi og erlendis.

Sjá ágrip erindanna hér fyrir neðan.

Opinberir starfsmenn í hlutverki blaðamanns

Samhliða vaxandi erfiðlekum í rekstri hefðbundinna fjölmiðla, fækkun blaðamanna og þrengri umgjörð sem þeim er búin hefur vaxið upp kröftug starfsemi almannatengla og upplýsingafulltrúa hjá stofnunum og fyrirtækjum sem starfa við það að koma upplýsingum til fjölmiðla eða inn í almannarýmið almennt.  Opinberar stofnanir hafa í vaxandi mæli fetað þessa slóð, sem vekur upp ýmis álitaefni varðandi grundvallar stöðu og hlutverk fjölmiðla annars vegar og svo opinberra starfamanna hins vegar.  Í þessu erindi verða einkum reifuð tvö álitamál sem þessu fylgja út frá fræðilegu og lagalegu samhengi. Annars vegar hvernig stofnanir, s.s. lögregla og  heilbrigðisstofnanir, hafa gert tilraun til að taka til sín dagskrárvald fjölmiðla með því að fóðra fjölmiðla á fréttatilkynningum og  fullskrifuðum „fréttum“ og jafnvel torvelda aðgang að starfsfólki sem hægt væri að sækja upplýsingar til. Þannig hefur stofnunum að hluta til tekist að stjórna hvað og hvernig fréttir af þeirra málasviði eru sagðar.  Hins vegar getur miðstýring upplýsingagjafar hjá opinberum stofnunum falið í sér hömlur á tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna.  Í erindinu verða þessi tvö álitamál krufin, annars vegar út frá fræðilegu sjónarhorni um hlutverk fjölmiðla, m.a. eins og það er skilgreint í fjölmiðlalögum og  hins vegar út frá lögum um opinbera starfsmenn, trúnaðarskyldur þeirra og tjáningarfrelsi.

Ingibjörg Sigríðar Elíasdóttir og Birgir Guðmundsson

Lykilorð: opinberir starfsmenn, dagskrárvald, blaðamennska

Fake News and Free Speech

„Fake news“ and „alternative facts“ challenge our understanding of the media as the fourth estate. Refuting from the assumption of an objective truth towards assuming that all is mere interpretation seems to make the whole concept of the fourth estate crumble.

John Stuart Mill’s argument was built on the idea, that if in an open debate, with truth and error colliding, truth will emerge.  and this truth will help us according to Mill to build the best possible society. Nothing seems to indicate that in our time, were everyone sits to a certain extend in his or her echo-chamber and where the exchange of opinion between these echo-chambers seems to be more like wrestling match than truth finding, that the exchange of argument leads to build a better society.

In order to have an exchange of arguments which lead to something like truth, you would need that both sides have an interest in it. But as Baudrillard has pointed out this is a misconception. In this presentation, I will pursue a critical exegesis of the arguments for free speech in order to better define the challenges caused by „Fake news“ and „alternative facts“.

Markus Herman Meckl

Lykilorð: free speech, fake news

Journalism Standards Codes in a Digital Age: Lessons from the United Kingdom

As the news media landscape expands and fragments in the digital era, the issue of standards codes governing the conduct of newsgathering and the content of news is becoming increasingly salient. New entrants to news markets often lack incentives to join standards regimes, and industry-led self-regulation can lack the power to police standards without full compliance from members who compete directly with unregulated digital outlets. However, the existence of a reliable standards code is insufficient to ensure that the rights and responsibilities of news organisations are balanced relative to those of the public. As it is now the policy of the Union of Icelandic Journalists to revise and update its Code of Conduct, lessons can be learned from other countries. The United Kingdom offers a unique case study of the effects of a mismatch between the theory and reality of self-regulation. This presentation will appraise the disjuncture between the adequacy of the standards framework followed by the majority of the UK’s newspapers and the outcomes of the regulatory regime charged with policing code breaches and draws generalizable lessons on the need for transparent and effective regulation that is inclusive of the needs of journalists and the public and which is applicable to the digital media environment.

Gordon Ramsay

Lykilorð: journalism, media, regulation

Afstaða blaða- og fréttamanna til ólíkra leiða við endurskoðun siðareglna

Markmið: Í erindi höfundar verður fjallað um ólík sjónarhorn íslenskra blaða- og fréttamanna til þess hvernig siðareglur stéttarinnar eigi að vera. Af umræðu um siðareglurnar síðustu 10 til 15 ár að dæma er ekki ríkjandi samstaða innan stéttarinnar og mjög ólíkar tillögur hafa komið fram. Engin sátt hefur náðst um breytingar og engin þekking legið fyrir um hvaða tillögur hafi mestan stuðning.

Aðferð: Erindið er byggt á niðurstöðum Íslandshluta hinnar alþjóðlegu rannsóknar World Journalism Studies (WJS), en rannsóknin fór fram hérlendis í júní sl.. Netkönnun náði til þýðis allra virkra blaða- og fréttamanna á Íslandi, 442 talsins og svarhlutfall 50.5%. Svarendur tóku afstöðu til fjögurra þeirra meginleiða sem mest hafa komið upp í faglegri umræðu undanfarin ár en einnig var spurt um gildi siðareglna og siðanefndar fagstéttarinnar.

Niðurstöður: Í erindinu verður fjallað um þá niðurstöðu að yfir helmingur svarenda valdi sem sína leið að einfalda siðareglur Blaðamannafélags Íslands (BÍ) og afnema efnisatriði er byggja á huglægu mati, en áhersla lögð á „konkret“ atriði eins og hagsmunaárekstra og ritstuld. Aðrar tillögur nutu nokkru minni stuðnings. Höfundur setur þetta í samhengi við niðurstöður um afstöðuna til siðferðilegs sveigjanleika og undir hvaða kringumstæðum réttlætanlegt getur talist að beita óhefðbundnum vinnubrögðum.

Friðrik Þór Guðmundsson

Lykilorð: siðareglur, siðanefnd, vinnubrögð

Upplýsingar
 • Málstofa hefst
  29/10, 2021 09:00
 • Málstofu lýkur
  29/10, 2021 10:45
Höfundar erinda
Lektor
Háskólinn á Akureyri / University of Akureyri
Fræðimaður
Annað / Other
Lektor / Assistant Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Prófessor / Professor
Háskólinn á Akureyri / University of Akureyri
Annað / Other
Háskóli Íslands / University of Iceland
Upplýsingar
 • Málstofa hefst
  29/10, 2021 09:00
 • Málstofu lýkur
  29/10, 2021 10:45