Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og námsframboð Háskóla Íslands

Málstofustjóri: Auður Pálsdóttir

Þessi málstofa byggist á rannsókn sem unnin var veturinn 2019–2020 og fól í sér rýni í námskeiðslýsingar allra fræðasviða Háskóla Íslands, bæði námskeiðslýsingar og hæfniviðmið allra námskeiða út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þá voru tvær stefnur Háskóla Íslands (HÍ16 og HÍ21) greindar með hliðsjón af þróun hugmynda um sjálfbærni og sjálfbærri þróun.

Sjá ágrip erindanna hér fyrir neðan.

Teikn um heimsmarkmið SÞ í kennsluskrá einstakra fræðasviða Háskóla Íslands

Markmiðið rannsóknarverkefnisins var að fá yfirlit yfir hvar í námskeiðum fræðasviða Háskóla Íslands (HÍ) er unnið með sjónarmið sjálfbærrar þróunar í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna (SÞ) samkvæmt kennsluskrá HÍ háskólaárið 2019–2020. Rýnt var í námskeiðslýsingu og hæfniviðmið allra námskeiða allra fræðasviða, hvort sem námskeið voru kennd þann vetur eða ekki. Niðurstöður benda til þess að á félagsvísindasviði séu flest teikn á sviði heimsmarkmiðs nr. 4, menntun fyrir alla, og nr. 10, aukinn jöfnuður. Á heilbrigðisvísindasviði voru skýrust teikn á sviði heimsmarkmiðs nr. 3, heilsa og vellíðan, og heimsmarkmiðs nr. 4, menntun fyrir alla. Á hugvísindasviði voru skýrust teikn um heimsmarkmið nr. 4, menntun fyrir alla, nr. 5, jafnrétti kynjanna, og nr. 10, aukinn jöfnuður. Á menntavísindasviði voru skýrust teikn um heimsmarkmið nr. 4, menntun fyrir alla, og nr. 3, heilsa og velíðan. Á verkfræði- og náttúruvísindassviði voru teiknin dreifðari en á öðrum fræðasviðum háskólans. Skýrust voru þau þó varðandi heimsmarkmið nr. 12, ábyrg neysla og framleiðsla, og heimsmarkmið nr. 11, sjálfbærar borgir og samfélög. Hins vegar komu engin teikn fram um heimsmarkmið nr. 4. Niðurstöður má nýta við endurskoðun á stefnu háskólans í heild sem og á hverju fræðasviði við endurskoðun á upplýsingum um námskeið í kennsluskrá HÍ.

Lára Jóhannsdóttir, Auður Pálsdóttir. Atli Rafnsson, Bjarni Bachmann, Guðjón Már Sveinsson og Hafdís Ósk Jónsdóttir

Lykilorð: heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sjálfbær þróun, sjálfbærnimenntun

Greining á stefnum HÍ16 og HÍ21 út frá áherslum á sjálfbærni og sjálfbæra þróun

Markmið þessarar rannsóknar var að orðræðugreina inntak tveggja síðustu stefna Háskóla Íslands (HÍ) með hliðsjón af þróun hugmynda um sjálfbærni og sjálfbæra þróun. Tímabil fyrri stefnunnar er 2011–2016 (HÍ16) og þeirrar síðari 2016–2021 (HÍ21). Þessar tvær stefnur voru valdar því þær voru í gildi á þeim tíma sem þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) runnu sitt skeið og heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun tóku við. Í rannsókninni var leitast við að finna vísbendingar um þrástef, þögnun og löggildingarlögmál og hvort greina mætti stefnubreytingu milli þessara tveggja stefna. Niðurstöður benda til þess að takmörkuð áhersla virðist vera lögð á orðræðu sem tengist sjálfbærni og sjálfbærri þróun í stefnum HÍ. Þótt hugtakið „sjálfbærni“ hafi ekki oft verið nefnt í HÍ16 er mikilvægi þess að innleiða hugmyndafræði sjálfbærni innan veggja skólans skýrt tekið fram. Í HÍ21 er sjálfbærnihugtakið notað sem hluti af framtíðarsýn, en á óljósan hátt en skýrast í sambandi við vottað umhverfisstjórnunarkerfi sem HÍ hyggst innleiða. Niðurstöður gefa vísbendingar um að dregið hafi úr áherslum á sjálfbærni og sjálfbæra þróun við innleiðingu á núverandi stefnu Háskóla Íslands miðað við HÍ16. Niðurstöðurnar eru því mikilvægar í ljósi þess að fyrir dyrum stendur endurskoðun á stefnu háskólans, þar sem tækifæri gefst á því að skerpa á umræddum áherslum.

Atli Rafnsson og Auður Pálsdóttir

Lykilorð: sjálfbær þróun, stefna Háskóla Íslands, sjálfbærni

Styrkleikar og veikleikar í námsframboði Háskóla Íslands með hliðsjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna

Markmið rannsóknarinnar var að fá yfirlit yfir hvaða heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna  (SÞ) virðist skýrast sinnt í námsframboði Háskóla Íslands (HÍ) og hvar séu sóknarfæri til að gera betur. Öll námskeið allra fræðasviða í kennsluskrá 2019–2020 voru greind og rýnd, bæði í námskeiðslýsingu og út frá hæfnisviðmiðum hvers námskeiðs, hvort sem námskeiðin voru kennd þann vetur eða ekki. Fjögur fræðasvið voru með skýra tengingu við heimsmarkmið nr. 4 (menntun fyrir alla), þrjú fræðasvið með nokkuð skýra tengingu við nr. 10 (aukinn jöfnuður) og tvö við nr. 3 (heilsa og vellíðan). Áhersla á önnur heimsmarkmið var ólík eftir fræðasviðum en teikn innan háskólans má einnig greina um heimsmarkmið nr. 8 (góð atvinna og hagvöxtur), nr. 9 (nýsköpun og uppbygging), nr. 11 (sjálfbærar borgir og samfélög), nr. 12 (ábyrg neysla og framleiðsla) og nr. 16 (friður og réttlæti). Áhersla á önnur heimsmarkmið virtist lítil eða engin samkvæmt námskeiðslýsingum HÍ. Niðurstöður verða ræddar með hliðsjón af stefnu HÍ 21 og stefnu SÞ. Rætt verður hvort og að hvaða marki þyki gagnlegt að kortleggja námsframboð Háskóla Íslands eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, séð frá sjónarhóli nemenda sem velja sér námsleiðir og kennara sem skipuleggja inntak og aðferðir hvers námskeiðs.

Auður Pálsdóttir og Lára Jóhannsdóttir

Lykilorð: heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sjálfbær þróun, Háskóli Íslands

“Nothing happens in a vacuum here”: University-industry collaboration in Iceland

In this study Iceland is taken as a case study to exemplify the importance of the Triple Helix – the triadic connection of government, universities and companies which serves the special purpose of enhancing formal university collaboration. The aim of this study is to examine UICs and its formal and informal sides in Iceland in order to create an insight into the needs and roles of universities and companies within the Triple Helix. The study is built on semi-structured interviews conducted with staff in universities, public research organisations and companies. Results reveal that university collaboration with public organisations and companies in Iceland becomes more important and frequent. However, collaborations in Iceland are very informal, rarely bound to contracts, and mostly based on single relations and connections of previous colleagues or researchers. Collaborations are often short-time oriented, especially with regard to contract research, teaching of courses or student project work. Possible reasons can be insufficient developed Triple Helix partnerships especially within universities outside the capital area. Further, there is hardly any private investment running to Icelandic universities and universities have mostly been dependent on the public sector. Also, people in Iceland tend to rely less on formal rules, but more on tight personal networks.

Verena Schnurbus, Thamar M. Heijstra og Ingi Rúnar Eðvarðsson

Lykilorð: university-industry collaboration, triple helix, third mission

Upplýsingar
  • Málstofa hefst
    30/10, 2020 15:00
  • Málstofu lýkur
    30/10, 2020 16:45
  • Zoom meeting id: 630 5692 5494
Höfundar erinda
Doktorsnemi / PhD student
Háskóli Íslands / University of Iceland
Prófessor / Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Annað / Other
Annað / Other
Annað / Other
Annað / Other
Annað / Other
Annað / Other
Lektor / Assistant professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Annað / Other
Háskóli Íslands / University of Iceland
Prófessor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Prófessor / Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Upplýsingar
  • Málstofa hefst
    30/10, 2020 15:00
  • Málstofu lýkur
    30/10, 2020 16:45
  • Zoom meeting id: 630 5692 5494