Lýðræðisleg almenningsþátttaka: hönnun, valdefling, áhrif

Málstofustjóri: Jón Ólafsson

Þátttaka og almenningssamráð við stefnumótun og opinberar ákvarðanir er eitt af helstu viðfangsefnum í lýðræðisumræðu samtímans. Pólitísk þekkingarfræði og þekkingarmiðað lýðræði hefur auðgað umræðu um rökræðulýðræði og sett hana í nýtt og að mörgu leyti pratkískara samhengi en áður. Í málstofunni verður fjallað um lýræðislega virkni almennings og horft á stjórnarskrárgerð sérstaklega. Rætt verður um þær leiðir almenningssamráðs sem farnar hafa verið í því skyni að breyta stjórnarskránni hér á Íslandi, bæði í tengslum við Stjórnlagaráð 2011 og áætlun forsætisráðherra nú um að breyta stjórnarskránni í áföngum. Málstofan er haldin í tengslum við rannsóknarverkefnið Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð: Tekist á um borgaraþátttöku, vald stofnana og sameiginleg gæði (Democratic Constitutional Design: Negotiating Civic Engagement, Institutional Control and the Common Good).

Rökræðukönnun og lýðvistun (Deliberative polling and Crowdsourcing)

Á þessu ári er í fyrsta skipti haldin svokölluð rökræðukönnun hér á landi, en það er aðferð sem James Fishkin, prófessor við Stanford háskóla hefur þróað og beitt um árabil til að kanna áhrif upplýsinga og skipulegra umræðna á pólitísk viðhorf. Rökræðukönnunin hér er hluti af almenningssamráði um stjórnarskrárbreytingar á vegum stjórnvalda. Í tengslum við hana verður einnig opnaður vettvangur lýðvistunar  opinna umræðna á rafrænum vettvangi – á vef Betra Íslands, en lýðvistunin er hluti af rannsóknarverkefninu Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð. Í greininni er fjallað um þessar aðferðir almennt en sjónum einkum beint að áreiðanleika þeirra og um leið réttlætingunni á notkun þeirra. Sagt verður frá fyrstu greiningum á niðurstöðum lýðvistunarinnar, en AI tækni er m.a. beitt til að greina einkenni þess texta sem birtist á vefsvæðinu, draga fram rökleg einkenni og skoða að hve miklu leyti hann endurspeglar þróun eða breytingar á viðhorfum, en opnar vefumræður hafa ekki síst þann tilgang að stuðla að því að þátttakendur ígrundi viðhorf sín og veiti því athygli sem aðrir segja. Niðurstöður geta varpað ljósi á þau „trend“ sem birtast í umræðunni. Hér er hins vegar um fyrstu niðurstöður að ræða, en samskonar greiningu verður beitt í rannsóknum á niðurstöðum rökræðukönnunar.

Róbert Bjarnason og Jón Ólafsson

Viðhorf almennings og tillaga stjórnlagaráðs (Public opinion and the Constitutional Council‘s Proposal)

Stjórnarskrárferlið sem stjórnvöld stóðu fyrir á árunum 2010-2013 fól í sér umfangsmesta almenningssamráð sem um getur hér á landi. Í fyrirlestrinum er fjallað um hvort og þá hvernig við¬horf almennings endurspegluðust í vinnu og tillögum Stjórn-laga¬ráðs. Rannsóknin byggir fyrst og fremst á heimildum um að¬drag¬anda, undirbúning og vinnu Stjórnlagaráðs. Farið er yfir kosninga¬bráttu frambjóðendanna 523 sem buðu sig fram til Stjórn¬lagaþings og áhersluatriði sem þar komu fram. Þá verður gerð heildarúttekt á niðurstöðum Þjóðfundar 2010 og þær bornar saman við áherslur frambjóðendanna. Til eru umtalsverð gögn um vinnu Stjórnlagaráðs – þar á meðal orðrétt uppskrift allra funda ráðsins – sem enn hafa lítið verið notuð í rann¬sókna-skyni, og sömuleiðis hefur ekki kerfisbundið verið fjallað um fram¬lag almennings í gegnum félagsmiðla og beinum sam-skiptum við Stjórnlagaráð. Þetta hvort tveggja er nýtt til að stað-setja vinnu ráðsins með tilliti til þeirra sjónarmiða sem þar urðu ofan á þegar frumvarp að nýrri stjórnarskrá varð til. Í rannsókn-inni verður beitt margvíslegum tegundum texta¬greiningar, en einnig verður byggt á viðtölum við valinn hóp þátt¬takenda. Spurt verður hvort sú beina þátttaka sem þetta ferli bauð upp á – kosningarnar, þjóðfundurinn, vinna ráðsins og fram¬lag almennings – gefur tilefni til að ætla að meiri þátttaka almennings geti aukið tiltrú á lýðræði – að þátttakan geti bætt upp helstu galla hins hefðbundna fulltrúalýðræðis.

Katrín Oddsdóttir

Lýðræðislegt samráð: Þátttaka almennings, aðkoma hópa (Public consultation: participation and inclusion)

Þegar lagt er mat á almenningssamráð þarf að huga að tvennu: hversu mikil þátttakan er og hverjir taka þátt – hverjir ekki. Í samráðsverkefnum af ýmsu tagi er áherslan iðulega á hlutfallslega almenningsþátttöku. Í fyrirlestrinum er bent á að þar með sé aðeins hálf sagan sögð og til að raunverulega sé um almennings¬samráð að ræða þurfi einnig og ekki síður að gæta þess að hópar séu ekki undanskildir. Greind verða dæmi um almenningsþátttöku með þetta í huga og rannsóknin beinist því að dæmum um samráðsferla sem skoðaðir verða. Bent verður á að nokkrir helstu höfunda um þekkingarmiðað lýðræði (e. Epistemic democracy) leggja ofuráherslu á fjölbreytni í skilningi mismunandi þekkingarbakgrunns, en forðast að ræða fjölbreytni gildismats eða menningarlegs bakgrunns – sumir gera jafnvel ráð fyrir því að slík fjölbreytni hafi ekki þau áhrif að auka gæði lýðræðislegra ákvarðana. Byggt er á kenningum um vald og yfirráð til að skoða hvernig ákveðnar tegundir þátttöku og beins lýðræðis geta sniðgengið hópa sem standa höllum færi í sam¬félaginu menningarlega og efnahagslega. Því er haldið fram að kostir þátttökulýðræðis komi ekki fram nema tryggt sé að hópar sem alla jafna eru jaðarsettir hafi sýnilega aðkomu að þátttökuferlum.

Liam O‘Farrell

Heildarendurskoðun í áföngum (A Complete revision in stages)

Íslensk stjórnvöld hafa hrundið af stað endurskoðun á stjórnar-skrá Íslands sem ætlunin er að taki samtals sjö ár en feli í sér þegar upp er staðið að allir hlutar stjórnarskrárinnar verði teknir til endurskoðunar. Í fyrirlestrinum verður fjallað um þetta verkefni og mat lagt á stöðu þess. Allt frá því að Stjórnlagaráð skilaði frumvarpi sínu til Alþingis árið 2011 hefur mikil umræða verið um aðkomu almennings að gerð stjórnarskrár og yfirstandandi ferli sýnir að stjórnvöld taka kröfu um aðkomu almennings mjög alvarlega. Þess vegna verður stuðst við bæði rökræðukönnun og lýðvistun í endurskoðuninni nú og með þeim hætti reynt að tryggja að sjónarmið almennings séu bæði kunn og hafi áhrif á þau frumvörp sem lögð verða fram um breytingar á stjórnarskrá.
Í þessum fyrirlestri er fjallað um áform stjórnvalda með gagnrýnum hætti og bent á þekkta styrkleika og veikleika bæði rök-ræðukannana og lýðvistunar. Spurt verður hvort raunhæft sé að ætla að ferli af þessu tagi auki traust á stjórnvöldum eða verði til þess að skapa sátt um stjórnarskrá. Loks verður stjórnar-skrárumræðan sett í samhengi við borgaralega þátttöku á Íslandi á undanförnum árum. Ísland sker sig úr að því leyti að umræðan um nýja stjórnarskrá hefur verið mjög áberandi í borgaralegu andófi og rætt verður um hvaða ályktanir megi draga af þessu um sérstöðu íslensks borgaravettvangs.

Valgerður Björk Pálsdóttir

Skipulegar rökræður í hópum: Lögmæti og virkni (Mini-public deliberation: Legitimacy and function)

Í þeirri hröðu þróun í átt að auknu almenningssamráði sem hefur orðið á síðustu tíu árum víða um heim, hefur sú aðferð að slembi¬velja hópa til að fjalla um margvísleg stefnumál stjórn-valda og opinberar ákvarðanir fengið síaukna athygli. Þetta vekur spurningar um muninn á stöðu slembivalinna og kjörinna fulltrúa. Í erindinu er fjallað um hana og umræðan sett í sam-hengi við almenningssamráð hér á landi. Sérstaklega er hugað að lögmætisspurningum um slembivalda hópa og þær settar í samhengi við kenningar og fræðilegar umræður um fulltrúaval (e. representation). Rannsóknin er fyrst og fremst á sviði kenninga og í fyrirlestrinum er gefið stutt yfirlit um nýjustu umræðu á þessu sviði til að staðsetja viðhorf höfundar. Færð eru rök fyrir því að vandasamt geti verið að blanda saman hefðbundnu fulltrúalýðræði og slembivalsaðferðum. Margt bendi hins vegar til að slembival hafi kosti umfram fulltrúalýðræði sem mæla með auknum tilraunum með það. Þá er rætt um „krísu fulltrúalýðræðis“ eins og mest hefur verið fjallað um hana á undanförnum árum. Því er haldið fram að samkeppnisþáttur fulltrúalýðræðis dragi í raun úr lýðræði. Niðurstaðan birtist í formi rökstuddra efasemda um ekki aðeins gæði fulltrúalýðræðis heldur lögmæti þess líka og spurt verður hvort aðferðir slembilvals geti leyst samkeppnislýðræði af hólmi.

Sævar Ari Finnbogason

Upplýsingar
 • Málstofa hefst
  01/11, 2019 15:00
 • Málstofu lýkur
  01/11, 2019 16:45
Höfundar erinda
Doktorsnemi / PhD student
Háskóli Íslands / University of Iceland
Doktorsnemi / PhD student
Háskóli Íslands / University of Iceland
Háskóli Íslands / University of Iceland
Doktorsnemi / PhD student
Háskóli Íslands / University of Iceland
Doktorsnemi / PhD student
Háskóli Íslands / University of Iceland
Prófessor / Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Upplýsingar
 • Málstofa hefst
  01/11, 2019 15:00
 • Málstofu lýkur
  01/11, 2019 16:45