Málstofa um æskulýðsmál

Málstofustjóri: Árni Guðmundsson

Æskulýðsmál er vítt hugtak . Í þessari málstofu er að mestu leyti fjallað um starfsemi í þessum ranni sem nefnist opið opið æskulýsstarf (e. Open Youth Work). Starfsvettvangur hins opna æskulýðsstarfs sem í félagsfræðilegu ljósi byggir að einhverju leyti tilveru sína á því að vera öryggisventill samfélagsins þ.e. að hafa eftirlit með æsku hvers tíma. Starfsvettvangur sem vegna mismunandi aðstæðna í margþættum og mismunandi samfélögum verður eðli málsins ólíkur hvað viðfangefni varðar hverju sinni. Starfsvettvangur sem í uppeldisfræðilegu ljósi er menntavettvangur. Vettvangur sem í eðli sínu hefur sem grundvallarmarkmið að efla borgaravitund (e.citizhenship) og sjálfsefli sem oft er einnig nefnt valdefling ( e.empowerment).

Sjá ágrip erindanna hér fyrir neðan.

Félagsmiðstöðvar sem fagvettvangur

Félagsmiðstöðvar hérlendis hafa lítt verið rannsakaðar sem fagvettvangur. Markmið þessar rannsóknar er að greina  stöðu íslenskra félagsmiðstöðva sem fagvettvangs. Höfundur byggir greiningu sína á kenningum félagsfræðingsins Magali Sarfatti Larson, sem  koma fram í líkani hennar Professional Project og fjalla um átta svið fagvettvangs og samspil þeirra. Líkan sem byggir á að fagvettvangur sé stöðugt ferli, í sífelldri þróun. Rannsóknarsnið byggir á aðferðum tilviksrannsókna að grunni til. Greining á aðstæðum, kerfi, umhverfi og þróun í sögulegu ljósi. Í þessu tilfelli með aðaláherslu á ferli og þróun. Framkvæmdin var flókin. Öflun gagna og heimilda var margþætt. Byggði á djúpviðtölum við fólk af vettvangi, opinberum gögnum s.s. lögum, samþykktum, reglum, stefnumótun, fundargerðum og fjárveitingum. Siðareglum, starfslýsingum, námsskrám og opinberri umfjöllun um félagsmiðstöðvar. Helstu niðurstöður eru þær að félagsmiðstöðvar, sem fag­vettvangur, falla vel að flestum þáttum líkansins. Þó með þeirri undantekningu að eftir rúmlega sex áratuga starfsemi félagsmiðstöðva hérlendis þá eru skilgreiningar af hálfu ríkisins fyrir og um uppeldistarf af þessum toga ennþá verulega ábótavant. Hugtakið félagsmiðstöð kemur vart fyrir í lagatexta.  Lög og reglugerðir eru ekki fyrir hendi. Mörg sveitarfélög hafa samþykkt sérstakar starfsskrár fyrir félagsmiðstöðvar til þess að berja í þá bresti sem eru af hálfu ríkisins.

Árni Guðmundsson

Lykilorð: félagsmiðstöðvar, æskulýsmál, fagvettvangur

„Það var erfitt að meta hvað virkaði“ – Félagsmiðstöðvastarf á tímum samkomubanns

Starfsemi félagsmiðstöðva fyrir börn og unglinga á Íslandi færðist að öllu eða mestöllu leyti í stafrænan búning nánast fyrirvaralaust í samkomubanni vegna COVID-19 vorið 2020. Markmið rannsóknarinnar er að fá innsýn í starf félagsmiðstöðva í breyttu umhverfi samkomubannsins og kalla eftir sýn starfsfólks félagsmiðstöðva á starfsemina og eigin störf. Gagna var aflað með rýnihópaviðtölum meðal starfsfólks í félags­miðstöðvum sem svaraði opnu kalli um þátttöku í rannsókninni. Helstu niðurstöður gefa vísbendingar um upplifun starfsfólks á félagsmiðstöðvastarfi í samkomubanni, eigin framlagi og mögulegri þróun félagsmiðstöðvastarfs í stafrænu umhverfi. Jafnframt gefa niðurstöður innsýn í orðræðu og áherslur í starfinu. Gildi rannsóknarinnar felst fyrst og fremst í kort­lagningu á aðferðum og áherslum sem breytt starfsemi kallaði á og mögulegum áhrifum þeirra til framtíðar. Rannsóknin er jafnframt liður í að efla þekkingu á starfsemi félagsmiðstöðva á Íslandi og stuðla að þróun fagstarfs og fræða.

Eygló Rúnarsdóttir

Lykilorð: félagsmiðstöðvar, stafræn, unglingar

The Garden Project: Approaches to Youth Community Development and Placed-Based Education

Community development is seen as both a process (developing the ability to act collectively); and an outcome where the collective action leads to improvement in a community (i.e. physical, environmental, cultural, social, political, and economic). Youth community development focuses on the rights of youth to participate in a meaningful way in shaping their future and the future of their community. The goal of this research is to explore the connection of placed-based education, youth community development, and youth programs to help build community engagement and capacity; and uses the guiding research question: How can the creation of a community garden help with youth community development? Applying a qualitative research approach, reflection and group discussion was used to further understand from the perspective of the youth the outcomes of a garden project lead by a youth nature club located in Northwest Iceland. Findings show that overall the youth were surprised by how much they liked gardening and how easy it was to create a community garden. This study contributes to the discussion of youth community development more generally and focuses on place-based education as an approach to help build capacity and connection to nature through youth programs.

Jessica F. Aquino

Lykilorð: community development, placed-based education, youth programs

Tónlist sem tengir: Starf Stelpur rokka! í ljósi kenninga um samtvinnunar femínisma

Markmið erindisins er að gaumgæfa starf sjálfboðaliðareknu samtakanna Stelpur rokka! út frá kenningu Kimberlé Crenshaw um samtvinnunar femínisma (e. intersectional feminism) og kenningum tómstundafræðinnar um mikilvægi frítímans. Samtökin vinna að valdeflingu stúlkna, kynsegin og trans einstaklinga í gegnum tónlistarsköpun og leggja áherslu á að skapa öruggara rými fyrir jaðarsetta einstaklinga og hópa í sínu starfi. Rannsóknir sýna að  ungmenni sem sæta margþættri mismunun hafa setið eftir þegar kemur að aðgengi að fjölbreytilegum tómstundatækifærum. Því er mikilvægt að að frítímastarf taki markvisst til greina áhrif ólíkra bakgrunnsþátta í lífi ungs fólk,s s.s. kyn, kynhneigð, uppruna, fötlun og fjárhagsstöðu, sem kunna að ráða úrslitum um möguleika þeirra á aðgengi og upplifun af innihaldsríkri tómstundaiðju. Erindið byggir á starfendarannsókn þar sem höfundar hafa báðir starfað með Stelpur rokka! og hafa því mikilvæga innsýn inn í starfsaðferðir samtakanna. Þannig rýna höfundar í reynslu sína af starfinu út frá fræðunum og beina sérstakri athygli að því hvernig þar til hafi tekist að skapa öruggara rými, skilgreint sem dýnamísk ferli sem fela í sér bæði persónulega og pólitíska skuldbindingu af hálfu skipuleggjenda. Frumniðurstöður gefa til kynna að starf Stelpur rokka! geti gefið mikilvægt fordæmi um hvernig vinna megi að valdeflandi tómstundastarfi með fjölbreyttum þáttakendahópi.

Eyrún Ólöf Sigurðardóttir og Elísabet Sóldís Þorsteinsdóttir

 

Lykilorð: tómstundir, tónlist, femínismi

Upplýsingar
 • Málstofa hefst
  30/10, 2020 13:00
 • Málstofu lýkur
  30/10, 2020 14:45
 • Zoom meeting id: 671 4301 5223
Höfundar erinda
Aðjúnkt / Adjunct lecturer
Háskóli Íslands / University of Iceland
Aðjúnkt / Adjunct lecturer
Háskóli Íslands / University of Iceland
Annað / Other
Annað / Other
Lektor / Assistant Professor
Háskólinn á Hólum / Hólar University College
Aðjúnkt / Adjunct Lecturer
Háskóli Íslands / University of Iceland
Upplýsingar
 • Málstofa hefst
  30/10, 2020 13:00
 • Málstofu lýkur
  30/10, 2020 14:45
 • Zoom meeting id: 671 4301 5223