Menntun, kennsla og Covid-19

Málstofustjóri: Viðar Halldórsson

Sjá ágrip erindanna hér fyrir neðan.

Effects of the COVID-19 Pandemic on Learning and
Teaching: a Case Study from Higher Education in
Iceland

Since December 2019, the COVID-19 pandemic has drastically changed the reality of several sectors. The educational sector around the world managed to adjust to the physical impossibility to teach and interact face-to-face with the students. The conditions implied by the pandemic resulted in the so-called Emergency Remote Teaching (ERT), which effects and impact are still being documented. This research focuses on the impact of ERT on the study patterns of undergraduate students in an Icelandic university. The analysis includes three main components: (1) Students’ interaction with the Learning Management System (LMS), (2) Assignment submission rate, and (3) Teachers’ perspective. These components were analysed and compared for three different years, for 2018, 2019 and 2020, and numerous variables were created and studied. The results show differences in study patterns depending on the year of study; first and third-year students struggled more than second-year students. Furthermore, the variables reflecting the effect of changes due to the pandemic and teachers’ decisions were identified. This research frames the first insights of the ’new normality’ in higher education in Icelandic universities. The conclusions give insights into educational purposes, supporting teachers to provide academic resources that adequately address their students’ needs depending on their year of study and their new study patterns.

Nidia Guadalupe López Flores, María Óskarsdóttir og Anna Sigríður Islind

Lykilorð: COVID-19 pandemic, study patterns, emergency remote teaching

Hvað tapast þegar nám færist úr staðkennslu í fjarkennslu?
Félagsfræðileg greining

Krafa um aukna fjarkennslu í menntakerfinu, án staðbundinnar viðveru nemenda, er áberandi í umræðunni í dag. Covid ástandið, með tilheyrandi takmörkunum á samskiptum og samneyti nemenda í raunheimum, hefur aukið þunga kröfunnar um frekari fjarkennslu til muna þar sem tæknilausnir netsins hafa gert kennurum kleift að miðla upplýsingum til nemenda óháð stað og stund. Slíkir kennslu- og námshættir eru ansi þægilegir og er því freistandi að taka þá upp í mun meiri mæli en áður og virðist menntakerfið vera á fleygiferð við að taka upp frekari fjarkennslu, á kostnað staðkennslu í rauntíma. En mikilvægt er að þróun fjarkennslu í menntakerfinu eigi sér ekki stað án umræðu um kosti og galla slíkrar þróunar. Eitt vandamál við fjarkennsluformið er neikvæð áhrif þess á skólastemninguna. Þeim stundum þar sem nemendur upplifa eitthvað sameiginlega fækkar, sem og þeim tækifærum sem þeir hafa til að tengjast og læra hver af öðrum, og verða fyrir áhrifum frá hinu stærra akademíska samfélagi sem þeir tilheyra. Þessi grein nálgast viðfangsefnið útfrá kenningum og sjónarhornum félagsfræðinnar sem lítur að nám sem félagsmótun og skóla sem samfélag, og beinir sjónum að því hvað kann að tapast með yfirfærslu frá staðkennslu í fjarkennslu.

Viðar Halldórsson

Lykilorð: nám, fjarkennsla, stemning

Covid-19 og framhaldsskólinn: Raddir nemenda

Um miðjan mars 2020 var skólahúsum landsins skellt í lás og nemendur héldu námi sínu áfram eftir rafrænum leiðum. Þúsundir framhaldsskólanema sátu við tölvuna heima til vors. Hið sama var að mestu uppi á teningnum um haustið en á vormisseri 2021 mættu nemendur loks aftur í skólann og sátu grímuklæddir við stök borð. Því vakna spurningar um áhrif Covid-19 farsóttarinnar á nám nemenda, líðan þeirra og upplifun af framhaldskólaárunum.

Nú stendur yfir þriggja ára rannsókn undir stjórn höfunda, styrkt af Rannís, á áhrifum farsóttarinnar á íslenska framhaldsskóla. Rætt hefur verið við fjölmarga hagaðila í ólíkum framhaldsskólum og kannanir lagðar fyrir á landsvísu. Þetta erindi byggir á opnum svörum í viðamikilli spurningakönnun sem lögð var fyrir nemendur í fjórum ólíkum skólum á vorönn 2021 (N=1.306) og djúpviðtölum við nemendur í þremur þeirra (N=12) sem tekin voru í nóvember 2020 til júní 2021. Fyrstu niðurstöður sýna að nemendurnir áttu margir erfitt með fóta sig í breyttu námsumhverfi og fannst andleg líðan sín verri en áður. Nemendurnir lýsa því hvernig þeir upplifðu viðhorf bæði kennara og samfélagsins alls til sín. Einnig ræða þeir breytt samskipti og velta fyrir sér hverjar afleiðingar þetta ástand kunni að hafa. Niðurstöðurnar vekja áleitnar spurningar um velferð íslenskra framhaldsskólanema og skólastigið sem jöfnunartækifæris, auk þess að styrkja enn frekar hugmyndir um félagslegt hlutverk framhaldsskólaáranna.

Súsanna Magrét Gestsdóttir og Guðrún Ragnarsdóttir

Lykilorð: Covid-19, framhaldsskólinn, ungmenni

Conceptualizing ‘inclusive education’ in the diversifying educational contexts of Iceland, Finland, and the Netherlands: Results and implications of a multilingual systematic review

The concept of inclusive education has a complex history in Iceland and elsewhere. Consequently, common and scholarly definitions of the concept are often neither concise nor uncomplicated. A systematic review (published in 2021) investigated thematic areas and contexts in which the term ‘inclusive education’ has been applied in academic research in three Northern European countries: Iceland, Finland, and the Netherlands. A methodical, multilingual approach was used to review the available literature in the local languages over the past decade, from 2007 to 2018. Particular attention was paid to (1) general definitions and meanings associated with inclusive education, (2) whether micro-level classroom interactions were considered, (3) which socio-political contexts were considered, and (4) which social categories were associated with inclusive education in the published research. The results of the systematic review revealed that conceptualizations of inclusive education were dominated by categorizations of disability/special needs in all three countries. Additionally, influential modes of exclusion related to social class, gender, ethnicity, and geography were rarely considered. The review process and results will be presented, followed by a discussion of sociological, pedagogical, and research implications of these results, with an emphasis placed on the role of educators here in Iceland.

Charlotte E. Wolff

Lykilorð: inclusive education, systematic review, educational equity

Gildi stjörnufræði og annarra geimvísinda í almennri menntun barna og unglinga

Stjörnufræði hefur frá fornu fari verið rannsóknarsvið sem mannkynið hefur fengist við, var í sögu mannkynsins fyrsta viðfangsefni vísinda og um margra alda skeið eina svið náttúruvísinda sem var hluti af klassískri menntun. Stjörnufræði ásamt öðrum geimvísindum er hefðbundin hluti af menntun í þeim löndum sem við berum okkur saman við og var til skamms tíma einnig hluti af almennri menntun hér á landi. Með síðustu námskrá fyrir grunnskóla hér á landi sem gefin var út í áföngum á árunum 2011 til 2013 varð hins vegar breyting á og stjörnufræði og önnur geimvísindi þurrkuð úr námskránni. Því er ekki úr vegi að staldra við og velta fyrir sér hvort sú ákvörðun hafi verið skynsamleg og hvað rök geti hafa legið að baki. Jafnframt að skoða hvort og þá hvaða gildi stjörnufræði og önnur  geimvísindi hafi í almennri menntun. Nú er ljóst að beint hagnýtt og hagrænt gildi geimvísinda er ekki mikið fyrir íslenskan almenning og íslenskt samfélag. Á hinn bóginn hafa geimvísindi einstaklega mikið mennta- og menningarlegt gildi enda byggist skilningur mannkynsins á umheiminum, stöðu manneskjunnar í alheiminum og kviknun og þróun lífs og samhengisins í veröldinni á þekkingu á sviði geimvísinda. Jafnframt hafa í gegnum tíðina hugmyndir úr geimvísindum orðið listamönnum að yrkisefni og þannig glætt mansandann. Geimvísindi ættu því að vera mikilvægur þáttur í almennri menntun á Íslandi.

Haukur Arason

Lykilorð: námskrá, náttúrufræðimenntun, stjörnufræði

Upplýsingar
 • Málstofa hefst
  29/10, 2021 15:00
 • Málstofu lýkur
  29/10, 2021 16:45
Höfundar erinda
Lektor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Lektor
Háskólinn í Reykjavík / Reykjavik University
Doktorsnemi
Háskólinn í Reykjavík / Reykjavik University
Lektor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Lektor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Dósent
Háskóli Íslands / University of Iceland
Prófessor / Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Upplýsingar
 • Málstofa hefst
  29/10, 2021 15:00
 • Málstofu lýkur
  29/10, 2021 16:45