Menntun, nám og skólakerfið

 


Að mæla lestur: lestrarmenning og talnavæðing

Höfundar: Anna Söderström

Ágrip:

Lestrarvenjur barna hafa mikið verið til umræðu og þá sérstaklega að lestrarstundir þykja ekki nógu margar og ekki nógu mikið lesið. Börn þekkja slíka talningu; heimalestur er mældur og skráður í fjölda mínútna og blaðsíða. Lestrarhraði er ítrekað mældur og tölfræði úr PISA-könnunum rædd. Þá setja læsistefnur einnig fram lestrarmarkmið sem mælast í tölum. Tölur og tölfræði er auðvelt að skilja og ræða þar sem slík framsetning getur búið til skýra mynd af flóknum veruleika. En hvað segja þessar tölur um lestrarmenningu og skilning á hvað læsi raunverulega er og gæti verið? Í þessu erindi verður sjónum beint að sambandi lesturs og talna í þeim tilgangi að skoða afleiðingar þess sem kalla má talnavæðingu læsis. Um er að ræða eigindlega rannsókn sem er unnin með gagnrýninni orðræðugreiningu á stefnuskjölum, skýrslum og opinberri umræðu um lestur ásamt þemagreiningu á 12 opnum hálfstöðluðum djúpviðtölum við foreldra barna í 1.- 6. bekk grunnskóla um reynslu þeirra af heimalestri. Þær niðurstöður sem hér eru kynntar eru hluti af yfirstandandi doktorsrannsókn í þjóðfræði þar sem lestrarmenning í íslensku samfélagi er tekin til skoðunar. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna m.a. að talnavæðing læsis hefur í för með sér auknar áherslur á þætti sem er auðvelt að mæla, eins og lestrarhraða og fjölda daga sem heimalestur er stundaður, á kostnað annarra þátta læsis, t.d. skilnings og áhuga. Tölurnar gegna því ekki eingöngu því hlutverki að kortleggja lestur barna heldur hafa þær mótandi áhrif á hvernig lestri grunnskólabarna er háttað sem getur jafnvel fælt sum börn frá lestri.

Efnisorð: lestrarmenning, talnavæðing, læsi, þjóðfræði


Hvað gera mannfræðingar?

Höfundar: Sveinn Guðmundsson

Ágrip:

Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvernig mannfræðinám er að nýtast mannfræðingum í atvinnulífinu en fólk með gráðu í mannfræði gengur ekki beint inn í ákveðið starf eða inn á ákveðinn starfsvettvang. Tekin voru viðtöl annars vegar við mannfræðinga með mikla reynslu af ýmsum störfum og hins vegar mannfræðinga sem höfðu nýlokið námi og eru að hasla sér völl í atvinnulífinu. Viðmælendurnir voru spurðir út í að hvaða leyti námið sé að gagnast þeim sem og hvað megi bæta í náminu svo það gagnist betur. Notast var við eigindlega aðferðafræði og aðallega stuðst við viðtöl og starfendarannsókn í bland við mannfræðilegar vettvangsaðferðir. Ýmsar kenningar úr kennslufræði og mannfræði eins og samsköpun, ígrundun og kenningar kenndar við fræðimennsku náms og kennslu voru notaðar til að greina gögnin. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þó það sé ekki alltaf ljóst hvernig störf mannfræðingar enda í þá er námið að gagnast þeim í framtíðarstörfum sem og öðru námi. Þörf er á að auka hlut einstakra þátta í námskeiðum mannfræðinnar sem snýr að hangnýtingu og undirstrika gagnsemi fagsins í ólíkum störfum öðrum en fræðistörfum. Mannfræðin er, samkvæmt gögnum rannsóknarinnar, góður undirbúningur fyrir ýmis störf en nemendur þurfa að fá þjálfum og hvatningu á fleiri stigum námsins til að finna sitt áhugasvið innan fagsins til að geta fundið starf við hæfi að námi loknu.

Efnisorð: Mannfræði, Starfsþróun, Kennslufræði


Háskóli í þágu lýðræðis

Höfundar: Sigurður Kristinsson

Ágrip:

Samkvæmt nýlegri greiningu á opinberum stefnuskjölum um háskóla á Íslandi eru hugmyndir um lýðræðislegt hlutverk þeirra óljósar og ómótaðar auk þess að falla í skuggann af þrástefinu um gæði og samkeppnishæfni. Þetta er sérstakt áhyggjuefni í ljósi þess að lög kveða á um að háskóli undirbúi nemendur til ábyrgrar þátttöku í lýðræðissamfélagi. Það er á ábyrgð íslenskra háskóla að rannsaka, ígrunda og efla samband sitt við lýðræði á Íslandi.Markmið erindisins er greina í hverju lýðræðislegt gildi háskóla liggur. Dregnar verða fram meginlínur í fræðilegri háskólaumræðu ásamt þeim ógnum sem steðja að lýðræðinu. Þótt hugtökin háskóli og lýðræði séu margræð er þess freistað að greina þá þætti í háskólastarfi sem hafa gildi fyrir lýðræði óháð ólíkum túlkunum. Aðferðin felst í flokkun á notagildi, táknrænu gildi, framlagsgildi og annars stigs innra gildi háskólastarfs frá sjónarhóli lýðræðis. Helstu niðurstöður eru þessar: Lýðræðislegt notagildi háskólastarfs felst í þekkingarsköpun, mótun lýðræðishæfni og lýðræðismenningar og skuldbindingu við sannleikann. Táknrænt lýðræðisgildi háskóla felst í hefðum jafningjastjórnunar, akademísku frelsi, tjáningarfrelsi og umburðarlyndi. Háskólar hafa lýðræðislegt framlagsgildi með því að vera hluti lýðræðislegs þjóðskipulags, svo sem með menntun embættismanna, sérfræðinga og fagstétta, þekkingarsköpun og alþjóðastarfi. Háskólar hafa annars stigs innra gildi þegar lýðræði er iðkað í háskólastarfi og fyrir tilstilli þess. Álykta má að hér skapist forsendur fyrir því að velja að ýta undir þessa þætti í stað þess að láta reka á reiðanum um hvort íslenskt lýðræði spjari sig án þess að hlúð sé að því sérstaklega í starfi háskóla.

Efnisorð: Háskólar, lýðræði, lýðræðishlutverk, gildagreining


Towards parity in higher education: Gendered determination of university expectation among school attending adolescents in Bissau, Guinea-Bissa

Höfundar: Jon Edmund Bollom, Aladje Baldé, et.al.

Ágrip:

Gender-based equity in higher education (HE) access is pledged in Sustainability Development Goal 4.3, ensuring equal access for women and men to tertiary education. Despite global reversal in gender parity in HE, indexing at 1.16, disparity remains in Sub-Saharan Africa, at 0.74 females per male. Data from Guinea-Bissau, West Africa, indicate that adolescent girls, compared to boys, are more likely to attend private school and age-appropriate classes. Here, the aim was to identify factors influencing adolescent girls’ expectations of later HE attendance in the capital Bissau. Data was collected in June 2017 in 12 public and four private schools; through random cluster selection, 2,039 adolescents aged 14–19 years responded to Planet Youth survey that was adapted to the local context; Akaike Information Criterion created a best-fit model of their HE aspiration. Logistical regression modelling was consequently employed. The results show that 77.0% of the girls expected to attend university, compared to 68.7% of the boys. Girls were 56.9% (p<0.005, OR=1.569) more likely to harbour expectations of university enrolment following graduation than boys. The results indicate dropping-out of deterministically vulnerable girls in the socio-political context of Guinea-Bissau. Survey respondents represent a uniquely resilient core of students, suggesting that university education represents a component of a planned educational pathway for many girls who remain in school.

Efnisorð: Gender, Higher Education, Sub-Saharan Africa


Risk-Taking Behaviour Among Business Students. Is there a difference between Icelandic and Polish students?

Höfundar: Verena Karlsdottir, Aleksandra Cykowska

Ágrip:

In this research we are scrutinizing differences in risk-taking behaviour among Icelandic and Polish students. In this context, risk-taking behaviour refers to how likely people are to take or avoid risk in everyday life. People with higher risk propensities engage in more risky behaviours and often choose more risky options. Different risk propensities in human action can affect and lead to diverging outcomes regarding health, finance, safety, or social actions. This study seeks to discover whether culture, as well as personal and environmental aspects influence how much risk we are willing to take in different aspects of our lives. The research thereby aims to investigate different factors that might influence risk-taking behaviour such as nationality, gender, living situation, and sibling position. The study is based on a quantitative design whereby a survey was distributed among Polish and Icelandic business students using the Domain-Specific Risk-Taking (DOSPERT) scale. Results reveal that men show significantly higher risk-taking behaviour when it comes to ethical, financial, health/safety, and recreational risk than women. Furthermore, Icelandic participants show significantly higher risk-taking behaviour when it comes to financial and health/safety risk than Polish participants. Students that grew up as an only child show a higher propensity to take ethical and social risk than students that grew up with at least one sibling.

Efnisorð: risk-taking behaviour, cultural difference, gender, siblings, students

 

 

Upplýsingar
Upplýsingar