Pallborðsumræður um málefni erlends starfsfólks á Íslandi

Rittúlkun

Pallborðsgestir:

 

Ásmundur Einar Daðason, Félags- og jafnréttismálaráðherra

Dovelyn Rannveig Mendoza, sérfræðingur, Migration Policy Institute

Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs, Samtök atvinnulífsins

Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður, AFL starfsgreinafélag

Róbert Farestveit, hagfræðingur, ASÍ

Fundarstjóri er Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans

Miklar breytingar hafa orðið á síðustu áratugum á alþjóðlegum vinnumarkaði með hraðari og auðveldari samgöngum, opnum mörkuðum og afnámi hafta. Hreyfanleiki fólks hefur aukist og þar hafa vinnutengdir flutningar af margvíslegum toga verið mikilvægir. Ísland hefur ekki farið varhluta af þessum breytingum. Fólki, sem hefur komið til starfa á Íslandi til lengri eða skemmri tíma, hefur fjölgað mikið og sérstaklega þeim sem koma frá Evrópska efnahagssvæðinu. Aldrei áður hefur eins margt erlent fólk starfað á íslenskum vinnumarkaði og nú. Í dag eru erlendir ríkisborgarar tæp 20% of öllum starfandi og er stór hluti þeirra í láglaunastörfum.

Íslenskt samfélag hefur átt fullt í fangi með að aðlagast þessum hröðu og miklu breytingum, og enn stöndum við frammi fyrir mörgum ósvöruðum spurningum. Hver er staða erlends starfsfólks nú innan íslenska vinnumarkaðarins? Stendur það jafnfætis íslensku starfsfólki hvað varðar réttindi og kjör, eða er því mismunað? Hefur það möguleika á störfum sem hæfa menntun þeirra og reynslu? Ef mismunun fyrirfinnst, er þá um að ræða fáar undantekningar eða útbreidda iðju? Hvað af þessum áskorunum tengjast Íslandi sérstaklega og á Ísland að reyna gera hluti öðruvísi en annarstaðar? Og vilja Íslendingar – bæði atvinnuveitendur og launþegar – líta framhjá mismunun gangvart erlendu starfsfólki svo lengi sem það er hagkerfinu til góða?

Pallborðsumræðurnar munu taka á þessum spurningum, og leita svara við því hvert stefnir í málefnum erlends starfsfólks á Íslandi.

 

Viðburðurinn er skipulagður sem hluti af verkefninu „Hreyfanleiki og þverþjóðleiki á Íslandi“ (mobileiceland.hi.is).

Upplýsingar
 • Málstofa hefst
  01/11, 2019 11:00
 • Málstofu lýkur
  01/11, 2019 12:45
Höfundar erinda
Upplýsingar
 • Málstofa hefst
  01/11, 2019 11:00
 • Málstofu lýkur
  01/11, 2019 12:45