Samspil dægurmenningar og samfélags: Tónlist, kvikmyndir og vísindaskáldsögur

Málstofustjóri: Sveinn Guðmundsson

Dægurmenning verður rædd út frá ólíkum sjónarhornum, hvernig hún hefur áhrif á og mótar einstaklinga sem og hvernig einstaklingar skapa út frá dægurmenningu. Tekin verða dæmi úr íslenskum tónlistarsamfélögum og samfélögum vísindaskáldsöguaðdáenda hér á landi og erlendis og meðal annars rýnt í þau út frá félagsfræði- og mannfræðikenningum.

Sjá ágrip erindanna hér fyrir neðan.

Star Trek: Samfélagsspegill úr fjarlægri framtíð

Star Trek vísindaskáldsöguþættirnir og kvikmyndirnar hafa leynt og ljóst tekist á við málefni sem hefur verið viðkvæmt að fjalla um í sjónvarpi og kvikmyndum. Sem framtíðargeimævintýri hefur Star Trek sýnt fram á hvernig dægurmenning getur virkað sem samfélagsspegill. Þættirnir sem byrjuðu árið 1966 og eru enn í framleiðslu takast á gagnrýninn hátt á við efni eins og þjóðerni, uppruna, fötlun, kyngervi, kynhneigð, stétt, stríð, átök, tækni og umhverfismál. Markmið erindisins er að kafa í fyrirbærið Star Trek og helstu áherslur þess í gegnum tíðina. Notast verður við hugmyndir og kenningar félagsvísinda, sérstaklega mannfræði til að skoða hvernig dægurmenning getur dregið fram umdeild málefni samfélagsins og virkað þannig sem ákveðið breytingarafl. Einnig verður rýnt í aðdáendasamfélagið (e. fandom) í kring um Star Trek hér á landi og borið saman við rannsóknir erlendis. Erindið byggir á greiningu á rannsóknum og skrifum fræðifólks um efnið í bland við eigindlega rannsókn meðal Star Trek aðdáenda hér á landi. Erlendar rannsóknir og bráðabirgðaniðurstöður yfistandandi rannsóknar höfundar sýna að stór hluti Star Trek aðdáenda yfirfæra grunninntak hugmyndafræði Star Trek um jöfnuð og fjölbreytileika jarðarbúa yfir á eigin heimsmynd og gjörðir. Þetta kemur meðal annars fram í sjálfboðavinnu aðdáendanna í tengslum við góðgerðarmál.

Sveinn Guðmundsson

Lykilorð: dægurmenning, Star Trek, mannfræði

Íslensk dægurtónlistarsamfélög út frá félagsfræðilegu sjónarhorni

Erindið byggir á doktorsritgerð höfundar sem leitaðist við að útskýra þá samfélagslegu krafta sem knýja heim íslenskra dægurtónlistarmanna. Kenningar Pierre Bourdieu um veruhátt og menningarframleiðslusviðið, rit Howard Becker um eðli listheima (Art Worlds) og rannsókn mannfræðingsins Ruth Finnegan á tónlistarlífinu í enska bænum Milton Keynes lágu til grundvallar rannsókninni.

Helstu niðurstöður ritgerðarinnar ríma við þá staðreynd að Ísland er örsamfélag. Þetta „þorpseinkenni“ felur það m.a. í sér að boðskipti eru hröð og óformleg, talsvert er um tengsl á milli tónlistarmanna úr ólíkum geirum og mörk á milli atvinnumennsku og áhugamennsku eru óljós. Flestir viðmælendur lýstu þessari nálægð sem jákvæðri en nefndu einnig að á sama tíma ætti hún það til að vera kæfandi.

Þessar niðurstöður verða nýttar til að bregða ljósi á tvö íslensk tónlistarsamfélög, listasamlagið Smekkleysu sem var stofnað á níunda áratugnum (en höfundur vinnur að greinargerð um hópinn) og listasamlagið post-dreifing sem stofnað var árið 2017. Annars vegar verður horft til þess hvernig starfsemi þessa hópa ríma við niðurstöður doktorsritgerðarinnar en hins vegar hvernig virkni þeirra er sem slík, hvernig einstaklingar þróa með sér tengslanet og verður sérstaklega litið til skrifa Michael P. Farrell um þessi efni (Collaborative Circles: Friendship Dynamics & Creative Work).

Arnar Eggert Thoroddsen

Blade Runner and Posthumanism

The dynamics between humans and androids in Blade Runner (1982) are analyzed, and the narrative is dissected as it is interpreted as an allegory of the Posthuman turn within the Humanist society of the film. Ironically, it is in the blade runner hired to retire them that we can observe moral and ethical dilemmas proper to a scenario that decentralizes the Human from the center stage of agency and equates that which has been labeled as the Other. The role of the androids as villains serves as representation of current social dilemmas, such as the oppression of minorities, sustained by the Humanist discourse. In times of fast technological advancements and dependency, COVID-19, increased corporate power and authoritarian governments as well as questionable democracies, it seems indeed necessary to reposition the construct of “Human”, from that which was exposed by Foucault in The Order of Things (1973), towards that which is defended by Posthumanists such as Ferrano (2019), Nayar (2014), Bostrom (2014), among others. Thus, discourse analysis is applied on the movie’s narrative and Posthumanist philosophy is set for comparison, from which one ponders on the state of current society, and what it might mean to apply a more concrete posthuman mentality.

 

Marcello Milanezi

Lykilorð: posthumanism, Blade Runner, discourse analysis

Upplýsingar
  • Málstofa hefst
    29/10, 2021 15:00
  • Málstofu lýkur
    29/10, 2021 16:45
Höfundar erinda
Jafnréttisfulltrúi HÍ, PhD
Háskóli Íslands / University of Iceland
MA, Msc. student
Aðjúnkt
Háskóli Íslands / University of Iceland
Upplýsingar
  • Málstofa hefst
    29/10, 2021 15:00
  • Málstofu lýkur
    29/10, 2021 16:45