Starf stjórnandans og vinnuumhverfið

Málstofustjóri: Inga Jóna Jónsdóttir

Í málstofunni verða kynntar niðurstöður rannsókna þar sem varpað er ljósi á upplifun og reynslu stjórnenda af athöfnum sem hafa áhrif á vinnuumhverfi starfsfólks. Sömuleiðis verður fjallað um fræðilegar heimildarannsóknir sem eru liður í undirbúningi frekari rannsókna á starfi stjórnenda og þáttum sem áhrif hafa á vinnuumhverfið. Ábyrgðarmaður/málstofustjóri: Inga Jóna Jónsdóttir, dósent viðskiptafræðideild

Sjá ágrip erindanna hér fyrir neðan.

,,Við erum almannaþjónar” Reynsla stjórnenda sveitarfélaga af þjónandi forystu

Skipulag, stjórnun og forysta sveitarfélaga miðar að því að tryggja velferð íbúa og styðja starfsfólk sveitarfélaga í að vinna að því marki. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að starfsánægja og góð þjónusta sveitarfélaga tengist uppbyggilegum samskiptum og styðjandi stjórnun og forystu. Einnig hefur verið sýnt að þjónandi forystu henti vel til að styðja við valdeflingu og samfélagslega ábyrgð sem síðan tengist góðri líðan íbúa, samstarfi og ánægju í starfi.  Fyrir liggja fáar rannsóknirum þjónandi forystu á vettvangi sveitarfélaga en þær sem til eru sýna að hugmyndafræðin hefur jákvæð áhrif á ánægju starfsfólks og árangur í starfi. Tilgangur rannsóknarinnar er auka skilning á þjónandi forystu í sveitarfélögum miðað við reynslu stjórnenda sem hafa reynslu af hagnýtingu þjónandi forystu til efla velferð íbúa og starfsfólks. Tekin voru viðtöl við ellefu stjórnendur í níu sveitarfélögum og þau greind með eigindlegri aðferð. Í ljós komu þrjú þemu sem lýsa reynslu og viðhorfum þátttakenda: 1) Við erum almannaþjónar, 2) Opnara samtal fyrir velferð og áhrif íbúa og 3) Traust og ábyrgð svo að starfsfólk blómstri og nái árangri. Niðurstöður sýna að þátttakendur telja þjónandi forystu gagnlega í sveitarfélögum til að tryggja velferð íbúa og til að bæta ánægju starfsfólks í starfi einkum með því að líta á starfið sem þjónustu, tryggja opin samskipti og að hlutverk og ábyrgð séu skýr.

Sigrún Gunnarsdóttir

Lykilorð: þjónandi forysta, sveitarfélög, almannaþjónar

Hvað vitum við um helgun í starfi og tengsl við áhrifaþætti svo sem sálfélagslegan stuðning næsta yfirmanns? Fræðileg heimildagreining

The aim of this study is to review research-based literature on the phenomenon work engagement and the relationship with antecedents of work engagement and employees’ well-being at work and organisational benefits. The objective is to prepare the theoretical framework and originality of a new study. A systematic literature review included 12 selected articles. Most scholars agree that work engagement is characterized by a high level of energy and strong identification with one’s work. Prior research have provided empirical evidence on the relationship between work engagement and positive work-related outcomes, for example job satisfaction, less negative job stress and positive organizational benefits such as customer loyalty, high job performance and low employee turnover (intention). Several studies confirm a positive relationship between social support and employees’ engagement at work. Workplace social support refers to employees’ interaction and relationship with supervisors and co-workers. However, further research is needed to enhance knowledge and understanding of supervisory support, where one key feature is active-empathetic listening, and how this is associated with the dimensions of work engagement (vigor, dedication and absorption).

Inga Jóna Jónsdóttir

Lykilorð: helgun í starfi (work engagement), yfirmaður (supervisor), sálfélagslegur stuðningur (social support)

„Þetta er allt mannanna verk“: Upplifun stjórnenda á áhrifum jafnlaunavottunar á kjaraumhverfi

Markmið rannsóknarinnar var að fá frekari innsýn í upplifun og reynslu stjórnenda á áhrifum jafnlaunavottunar á kjaraumhverfi. Jafnlaunavottun var lögfest árið 2017 en tilgangurinn var að stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og draga úr kyn­bundnum launamun. Málsmeðferð launamála og ákvarðanir um laun skyldu grundvallast á málefnalegum sjónarmiðum án þess að fela í sér kynbundna mismunun. Rannsóknin var unnin eftir aðferðum eigindlegrar aðferðarfræði og voru tekin viðtöl við átta kvenstjórnendur og tvo karlstjórnendur sem störfuðu á vinnustöðum þar sem jafnlaunavottun hafði verið innleidd. Þrjú þemu birtust upp úr gögnunum: „Aukið skrifræði og kerfisvæðing“, „tilfærsla ákvörðunarvalds“ og „tálsýn“. Helstu niðurstöður benda til þess að þrátt fyrir skýran tilgang og markmið með lagasetningu jafnlaunavottunar eru áhrif hennar á kjaraumhverfi önnur og víðtækari. Jafnframt komu í ljós ákveðnir þættir sem geta gert það að verkum að kynbundinn launamunur geti verið til staðar þrátt fyrir að skilyrði til jafnlaunavottunar séu uppfyllt. Niðurstöður leiddu einnig í ljós  mikilvægi þess að aðilar á vinnumarkaði séu upplýstir um þær vísbendingar sem gefa til kynna hvaða áhrif jafnlaunavottunin er að hafa og nýti snemmtæk inngrip telji þeir ástæðu til. Fleiri rannsókna er þörf til að fá frekari innsýn í viðhorf og upplifun stjórnenda sem og starfsfólks.

Gerða Björg Hafsteinsdóttir, Erla S. Kristjánsdóttir og Þóra H. Christiansen

,,Á réttum aldri“ Framgangur eldri starfsmanna í stjórnunar- og fræðslustörfum

Fáar rannsóknir eru til um mögulega aldursfordóma á íslenskum vinnumarkaði. Í ljósi þess að íslenskur vinnumarkaður einkennist af sífellt lengri atvinnuþátttöku er mikilvægt að rannsaka reynslu eldri starfsmanna af því að eldast og fá framgang í starfi. Markmið með þessari rannsókn er að skoða hvort og hvenær starfsmenn í stjórnunar- og fræðslustörfum byrja að upplifa að aldur sé fyrirstaða. Sérstaklega verður litið til áhrifa stjórnenda í að styðja við jafnrétti á vinnustað. Niðurstaðan er spegluð í ímynd um ákveðin aldursskeið, einkum eins og hún birtist í opinberri umræðu og aldurstengdum auglýsingum. Fræðileg nálgun tengist meginhugtökum rannsóknar um stjórnun mannauðs, fordóma, aldur, endurmenntun og starfstengdan árangur. Íslenskar aðstæður eru bornar saman við niðurstöður 43 erlendra rannsókna um eldri starfsmenn. Aðferðafræði rannsóknar er eigindleg og notast er við fyrirbærafræðilega nálgun til þess að fá skilning á upplifun og reynslu viðmælenda. Þátttakendur í rannsókn eru sex reynslumiklir stjórnendur og starfsmenn í þjónustufyrirtækjum og menntastofnunum. Niðurstöður gefa til kynna að aldursfordómar eigi sér helst stað meðal starfsmanna með laka eða enga menntun og að endurmenntun skipti máli fyrir starfsmenn á öllum aldri.

Ásdís Emilsdóttir Petersen

Lykilorð: stjórnun mannauðs, aldursfordómar, endurmenntun

Upplýsingar
  • Málstofa hefst
    30/10, 2020 15:00
  • Málstofu lýkur
    30/10, 2020 16:45
  • Zoom meeting id: 632 2139 8548
Höfundar erinda
Prófessor / Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Doktorsnemi
Háskóli Íslands / University of Iceland
Aðjúnkt / Adjunct Lecturer
Háskóli Íslands / University of Iceland
Dósent / Associate Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Aðjúnkt / Adjunct Lecturer
Háskóli Íslands / University of Iceland
Upplýsingar
  • Málstofa hefst
    30/10, 2020 15:00
  • Málstofu lýkur
    30/10, 2020 16:45
  • Zoom meeting id: 632 2139 8548