Rannsóknir í félagsvísindum
Forvarnir kulnunar í starfi og heilsueflandi forysta: Staða þekkingar
Um rannsóknina
Vanlíðan í starfi er vaxandi vandi og álag sem fylgdi heimsfaraldri Covid-19 hefur aukið á þreytu starfsfólks og stjórnenda. Vandinn birtist til dæmis með veikindafjarvistum og kulnun í starfi sem hefur m.a. aukist meðal heilbrigðisstarfsfólks og kennara. Tilgangur rannsóknarinnar er að varpa ljósi á árangursríkar forvarnir kulnunar í starfi með því að gera yfirlit yfir stöðu þekkingar á sviðinu með áherslu á rannsóknir síðastliðin 15 ár.
Niðurstöður sýna að áhrifaþættir kulnunar í starfi snúa að langvarandi álagi og vandamálum í starfi, takmörkuðum áhrifum á eigin störf og takmörkuðum félagslegum stuðningi starfsfólks og stjórnenda. Þegar starfsmaður hefur áhrif á eigið starf og leggur sig fram við að móta starfið getur það minnkað neikvæð áhrif álags. Gagnkvæmur félagslegur stuðningur á vinnustað getur einnig dregið úr kulnun í starfi, jafnvel þegar áhrif á starf eru takmörkuð. Sveigjanleiki í starfi, t.d. í sambandi við tímasetningu og staðsetningu verkefna, getur dregið úr áhrifum álags á kulnunareinkenni. Þessir þættir reynast oft veikleikar á vinnustöðum hér á landi og starfsmenn og stjórnendur hafa margvísleg tækifæri til að efla forvarnir kulnunar í starfi á vinnustað.
Heildræn nálgun og heilsueflandi forysta sem beinist að viðurkenndum áhrifaþáttum á vinnustað getur tryggt árangursríkar forvarnir og árangursrík viðbrögð við kulnun í starfi. Mikilvægt er að stjórnendur og starfsmenn séu meðvitaðir um og beini sjónum að áhrifaþáttum á vinnustað sem rannsóknir sýna að geta dregið úr líkum á kulnun í starfi. Þá er mikilvægt að leiðtogar efli virka þátttöku, góðan starfsanda og samvinnu starfsfólks og annarra hlutaðeigandi til forvarna gegn kulnun í starfi.
Rannsóknarteymið
Sigrún Gunnarsdóttir prófessor í Viðskiptafræðideild, meistaranemar og doktorsnemar.
Fjármögnun og samstarfsaðilar
Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands og Aðstoðarmannastyrkur Háskóla Íslands.
Fréttir sem tengjast rannsókninni
- Vísir: Óttast um gæði þjónustunnar á Landspítalanum
- Mbl.is: Kulnun í starfi er að aukast
- RÚV: Mörg merki um þreytu
- Vinnueftirlitið: Heilsueflandi forysta og vellíðan í starfi – upptaka
- Embætti Landlæknis, fréttir: Heilsueflandi forysta og vellíðan í starfi
- Virk: Heilsueflandi forysta og vellíðan í starfi
Útgefið efni um rannsóknina
- Heilsueflandi forysta, heilbrigt starfsumhverfi og vellíðan í starfi (2021)
- Upplifun sérfræðinga í ráðuneytum af ánægju í starfi (2020).
- Þróun starfsumhverfis á Landspítala: Kulnun í starfi, starfsánægja og gæði þjónustu (2019)
- Viðhorf til þjónandi forystu, starfsánægju, starfstengdra þátta og gæða þjónustu Akureyri (2015).
- Starfstengd viðhorf og líðan hjúkrunarfræðinga á Landspítala (2011).
- Front-line management, staffing and nurse-doctor relationships as predictors of nurse and patient outcomes. a survey of Icelandic hospital nurses (2009).
- Quality of working life and quality of care in Icelandic hospial nursing (2006).
- Health promotion in the workplace (2003).