Þjóðarspegillinn-banner-rannsóknir

Rannsóknir í félagsvísindum

Haunted – Aðdráttarafl arfleiðar og staðartengsl í borgarlandslagi

Um rannsóknina

Í rannsókninni er skoðað hvernig fólk ljær sögulegu borgarlandslagi merkingu og gildi. Athyglinni er beint að reynslu fólks af miðborg Reykjavíkur og kafað í samband almennings við staði í borginni sem bera í sér efni og anda liðins tíma. Sjónum er beint að hversdagslegum stöðum og því sambandi sem fólk hefur fóstrað við þá með því að leggja leið sína um borgina og dvelja í henni. Í rannsókninni er leitast við að draga fram tilfinningaleg tengsl fólks við staði og hvernig skynjun mótar sambandið. Markmiðið er að auðga skilning á aðdráttarafli sögulegs borgarlandslags sem og á þeim þáttum sem móta, viðhalda og breyta þessu tilfinningasambandi. 

Með því að draga fram hvernig samband fólks og staða er skilyrt af skynjun og tilfinningum skapast tækifæri til að útvíkka þann grundvöll sem hugmyndir um varðveislu manngerðs umhverfis og byggingararfleifðina standa á. Verkefnið er framlag til umræðu um borgarþróun sem tekur tillit til sambands fólks við hversdagslega arfleifð sína og staðartengsla. Með því að auka skilning á því sem tengir fólk og staði skapast jafnframt ný tækifæri til að hlúa betur að borgarumhverfi sem fólki finnst það eiga hlutdeild í – þáttum sem stuðla að því að fólki finnist það tilheyra og eiga heima í borginni. 

Rannsóknarteymið

Dr. Ólafur Rastrick, prófessor í þjóðfræði (leiðir verkefnið).
Snjólaug Jóhannesdóttir, doktorsnemi í þjóðfræði.
Dr. Páll Jakob Líndal, umhverfissálfræðingur.
Vilhelmína Jónsdóttir, doktorsnemi í þjóðfræði.
Sigurlaug Dagsdóttir, þjóðfræðingur.
Anna Sigríður Melsteð, meistaranemi í þjóðfræði.
Vitalina Ostimchuk, meistaranemi í þjóðfræði.
Ragnheiður Þórdís Jónsdóttir, meistaranemi í þjóðfræði.

Ráðgjafanefnd verkefnisins:

Dr. Steven Cooke, dósent í menningararfs- og safnafræðum við Deakin University í Ástralíu.
Dr. Valdimar Tr. Hafstein, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
Dr. Ingrid Martins Holmberg, dósent við deild minjavörslu við Gautaborgarháskóla.

Fjármögnun og samstarfsaðilar

Verkefnið er styrkt af Rannsóknasjóði Íslands og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og unnið í samstarfi við Deakin University (Ástralíu) og Gautaborgarháskóla.

Fréttir sem tengjast rannsókninni

  • Sjá Facebook: Haunted – Aðdráttarafl arfleifðar og staðartengsl í borgarlandslagi
Thjodarspegill_stubbur 2 2021